Aðsent efni

Litla samfélagið með stóra hjartað - Áskorandinn : Sara Diljá Hjálmarsdóttir Skagaströnd

Fyrir fjórum árum síðan tókum við hjónin þá ákvörðun að flytjast búferlum frá Stykkishólmi á Skagaströnd. Ákvörðunin var í sjálfu sér ekkert erfið, hér eru góð fiskimið fyrir manninn minn að sækja og ég sá fram á að geta fengið vinnu í skólanum á staðnum. Við settum húsið fyrir vestan á sölu og héldum norður í land með börnin okkar tvö.
Meira

Að vera foreldri - Áskorandi Luís Augusto F. B. de Aquino á Hvammstanga

Skilgreiningar á fólki hafa alltaf vakið áhuga minn. Þegar ég var að alast upp, fannst mér mjög erfitt að skilja hvers vegna. Einhverra hluta vegna finna menn oft hjá sér þörf til að sýnast vera eitthvað, eða einhver, sem þeir ekki eru, oft með ófyrirséðum afleiðingum. Og að tala ekki um hlutina varpar skugga á það sem við hefðum átt að vera upplýst um fyrir löngu.
Meira

Frábærlega skrifað leikrit með stórskemmtilegri persónusköpun og æðislegri tónlist - Myndaveisla

Síðasta sunnudag var Sæluvika Skagfirðinga sett með pompi og prakt, og endaði dagurinn venju samkvæmt á frumsýningu Sæluvikuleikrits Leikfélags Sauðárkróks. Sæluvikustykkið þetta árið er Fylgd – frumsamið leikrit eftir hann Guðbrand okkar Ægi Ásbjörnsson sem við Sauðárkróksbúar getum stolt sagt að við „eigum“. Það hefur náttúrulega verið í almannavitund í mörg ár að maðurinn er einn af auðlindum okkar Skagfirðinga, og olli hann svo sannarlega ekki vonbrigðum með þessu verki!
Meira

Hjálmar Sigmarsson 100 ára

Hjálmar Sigmarsson er fæddur þann 24. apríl árið 1919 á bænum Svínavallakoti í Unadal í Skagafirði. Hann fæddist á sumardaginn fyrsta og var hann skírður Hjálmar Sumarsveinn og sagði móðir hans að hann væri besta sumargjöf sem að hún hefði fengið. Foreldrar hans voru Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir og Sigmar Þorleifsson, bændur í Svínavallakoti. Hjálmar er fjórði í röð átta bræðra.
Meira

Styðjum saman við menningarlegt stórvirki

Atorka og frumkvæði þeirra hjónanna á Kringlumýri í Skagafirði, Sigurðar Hansen og Maríu Guðmundsdóttur, við menningarlega uppbyggingu á varla sinn líkan. Við sem erum tíðir gestir á Kringlumýri, undrumst svo sem ekki lengur áræði þeirra og hugmyndaauðgi á þessu sviði. Og núna er verið að stíga enn eitt risaskrefið. -Ég vil með þessum orðum hvetja þá sem þess eiga kost að leggja þessu einstæða verkefni lið.
Meira

Í fullorðinna manna tölu - Kristinn Hugason skrifar

Í tilefni þess að það tölublað Feykis sem þessi grein birtist í er helgað fermingum ársins ætla ég að leggja lykkju á þá leið mína að fjalla um hin ólíku hlutverk íslenska hestsins og skrifa hér ögn um hesta í tengslum við fermingar. Í næsta pistli mun ég svo halda áfram þar sem frá var horfið í skrifunum og fjalla um reiðhesta. Reiðhesturinn, sem á hæsta stigi kosta sinna kemst í hóp gæðinga, stóð enda eflaust mörgu fermingarbarninu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, ýmist í raunveruleikanum eða sem draumsýn.
Meira

Hefði ég tekið selfí undir súð? - Áskorandi Sigríður Huld Jónsdóttir

Ekki veit ég hvernig henni Evu Hjörtínu Ólafsdóttur datt í hug að gefa mér færi á því að taka við pennanum af sér í síðasta áskorendapistlinum hér í Feyki. Veit hún ekki að ég geymi enn allar dagbækurnar mínar - og myndir?
Meira

Hvar á ég að búa? - Áskorandinn Vera Ósk Valgarðsdóttir Skagaströnd

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Aldrei hefði mig órað fyrir því fyrir nokkrum árum síðan að ég ætti eftir að búa á Skagaströnd í heil fimm ár. Komandi frá einum af fáum stöðum á Íslandi sem ekki liggja að sjó, þá hafa þessi ár vissulega kennt mér margt er varðar lífið í litlu sjávarplássi úti á landi.
Meira

„Hér sé Guð“: Gest ber að garði - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Gestrisni er dyggð sem löngum hefur verið í heiðri höfð á Íslandi. Að úthýsa ferðalöngum, gestum og þurfandi fólki, að neita um skjól eða ætan bita og að sýna nísku þótti meðal verstu glæpa. Þetta má lesa úr fjölda sagna um fólk sem varð úti eftir að hafa verið úthýst eða neitað um húsaskjól. Gekk það þá stundum aftur sem draugar og ásótti heimilisfólk grimmilega. Hér áður fyrr virðast vissar serimóníur hafa loðað við gestamóttöku, til dæmis var ekki sama hvernig heilsast var og kvatt og viss regla var á athæfi og röð atferlis. Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir skemmtilega frá gestamóttöku í bókinni Íslenskir þjóðhættir, en siðirnir þykja sumir hverjir ansi framandi nú til dags.
Meira

Stjörnuleikur og stórkostlegur söngur í Hárinu

Um leið og ég frétti að Leikflokkur Húnaþings vestra ætlaði að setja söngleikinn Hárið á svið var ég staðráðin í að láta þessa sýningu ekki framhjá mér fara. Enda hef ég verið mikill aðdáandi að söngleiknum til margra ára, horfði á kvikmyndina oft og ítrekað á táningsárunum og hef í ófá skipti sungið hástöfum með stórkostlegri tónlistinni úr söngleiknum við hin ýmsu tilefni. Söngleikurinn er eftir Gerome Ragni og James Rado, kvikmyndahandrit eftir Michael Weller en íslensk leikgerð er eftir félagana Baltasar Kormák og Davíð Þór Jónsson.
Meira