Höfum eyrun opin - Hlustum á börnin og unglingana :: Áskorendapenninn Ástrós Kristjánsdóttir Melstað Miðfirði
feykir.is
Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
23.11.2019
kl. 09.53
Sem starfsmaður í grunnskóla tel ég mjög mikilvægt að við, sem vinnum með börnum og unglingum, hlustum á þau og mætum þeim á jafningjagrundvelli. Ég vil að nemendurnir í skólanum upplifi að þau geti alltaf nálgast mig ef þau þurfa að létta á hjarta sínu sama hvað bjátar á. Hvort sem eitthvað minniháttar kemur uppá eins og er oft hjá börnunum eða eitthvað stærra og meira sem þau vilja ræða. Ef við bregðumst við strax þegar við sjáum að barni líður illa í skólanum þá er mikið auðveldara að vinna úr málum barnsins frekar en þegar gripið er inní alltof seint.
Meira
