Skagafjörður

Tashawna Higgins sagt upp – Dúfa Dröfn tekin við liðinu

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur sagt upp samningi sínum við Tashawna Higgins þjálfara og leikmann Mfl. kvenna. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir hefur tekið við þjálfun liðsins. „Vonar stjórn kkd að fólk virði þessa ákvör
Meira

Leggur til auknar fjárveitingar til Hólaskóla, Vinnumálastofnunar og Kvennaskólans

Fjárlaganefnd Alþingis hefur nýlega lokið við að afgreiða meirihluta þeirra breytingartillagna sem nefndin hyggst leggja fram við Fjárlagafrumvarp næsta árs og verða þær teknar til annarrar umræðu á þinginu í vikunni. Að sögn...
Meira

Landsmót hestamanna að Hólum í Hjaltadal

Stjórn Landssambands hestamannafélaga samþykkti samhljóða á fundi sínum, sem haldinn var þriðjudaginn 2. desember 2014, að verða við beiðni Gullhyls  um breytt staðarval á Landsmóti hestamanna 2016. „Eins og kemur fram í beið...
Meira

Árshátíð unglingastigs Árskóla

Árshátíðarsýningar unglingastigs Árskóla verða í Bifröst á miðvikudag og fimmtudag. Flutt verða frumsamin leikrit af nemendum 8. og 9. bekkja. Hefjast sýningar kl 17:00 og 20:00 báða dagana. 8. bekkur mun færa leikhúsgestum san...
Meira

Tengill gefur tölvur til skóla í Úganda

Fyrir skemmstu skipti Tengill á Sauðárkróki út tölvum í eigu fyrirtækisins í skólasamfélaginu í Skagafirði og hefur ákveðið að gefa tölvurnar til skóla í Úganda í Afríku, með aðstoð frá ABC barnahjálp. „Það sem ok...
Meira

Sex Stólastúlkur í æfingahópum yngri landsliða

Æfingarhópar yngri landsliða í körfubolta voru kynntir á föstudaginn, en þeir verða kallaðir saman í kringum jólin. Tindastóll á að þessu sinni sex fulltrúa en það eru eftirtaldar stúlkur:  U15 ára stúlkur: Alexandra Ósk ...
Meira

Vefur Skagfirðingafélagsins uppfærður

Vefur Skagfirðingafélagsins hefur verið uppfærður, en hann er á slóðinni skagfirdingafelagid.is. Það er Björn Jóhann Björnsson blaðamaður á Morgunblaðinu, brottfluttur Sauðkrækingur og höfundur Skagfirskra skemmtisagna, sem hef...
Meira

Spáð stormi á annesjum seinni partinn

Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á annesjum seinni norðvestantil partinn í dag. Suðvestan 8-13 m/s stöku él framan af morgni, en síðan sunnan 13-20 og rigning eða slydda. Hiti 0 til 5 stig. Suðvestan 15-23 og él með kvöldinu, h...
Meira

Lewis rjúkandi heitur í Röstinni

Tindastóll sótti lið Grindavíkur heim í Röstina í sjónvarpsleik Stöðvar 2 í Dominos-deildinni í kvöld. Úr varð hörkuleikur þar sem Stólarnir voru yfir mest allan leikinn og uppskáru sigur eftir æsispennandi lokamínútur, ekki ...
Meira

Dagur atvinnulífsins í Miðgarði á morgun

Dagur atvinnulífsins á Norðurlandi vestra verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 2. desember, í Menningarhúsinu Miðgarði, kl. 14:00. Þetta er í sjötta sinn sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa fyrir Degi atv...
Meira