Aðsent efni

Að kunna á kerfið - leikdómur um Gullregn

Það ríkir alltaf mikil eftirvænting þegar Leikfélag Hofsóss setur upp nýja sýningu. Í þessu litla byggðarlagi er haldið uppi ótrúlega öflugu Leikfélagi, sem vakið var upp af nokkrum dvala fyrir tæpum 20 árum að mér skilst. Kjarni félagsins, hvort sem er innan sviðs eða utan, eru miklir reynsluboltar. Það sýnir sig svo sannarlega í nýjustu uppfærslunni, Gullregni eftir Ragnar Bragason í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar.
Meira

Sýndarveruleiki meirihluta

Fyrir rúmlega ári síðan sendi undirrituð fyrirspurn til Byggðarráðs Skagafjarðar og óskaði eftir að fá nánari upplýsingar um samninga þá sem Sveitarfélagið hafði gert við fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. Svar meirihluta Byggðarráðs var á þá leið að samningur við Sýndarveruleika ehf. væri viðskiptasamningur og því trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna (sjá fundargerð Byggðarráðs þann 5. apríl 2018).
Meira

Ég er bara röflandi kerling!

Sem fv. íbúi Skagafjarðar og fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar þar, langar mig að rita nokkur orð um störf embættismanna sem starfa hjá sveitarfélaginu. Aðgengismál hafa verið mér hugleikin frá því að fv. eiginmaður minn, hlaut mænuskaða eftir vinnuslys árið 2011 og var hjólastóll því hluti að mínu lífi um tíma.
Meira

Köngulóin - Áskorendapenninn Jessica Aquino Hvammstanga

Ég var sex ára þegar ég féll fyrir töfrum náttúrunnar í fyrsta sinn. Pabbi minn sýndi mér kónguló sem sat ofan á stórum, hvítum og loðnum eggjapoka. Ég fylgdist með þegar hann potaði varlega í pokann með litlu priki. Þegar það nálgaðist sekkinn sá ég kóngulóna lyfta framfótunum til að verja fjársjóð sinn.
Meira

Eitt stórt klúður eða mörg smá?

Send voru til samþykktar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síðustu viku, drög að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun 2019 sem gerir ráð fyrir því að fjárfesting eignasjóðs hækki um 97,5 mkr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Í frétt á vef Feykis er farið yfir stöðu mála og rætt við oddvita Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn. Þar þykir mér vera farið heldur frjálslega með staðreyndir málsins, og gefið í skyn að einungis sé um 15% umfram kostnað á verkefninu að ræða. Að því tilefni ætla ég að fara yfir nokkrar staðreyndir málsins.
Meira

Samningar og samvinna

Stór skref voru stigin við undirskrift lífskjarasamninga í vikunni sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um með stuðningi stjórnvalda. Þetta er liður í breiðri sátt til áframhaldandi lífskjara til rúmlega þriggja ára. Þessi samningur er ný nálgun á þeirri staðreynd að lífkjör á vinnumarkaði kemur við alla þjóðina og því verða stjórnvöld að vera í sama takti svo vel takist. Aðkoma stjórnvalda að lífskjarasamningi felur í sér fjölmargar leiðir sem slær taktinn með aðildarfélögum vinnumarkarins til að viðhalda stöðuleika.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Dæli í Sæmundarhlíð

Bærinn stendur lágt og hefir sjálfsagt heitið í fyrstu Dæl, sem haft er í eldra máli um lægð eða lág, samstofna við orðið dal, en nú er ávalt haft dæld, nema í bæjanöfnum. Eignarfallið dælar, t.d. í samsetningunni Dælar-land (orðið „dæl“ er mikið notað fyr á öldum, sbr. líka markdæl, Dipl. V. b., bls. 298) sýnir, að orðið hefir upphaflega verið dæl í nefnifalli og beygst eins og geil (dæl er auðsjáanlega kvk., en „dæli“ notað sem hvorugkyns, eins og bæli, hæli, sbr. eignarfall dælis). Nú er alment haft eignarfallið Dælis, og fleirt. nefnifalls Dælir (ekki Dælar). (Efamál getur það verið, að viðskeytið i hafi myndað nefnifall af áhrifum þágufalls, því að þágufallið af dæl [nf.] hlaut að vera dæl). -
Meira

Að vera örvhent/ur - Áskorandi Eva Hjörtína Ólafsdóttir

Ég tók áskorun skólasystur minnar úr Gaggó og samstúdents, Ninnu í Ketu, um að hamra lyklaborðið með hugleiðingum brottflutts Skagfirðings. Ég fæddist á Króknum og ólst þar upp, er dóttir Óla rafvirkja og Haddýjar í Rafsjá. Þegar ég hugsa um æskuárin á Króknum þá er eins og öll sumur hafi verið alveg einstaklega sólrík en þó aldrei logn.
Meira

Lífskjarasamningar!

Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af.
Meira

Ferðahestar – Kristinn Hugason skrifar

Hvergi reis hlutverk íslenska hestsins sem þarfasta þjónsins öllu hærra en í hlutverki ferðahestsins. Í Dýravininum árið 1895 birtist mergjuð frásögn sem er á þessa leið: „Sveinn læknir Pálsson sagði svo sjálfur frá, að hann hefði eitt sinn farið úr Reykjavík svo drukkinn af spönsku brennivíni, að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Það var um vetur, og frost mikið; en hann ætlaði austur yfir fjall og var einn síns liðs. Þá er hann var kominn eitthvað nálægt Lyklafelli, datt hann af baki og vissi ekki af sér um hríð. Hann raknaði við við það, að hestur hans stóð yfir honum og var að nugga sér við hann til að vekja hann. Ætlaði Sveinn þá upp að standa, en gat ekki, því hann var....
Meira