feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar, Hestar
30.11.2020
kl. 08.08
Í síðustu greinum höfum við dvalið nokkuð við landsmótið 1970, en þá hófst vegferð sem við skulum nú feta áfram. Árið 1970 markaði upphaf þess þróunarskeiðs innan hestamenskunnar hér á landi sem kallast hestaíþróttir, ekki í merkingunni að á hestamennskuna hafi enginn litið sem íþrótt fyrr en þá, heldur að nýjar keppnisgreinar, sem fengu samheitið hestaíþróttir, voru teknar upp og knapar, einkum af yngri kynslóðinni á þeim tíma, fóru að leggja sig eftir þeim sérstaklega. Fyrst í stað var þetta nokkuð það sem líkja mætti við „jaðaríþrótt“ sem svo jafnt og þétt sótti í sig veðrið og er í dag orðin þungamiðjan í þeim hluta hestamennskunnar sem snýst um keppni.
Meira