Dreifarinn

Veisla tamningamanna varð þeim vonbrigði

„Ég get sagt þér það vinur að ég hef ekki mikið álit á svona álappaletingjum. Því þetta er ekkert annað en bévítans leti og ómennska skal ég þér segja,“ sagði Sigurður Jónsson tamningamaður þegar hann hafði samband við Dreifarann á dögunum. Sigurði var mikið niðri fyrir, enda hafði mikil veisla sem hann ætlaði að halda fyrir Félag tamningamanna austan Vatna, nánast farið út um þúfur.
Meira

Finni fær ekki greiddan út Lottóvinninginn

Finni Guðjónsson, eða Finni Helgu eins og flestir þekkja hann, hafði samband við Dreifarann og sagðist ósáttur við Lottó. Hann hringdi strax suður um leið og hann frétti af vinningnum en allt kemur fyrir ekki. „Þau bara neita að greiða mér út vinninginn þetta ... þetta ... þetta fólk!“
Meira

Flippfélag Barðarstrandar kíkir á Krókinn

Hið nýstofnaða Flippfélag Barðarstrandar, á Héraði, sækir Krókinn heim um næstu helgi en meðlimir eru um tíu og allir eiga þeir það sameiginilegt að vera algjörir flipparar.
Meira

Vaknar nýdrepinn á nánast hverjum morgni

Dreifarinn fékk óvænta upphringingu frá Páli Sigurðssyni trésmið á dögunum og var hann vægast sagt óhress. „Já, ég er fullur af vanlíðan og þessi læti þarna í Miðausturlöndum valda mér miklu hugarangri. Ég kvíði því satt best að segja að vakna á morgnana því í hvert skipti sem ég skrúfa frá úvarpinu og fréttalestur hefst þá líður mér eins og það sé búið að drepa mig ítrekað.“
Meira

Lanarar vildu engar breytingar

Helgi Grétar Marteinsson (58), lanari, kom að máli við Dreifarann nú í upphafi verkfalls framhaldsskólakennara og var bæði sár og svekktur. „Ég var með fullmótaðar tillögur varðandi bætta tilhögun í laninu, en ég var formaðu...
Meira

Ólyktarklemman er græja dagsins

Helgi Arinbjörn Baldursson uppfinningamaður hafði samband við Dreifarann með frábæra viðskiptahugmynd. -Það er Þorláksmessa í dag og eins og alkunna er þá eru margir sem taka upp á þeim óskunda að elda sér skötu eða jafnvel b...
Meira

Gemsi kaupir ekki notaða síma

Guðmundur Sigurður Mikaelsson hitti Dreifarann á förnum vegi á dögunum. Vel lá að venju á Gemsa og sagðist hann ánægður með gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Já og sérstaklega er ég ánægður með að þeir hafi ta...
Meira

Ég er bara svo spenntur!

Guðráður Friðrik Jónsson hringdi í Dreifarann í dag og sagðist hreinlega vera að deyja úr spennu. Guðráður hætti að vinna í fyrra, enda kominn á aldur, og hefur einbeitt sér að sjónvarpsglápi. „Já, ég hérna lét mér nú ...
Meira

„Hver vill kaupa óvissu?“ spyr Gunnar Ormur

Gunnar Ormur Bíldal (57) setti sig í samband við Dreifarann á dögunum og sagðist yfir sig hneykslaður. Gormur, eins og hann er oftast kallaður, hefur fengist við eitt og annað í gegnum tíðina. „En síðustu misserin hef ég verið
Meira

Sólbjartur og skýin

Sólbjartur Jakobsson hefur stundað sauðfjárbúskap í yfir 50 ár. Nýlega lét hann af störfum og festi kaup á íbúð í fjölbýlishúsi á Sauðárkróki. Þar ætlar hann að una sér vel á efri árunum og kveðst ætla tileinka sér t...
Meira