Aðsent efni

Breytingar :: Áskorandapenninn - Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum

Það eru ártugir síðan ég fermdist. Það var bjartur og fallegur dagur þegar ég stóð við altarið í Þingeyrakirkju eftir undirbúning hjá sr. Þorsteini, prófasti á næsta bæ. Það var fámennt við altarið, þá sveið að skarð var fyrir skyldi. Jafnaldri sem átti að standa þarna með okkur hafði verið hrifinn burt úr þessum heimi, fyrsta dráttavélaslysið sem ég kynntist af raun. Hafði þau sterku áhrif að vinar var saknað á fermingadegi, en varð til þess að ávallt síðar umgekkst ég hættur vélknúinna tækja af virðingu.
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – þróunin fram til dagsins í dag :: Sögusetur íslenska hestsins

Lesendur góðir, í þessari grein verður botninn sleginn í umfjöllunina um íslensku gæðingakeppnina. Tekið verður hlé á skrifum í sumar en haldið áfram í haust og í fyrsta tölublaði september verður hafin umfjöllun um íþróttakeppnina.
Meira

Sjómennskan mótaði mig fyrir lífstíð

Óhætt er að segja að reynsla mín af sjómennsku hafi mótað mig fyrir lífstíð. Ég fór fyrst á sjóinn fyrir rúmum 30 árum síðan, þá 16 ára gamall. Í dag er ég gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast sjómennskunni ungur, enda kem ég af mikilli sjómannaætt úr Sandgerði. Faðir minn slasaðist alvarlega á sjó og gat því miður ekki stundað sjómennsku aftur. Afleiðingar sjóslyssins hafa ennþá mikil áhrif á líf hans. Sú reynsla hefur fylgt mér alla tíð og skýrir kannski af hverju öryggismál sjómanna hafa alltaf verið mér hugleikin.
Meira

Við erum öll yndisleg :: Kristín Guðmundsdóttir - brottfluttur Króksari

Það er andi og orka yfir Króknum og mikið framtak og dugnaður í fólkinu sem býr þar. Sumir hafa hvergi annars staðar búið en aðrir brottfluttir fyrir löngu síðan. Ég flutti frá Sauðárkrók fyrir 34 árum en samt er alltaf eins og að koma heim þegar ég kem á Krókinn.
Meira

Ásókn í auðlindir

Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn.
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – þróunin áfram :: Kristinn Hugason skrifar

Kæru lesendur, nú verður haldið áfram þar sem frá var horfið varðandi tilurð og þróun íslensku gæðingakeppninnar. Eins og áður er fram komið er talið að fyrsta keppnin hafi farið fram árið 1944, þær hafi svo nokkuð fest í sessi. Á fyrsta landsmótinu 1950 fór gæðingakeppni fram, þar var byggt á gömlu aðferðinni við að dæma kynbótahross með dómnefndarfyrirkomulagi og ekki stuðst við eiginlegan dómkvarða en í kynbótadómunum á mótinu var tekinn upp glænýr tölulegur dómkvarði.
Meira

Sá er fuglinn verstur er í sjálfs sín hreiður skítur - Áskorandapistill Birta Þórhallsdóttir Húnaþingi vestra

Við öll sem sinnum listsköpun þekkjum það að vera andlaus, þegar sköpunarkrafturinn kraumar innra með okkur en kemst einhverra hluta vegna ekki upp á yfirborðið. Í ritlist er þetta oft einnig nefnt ritstífla. Margt getur haft áhrif en yfirleitt er ástæðan sú að maður er að vinna fullan vinnudag og sinnir listsköpun í hjáverkum og er þar af leiðandi oft nokkuð þreyttur þegar maður sest við vinnuborðið í lok dags.
Meira

Vísnasafn Óskars Sigurfinnssonar í Meðalheimi gefið út á hljóðdiskum

Feykir sagði frá því fyrir skömmu að fjölskyldan í Meðalheimi á Ásum í Austur Húnavatnssýslu hafi látið taka saman þó nokkuð af kveðskap Óskars Sigurfinnssonar, bónda í Meðalheimi og það skráð á tölvutækt form af Árna Geirhirti Jónssyni frá Fremstafelli. Feykir hafði samband við fjölskylduna í Meðalheimi og forvitnaðist örlítið um Óskar.
Meira

Opinber störf á landsbyggðinni

Varnir, vernd og viðspyrna er yfirskrift á aðgerðaáætlun stjórnvalda við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Það er mikilvægt hverju samfélagi að halda uppi þéttu og fjölbreyttu atvinnulífi. Það er svo sannlega tími til að virkja þann mikla mannauð sem býr í landsmönnum. Við höfum allt til staðar, viljann, mannauðinn og tæknina. Samgöngur fara batnandi og með allt þetta að vopni náum við viðspyrnu um allt land.
Meira

Krithóll í Lýtingsstaðahreppi :: Torskilin bæjarnöfn

Til forna hefir bærinn heitið Gegnishóll. Bezta heimild fyrir því er í kaupbrjefii frá árinu 1445. Þar segir svo: „ Hér með seldi greindr Torfi (þ.e. Torfi Arason) jörðina Gegnishól, er nú er kallaðr Kryddhóll“ (Dipl. Ísl. IV., bls.666). Nafnbreytingin hefir því líklega orðið á öndverðri 15. öld.
Meira