Dreifarinn

Villtum ferðamönnum fjölgar

Það hefur færst mikið í aukana að hér á landi finnist villtir ferðamenn. Hafa þeir skotið upp kollinum í flestum landsfjórðungum, hafa mest haldið sig á fjöllum og uppi á hálendinu, en þó hefur einn og einn fundist á láglend...
Meira

Heim-sendirinn nálgast

Út um allan heim er nú varað við heim-sendi, sem vera mun á ferðinni á morgun 21. maí. Mun hann senda heim mat og drykki og fleira sem fólk pantar sér. Eru allir beðnir um að hafa varann á sér og hleypa ekki inn ókunnugum heim-send...
Meira

Rannsakar þorra Hollendinga

Elías Benjamínsson hefur komist að því að Hollendingar halda sinn þorra. Hann hefur stundað rannsóknir á þeirra högum undanfarin ár og sagðist hafa endanlega sannfærst um þetta eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á síðasta ári. ...
Meira

Bíður enn eftir útspili

Kristmann Ísleifsson á Blönduósi sá sig knúinn til að koma því á framfæri við Dreifarann að Guðmann félagi hans Nikulásson, ætti ennþá eftir að koma með útspil í Ólsen-Ólsen þeirra félaga sem dregist hefur á langinn. F...
Meira

Framleiðir lyftistangir til útleigu og sölu

Áslákur Ólafíuson hefur hannað og framleitt lyftistöng sem hann hyggst leiga eða selja til sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem þurfa á slíkri lyftistöng að halda. Hugmyndina fékk Áslákur eftir fréttaflutning í RUV þar...
Meira

Úrkomutilboð í sumar

Á komandi sumri  verður hrint úr vör tilraunaverkefni á vegum Landbúnaðarfélags Norðurlands vestra og afurðastöðva á svæðinu er miðar að því að fá bændur til að vera meira heima við á meðan á slætti stendur og rífandi...
Meira

Uppsögn Sveinbjörns fyrir Félagsdóm

Uppsögn Sveinbjörns Hjartarsonar vinnumanns á bænum Sveinsveri á Skaga mun á næstu vikum verða tekið fyrir í Félagsdómi. Tildrög málsins eru þau að um miðjan nóvember á síðasta ári var Sveinbirni sagt upp störfum án fyrirva...
Meira

Má ekki kalla sig „kall andskota“ í símaskránni

Engilbert Ástráðarson á Sauðárkróki óskaði fyrir skömmu eftir því að fá að bæta starfsheitinu „kall andskoti“ aftan við nafnið sitt í skráningu símaskrárinnar. Því var hins vegar hafnað á þeim forsendum að tunguta...
Meira

Vill ekki að fólk horfi heim til sín

Íbúi á Blönduósi hefur óskað eftir því að fá að setja upp skilti við einbýlishús sitt, þar sem tekið er fram að vegfarendur hafi ekki leyfi til að horfa í áttina að húsnæði eða lóð mannsins. Mun það vera einstakt, að...
Meira

Stofnar grasmótoraleigu

Ármann Ketilsson á Sauðárkróki hefur sett á laggirnar fyrirtæki, sem hann kallar Grasmótoraleiga Ármanns. Tilgangur fyrirtækisins er að leigja út grasmótora til einstaklinga og fyrirtækja, sem vilja fá gras sitt slegið á náttúru...
Meira