Stórkostleg stund í Miðgarði - Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
02.11.2019
kl. 10.37
Í þessum mánuði munu vera 32 ár síðan fjórir bræður frá bænum Álftagerði í Skagafirði sungu yfir moldum föður síns lagið Álftirnar kvaka, er útför hans var gerð frá Víðimýrarkirkju. Síðan hafa þeir átt samleið með Skagfirðingum og raunar landsmönnum öllum, í gleði sem sorg. Nú hafa þeir ákveðið að kveðja stóra sviðið, eins og yfirskrift tónleikaraðar þeirra ber með sér. Aðdáendum er þó nokkur huggun í því að þeir hafa gefið í skyn að heimavöllurinn, Miðgarður, falli ekki endilega undir þá skilgreiningu.
Meira
