Aðsent efni

Kúskerpi í Blönduhlíð - Torskilin bæjarnöfn

Sú elzta heimild, sem jeg hef fundið um þetta bæjarnafn, er vitnisburðarbrjef um hundraðatal á jörðinni Kúskerpi, dagsett 24. Maí 1442 (Dipl. Ísl. IV. b., 625). Bæjarnafnið er í frumriti brjefsins, sem er til í Handritasafni Árna Magnússonar, nákvæmlega stafsett, eins þá, sem nú: Kúskerpi.
Meira

Sterkt að hafa viljayfirlýsingu við stjórnvöld - Koltrefjaverksmiðja í Skagafirði

Í endaðan maí síðastliðnum skrifuðu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Í frétt um málið sagði að viljayfirlýsingin samræmist stefnu stjórnvalda um eflingu nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestingar, sérstaklega á dreifbýlum svæðum líkt og á Norðurlandi vestra.
Meira

Þegar orð og athafnir fara ekki saman - Lárus Ægir Guðmundsson skrifar

Þann 15. janúar 2004 skrifaði Jón E. Friðriksson þá stjórnarformaður Fisk eignarhaldsfélags ehf. undir viljayfirlýsingu vegna kaupa Fisk á Skagstrendingi hf. Fulltrúar Höfðahrepps, Adolf H. Berndsen oddviti og Magnús B. Jónsson sveitarstjóri, lýstu stuðningi við meginmarkmið yfirlýsingarinnar enda var hún jákvæð fyrir atvinnulífið á Skagaströnd. Báðir bankastjórar Landsbankans sem sá um söluna, þeir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, lýstu yfir að þeir hefðu unnið að og styddu yfirlýsinguna.
Meira

RÚV og þúfnahyggjan

Í fréttum RÚV í vikunni var teiknuð upp sú mynd að flutningur opinberra starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar væri eðlileg þróun og ef að æðstu ráðamenn þjóðarinnar reyndu að andæfa gegn þessari þróun væri það kjördæmapot og spilling, helst í boði framsóknarmanna. Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.
Meira

Ein gömul og góð sönn saga:: Áskorandapenninn Sólrún Fjóla Káradóttir frá Sauðárkróki

Hver er konan: Sólrún Fjóla Káradóttir. Maki: Sigurður Guðmundsson. Hverra manna: Miðju barn Kára Steindórssonar og Gerðar Geirsdóttur. Hvar elur þú manninn: Borgarnesi og flutti þangað af því að bæjarstjórinn var Króksari og meira að segja upp alinn á Hólmagrundinni. Afkomendur: Alma Rut, Kári Jón, Ingunn og tvö barnabörn, Halldór og Sóllilja. Áhugamál: Útivist, handavinna og matreiðsla. Heima er: Fjaran á Króknum.
Meira

Bjóðum nýja Íslendinga velkomna

Á lokadegi Alþingis var samþykkt þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu en fyrsti flutningsmaður er greinarhöfundur. Þetta var í annað sinn sem tillagan er lögð fyrir þingið og það ánægjulega gerðist að hún hlaut nú brautargengi.
Meira

Hverjir eru á myndunum?

Við Páll Halldórsson flugstjóri erum að rita sögu landgræðsluflugs á Íslandi með minni flugvélum á árunum 1958 til 1992. Við höfum safnað um 200 ljósmyndum tengdu þessu merka starfi og höfum náð að nefna flesta þá sem eru á myndunum.
Meira

Tímarnir breytast:: Áskorandapenninn Hrafnhildur Valgarðsdóttir, brottfluttur Skagfirðingur

Hvað er heim? Ég hef nú flutt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og alltaf er ég að fara heim. Þeir eru samt sterkir hnútarnir sem æskustöðvarnar hnýta. Heim hefur líka alltaf verið í Fjörðinn fagra, Skagafjörðinn. Þar eru ræturnar, fjölskyldan, æskuvinirnir og minningarnar.
Meira

Gróska í starfsemi Golfklúbbs Skagafjarðar

Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) hefur starfað frá árinu 1970 og verður því 50 ára á árinu 2020. GSS gegnir mikilvægu hlutverki í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í fyrsta lagi fer fram öflugt barna- og unglingastarf í klúbbnum sumar sem vetur, í öðru lagi hentar golf sem áhugamál, félagsskapur og heilsubót fyrir fólk á öllum aldri og síðast en ekki síst er golf hluti af ferðamennsku og golfarar heimsækja Skagafjörð gagngert til þess að spila golf. Félagar í GSS eru um 200 talsins. Afmælisrit kemur út í vikunni með fjölbreyttu efni. Meðal annars er ágrip af sögu klúbbsins, viðtöl við félagsmenn, greinar o.fl.
Meira

Sjómenn og bændur :: Áskorandapenninn Birkir Þór Þorbjörnsson, Hvammstanga

Birta frænka mín skoraði á mig að skrifa smá pistil og færi ég henni litlar þakkir fyrir. Hún hringdi í mig fyrir rúmum mánuði síðan þannig að ég hef haft góðan tíma til að hugsa um hvað ég ætti að skrifa. En samt skila ég þessum pistli tveim dögum of seint og veit ekki enn um hvað hann á að vera.
Meira