Fréttir

Hljóp í 33 klukkustundir

Bakgarðshlaupið í Heiðmörk var ræst sl. laugardag 20. september á slaginu klukkan níu og er hlaupinn 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Hringurinn er ræstur á heila tímanum og ræðst hvíld keppanda eftir því hvað þú ert fljótur að hlaupa hringinn.
Meira

Tekist á um ágæti virkjana í Skagafirði

Í Speglinum á Rás2 Ríkisútvarpsins var á föstudaginn sagt frá því að deilur um virkjanir í skagfirskum jökulsár hafi blossað upp í kjölfarið á því að Jóhann Páll umhverfisráðherra lagði til að virkjunarkostir í Héraðsvötnum yrðu færðir í biðflokk í stað verndarflokks. Meirihluti sveitarstjórnar vill virkja en Vinstri græn og óháð leggjast gegn því.
Meira

Grindhvalur fannst á óvæntum slóðum

Feykir fékk á föstudagskvöldið upphringingu þar sem tilkynnt var um óvanalegan hvalreka og myndir af hvalnum fylgdu í kjölfarið. Umsvifalaust var send fyrirspurn á Náttúrustofu Norðurlands vestra og það kom í ljós að þar vissu menn um hvalrekann en um var að ræða grindhval sem þótti svo sem ekki heyra til tíðinda. Það sem kom þó á óvart var staðsetningin.
Meira

Kotasæluvefja og baunapylsur | Feykir mælir með

Í tbl. 23 á þessu ári var Feykir að mæla með tveimur girnilegum uppskriftum frá vinkonu okkar Berglindi Hreiðarsdóttur sem er með heimasíðuna Gotteri og gersemar. Var á þeim tíma ekki búin að prufukeyra þá og er ekki enn.... en það hlítur að styttast í að ég gefi mér tíma í það enda virka þeir auðveldir í framkvæmd og efast ekki um að þeir eigi eftir að vera bragðgóðir. 
Meira

Örnám, einstakt tækifæri | Aðsend grein

Þann 15. september komu saman rektor Háskólans á Hólum ásamt deildarstjórum, prófessor, gæðastjóra og kennslustjóra með fulltrúum Háskólafélags Suðurlands, SASS og atvinnugreinum á Suðurlandi til vinnufundar um samstarf á nýrri nálgun í háskólamenntun, þróun örnáms á háskólastigi.
Meira

Stólastúlkur í erfiðum málum í Bestu deildinni

Lokaumferðin í hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild kvenna var spiluð í dag og það var sterkt lið FH sem kom á Krókinn þar sem lið Tindastóls beið þess. Hlutskipti liðanna er ólíkt; Stólastúlkur í bullandi fallbaráttu en lið FH að reyna að halda spennu í toppbaráttunni. Gæðamunurinn kom fljótt í ljós í leiknum og lið Hafnfirðinga vann öruggan 0-4 sigur.
Meira

Drangey – smábátafélag Skagafjarðar sendir frá sér átta ályktanir

Þann 17. september fór fram aðalfundur Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar og sendi fundurinn frá átta ályktanir. Þannig skora smábátasjómenn á stjórnvöld að endurskoða tafarlaust veiðiheimildir með dragnót upp í fjörur í fjörðum og flóum hér Norðanlands. Þá lagði fundurinn áherslu á að byggðakvóta í Skagafirði verði ein­ungis úthlutað til dagróðrabáta sem eru minni en 30 brt. Lesa má um ályktanir aðalfundsins í fréttinni.
Meira

Jákvæðni kostar ekkert | Leiðari 35. tölublaðs Feykis

Í síðustu viku var tilkynnt um að gengið hafi verið til samninga við Arkís arkitekta um hönnun á menningarhúsi á Sauðárkróki og eiga framkvæmdir að hefjast næsta vor. Um er að ræða glæsilega viðbyggingu við Safnahús Skagfirðinga sem er ætlað að vera miðstöð skagfirskrar lista- og menningarstarfsemi. Sannarlega góðar fréttir enda hefur verið beðið eftir þessu húsi í 20 ár og sennilega gott betur.
Meira

„Þetta var magnað að upplifa!“

„Þetta var spennuþrunginn leikur þar sem mikið var undir,“ sagði Konni þjálfari Tindastóls þegar hann svaraði spurningum Feykis í nótt eftir að hafa fagnað mögnuðum sigri á liði Kormáks/Hvatar í undanúrslitum neðri deildar bikarsins. Leikurinn endaði 3-1 og lið Tindastóls því á leiðinni á Laugardalsvöll – væntanlega í fyrsta skipti í sögunni.
Meira

Folald í heimabökuðu pítubrauði og fljótandi eftirréttur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 22 á þessu ári voru Sigurður Pétursson og Telma Dögg Bjarnadóttir. Sigurður er ættaður frá Vindheimum í Skagafirði og Telma er frá Skagaströnd og eiga þau saman tvo stráka þá Mána Snæ og Alvar Áka. Fjölskyldan er búsett á Skagaströnd og starfar Sigurður sem smiður og Telma er hárgreiðslukona.
Meira