Fréttir

Styrktarleikir fyrir Píeta

Í tilefni af gulum september og vitundarvakaningu um geðrækt, boðum við til styrktarleikja laugardaginn 20.september í Síkinu þegar bæði karla- og kvennalið Ármanns mæta á Krókinn til að spila æfingaleiki gegn Tindastól.
Meira

Eftirlitsmyndavélar senn settar upp á Norðurlandi vestra

Fyrir rúmu ári sagði Feykir frá því að Lögreglan á Norðurlandi vestra hefði sent sveitarfélögum á svæðinu erindi vegna eftirlitsmyndavéla sem embættið vildi setja upp. Fram kom í fréttinni að Norðurland vestra væri eitt fárra lögregluumdæma þar sem slíkar myndavélar væru ekki í notkun. Nú skýrir Morgublaðið frá því að á næstu mánuðum verði teðar öryggismyndavélar settar upp á nokkrum stöðum á svæðinu í því skyni að lögreglan geti fylgst með umferð inn og út af svæðinu.
Meira

Fjölmennum á Sauðárkróksvöll í kvöld!

Það er ekki laust við að nokkur spenna ríki á Norðurlandi vestra en í kvöld berjast bræður á grænu gerviengi Sauðárkróksvallar þegar lið Tindastóls tekur á móti grönnum sínum úr Húnavatnssýslunni í undanúrslitum Fótboltapunkturnet-bikarsins. Vonir standa til þess að stuðningsmenn liðanna fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið fallega.
Meira

Margt um manninn og góð hross í sviðsljósinu

Það styttist í Laufskálaréttarhelgina sem sumum þykir vera aðal helgi ársins. Feykir hafði samband við Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur hjá Flugu sem stendur fyrir árlegri Laufskálaréttarsýningu í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn fyrir réttarhald en það byrjar venju samkvæmt um klukkan 13 á laugardeginum.
Meira

Körfuboltafjör á Skagaströnd á laugardag

Það er ekki bara á Króknum sem verður spilaður körfubolti um helgina hér á Norðurlandi vestra. Í dag og á morgun munu þrjú li,ð sem taka þátt í 1. deild karla í vetur, leiða saman hesta sína og spila þrjá æfingaleiki í íþróttahúsi Skagastrandar. Milli leikja á morgun verður boðið upp á körfuboltafjör fyrir unga iðkendur og auk Skagstrendinga er áhugasömum á Blönduósi og í nágrenni Skagastrandar velkomið að mæta.
Meira

Forvarnaráætlun Norðurlands vestra fær styrk til að efla farsæld barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur veitt styrk til verkefnisins Forvarnaráætlun Norðurlands vestra – FORNOR, sem hluta af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna og til að auka farsæld þeirra þetta kemur fram á vef SSNV.
Meira

Kæru gæðablóð athugið !

Blóðbankabíllinn verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúð þriðjudaginn 23. september nk. frá klukkan 11:00 -17:00.
Meira

Vegaframkvæmdir ársins á Norðurlandi vestra

Í nýútkomnum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar má finna kort sem sýnir helstu vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar árið 2025. Þar má sjá að Vegagerðin hefur verið með þrenn verkefni á Norðurlandi vestra í sumar og þau hafa öll verið vestan Skaga. Þó hefur Feykir fengið upplýsingar um að verktaki sé væntanlegur í Hjaltadalinn í dag og framkvæmdir við Hólaveg því að hefjast.
Meira

Stjarnan hafði betur

Stjarnan hafði betur gegn Tindastóli í æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi, 94-110. Stólarnir löfðu undir lungann úr leiknum og hefðu þurft að girða sig í vörninni en stigahæstir fyrir Tindastól í leiknum voru þeir Taowo Badmus með 23 stig og Ivan Gavrilovic var honum næstur með 18 stig. Fyrir Íslandsmeistara Stjörnunnar var stigahæstur Orri Gunnarsson með 25 stig og Luka Gasic bætti við 23 stigum. 
Meira

Sverrir Hrafn lofar geggjuðum leik

Í gærkvöldi birti Feykir létt spjall við Sigurð Pétur varafyrirliða Kormáks/Hvatar til að hita upp fyrir stórleikinn á Króknum á föstudaginn. Nú er komið að Sverri Hrafni Friðrikssyni fyrirliða Tindastóls að svara sömu spurningum. Já og leikurinn sem allt snýst um er semsagt undanúrslitin í Fótbolti. net bikarnum og gulrótin tvöföld; montrétturinn á Norðurlandi vestra og úrslitaleikur á Laugardalsvelli síðustu helgina í september.
Meira