Ætlar að einbeita sér að þjálfun :: Liðið mitt - Fannar Freyr Gíslason fyrrverandi Man. Utd.
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
17.05.2020
kl. 08.01
Knattspyrnumaðurinn Fannar Freyr Gíslason hefur marga fjöruna sopið á keppnisvöllum landsins en hann hóf keppnisferil sinn í meistaraflokki með uppeldisfélaginu, Tindastóli, árið 2006, þá aðeins 15 ára gamall. Eftir fjögur ár á Króknum hófst nýr kafli hjá kappanum og gekk hann í raðir ÍA sem þá léku í 1. deild. Seinna skipti hann yfir í HK og flakkaði svo örlítið á milli liða á Norðurlandi, Tindastóls, KA og Magna Grenivík þar sem hann lék sinn síðasta leik 2017, í bili a.m.k. eftir 147 meistaraflokksleiki og 30 mörk. Fannar Freyr svarar spurningum í Liðinu mínu þessa vikuna.
Meira