feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
24.01.2021
kl. 09.51
Ég er fæddur og uppalinn á Stað, Súgandafirði. Barnæskan á Suðureyri var yndisleg, ég get ekki ímyndað mér betri stað til að alast upp á. Við notuðum allt þorpið sem leikvöll, hvort sem það var í byssó, fallin spýta eða að reyna að svindla pening af þorpsbúum með því að mála steina gulllitaða og selja þá sem alvöru gull. Svo varð ég eldri, byrjaði að vinna í fiski og hlusta á karlana tala um pólitík. Það var alltaf neikvætt; „Hvað eru þessi börn inn á Alþingi eiginlega að hugsa?“ þá byrjaði ég að taka eftir því að það var ákveðið vonleysi yfir fullorðna fólkinu. Þegar bankahrunið kom og fréttirnar sögðu: „Nú er komin kreppa“ þá heyri ég: „Kreppan var löngu komin vestur, enda erum við alltaf á undan í tískunni“.
Meira