V-Húnavatnssýsla

Norðaustan áttin mætt

Já norðaustan áttin er mætt aftur, spáin gerir ráð fyrir  norðaustan 3-8 m/s, skýjað að mestu, en þokubakkar úti við ströndina. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast í innsveitum.
Meira

Misstu 60 hross í afrétt

Skagfirðingar voru á ferð með 60 hross í gegnum afrétt í Austur-Húnavatnssýslu og Staðarafrétt, nánar tiltekið í Laxárdal, er þeir týndu öllum hrossunum. Hófu þeir að smala hrossunum án leyfis, þar á meðal afréttarpening...
Meira

Nýsköpunarstyrkir Landsbankans

Samfélagssjóður Landsbankans mun í ár veita nýsköpunarstyrki í fyrsta sinn. Veittir verða 27 styrkir fyrir samtals að fjárhæð 15.000.000 króna. Tekið er á móti umsóknum til 16. september 2011. Veittir verða sjö styrkir að upph...
Meira

Framundan er Króksmót og spáin, hún er svona lala

Framundan er Króksmót og spáin er svo sem ekkert til að hrópa húrra yfir en gæti líka verið verri. Norðaustan 8-13 m/s og dálítil súld eða þokuloft, en þurrt að kalla inn til landsins. Norðaustan 5-10 á morgun og léttir heldur ...
Meira

Ráðning skólameistara enn óráðin

Umsækjendurnir sjö um stöðu skólameistara FNV þurfa enn að bíða í óvissu um framtíð sína en samkvæmt upplýsingum sem Feykir fékk frá aðstoðarmanni starfandi menntamálaráðherra er enn verið að fara yfir þær umsóknir sem ...
Meira

Finna fyrir minnkandi umferð

Ferðaþjónustuaðilar á Hvammstanga finna fyrir minnkandi umferð við Þjóðveg eitt í sumar en að sögn vertsins á Hlöðunni hefur samdrátturinn verið í samræmi við mælingar á minnkandi umferð. Segir hún að útlendingarnir kom...
Meira

Maður datt af hestbaki í Miðfirði

Maður fótbrotnaði er hann datt af hestbaki við Skárastaði í Miðfirði. Samkvæmt heimildum mbl.is var maðurinn fluttur með sjúkrabíl frá Hvammstanga til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akureyri.
Meira

Vilja sjö en ekki fimm í barnaverndarnefnd

Félagsmálaráð Húnaþings vestra setur sig ekki upp á móti þeirri tillögu stjórnar SSNV að skipuð verði sameiginleg barnaverndarnefnd á Norðurlandi vestra. Þó telur Félagsmálaráð að nefndarmenn ættu að vera sjö en ekki fimm...
Meira

Hlýtt en blautt

Spáin í dag gerir ráð fyrir norðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en hægara og úrkomulítið á morgun. Hiti 10 til 17 stig
Meira

Stefnir í hörkutónleika á Gærunni 2011

Það stefnir í hörkufónleika á Gærunni 2011 sem fram fer í húsnæði Loðskinn á Sauðárkróki helgina 12 – 14 ágúst. Miðasala er hafin bæði á Kaffi Krók svo á Midi.is og er því um að gera að tryggja sér miða í tíma þa...
Meira