Dreifarinn

Una er talnaglögg kona

„Feykir, góðan daginn...“ „Já, góðan daginn, hvar sagðirðu að þetta væri?“ „Hjá Feyki. Get ég eitthvað gert fyrir þig?“ „Já, sæll. Ég ætlaði einmitt að hringja í Feyki.“ „Jæja.“ ...
Meira

Grunsemdir Sigurlaugar eru ekkert minna en hræðilegar

Sigurlaug Axelsdóttir, kirkjuvörður og rollubóndi, hringdi í Dreifarann á dögunum og sagðist vera orðin verulega áhyggjufull. „Já, ég held að hann Palli minn, maðurinn minn sko, sé alveg að missa það. Hann hefur nú alltaf verið upp eins og fjöður á morgnana þó hann hafi nú kannski ekki verið upp á sitt besta svona eftir jólin. En hann hefur nú yfirleitt náð sér á skrið í kringum þorrablótin, mætt með kúffullt trogið og verið kátur. Núna vildi hann ekki hafa neitt með sér nema súrar gúrkur frá ORA. Ég skil þetta bara ekki.“
Meira

Þarf alltaf að vera kynlíf?

Eysteinn Lýðvaldsson hafði samband við Dreifarann á dögunum en hann var þá nýkominn heim úr söluferð um landið. Hann selur bændum og búaliði verkfæri og segist oft eiga góðar samræður við fólk. Þar á meðal um boð og bönn.
Meira

Þingmaður í kasti

Sigrún Gróa Gunnsteins hringdi í Dreifarann snemma á mánudagsmorgni og það er óhætt að segja að hún hafi haft eitt og annað á hornum sér. Sigrún Gróa vann við skrifstofustörf síðustu árin úti á vinnumarkaðnum en var áður verkstjóri í Vinnuskólanum. „Það var nú meira letiliðið í þessum Vinnuskóla,“ segir Gróa og bætir við: „Þessir krakkar halda allir að þeir hafi fæðst með silfurskeið í hendinni. Þetta var ekki svona þegar ég var að alast upp.“
Meira

Þetta eru alltaf sömu vonbrigðin

Elliði Guðjónsson grunnskólakennari setti sig í samband við Dreifarann í gær og er óhætt að fullyrða að hljóðið hafi verið þungt í honum. „Já ég skal nú segja þér það að maður er orðinn langþreyttur á þessu ástandi. Þetta dregur mann bara niður í svartnættið og af og til, af og til sjáðu, hefur verið ljós í myrkrinu en svo hverfur það bara eins og dögg fyrir sólu,“ segir Elliði.
Meira

Leiðari Feykis fær lof

„Já, ég er hérna að hringja út af leiðaranum í síðasta blaði. Þarna þar sem segir að kellingar eigi að halda kjafti. Mikið óskaplega er ég sammála þessu. Ég vil bara þakka ritstjóranum fyrir þessi skrif. Getur þú þakkað honum fyrir mig?“ „Ég get komið því til skila já.“ „Já, mér finnst að konur ekki eiga að vera skipta sér að svona því sem skiptir máli í samfélaginu.Þær hafa ekki vit á þessu... þessu öllu.“
Meira

Guðmundur er orðinn leiður á að láta svindla á sér

„Já, þetta er Guðmundur hérna.“ „Guðmundur?“ „Já einmitt.“ „Hvaða Guðmundur?“ „Það skiptir ekki máli góði.“ „Get ég eitthvað aðstoðað þig Guðmundur?“
Meira

Veisla tamningamanna varð þeim vonbrigði

„Ég get sagt þér það vinur að ég hef ekki mikið álit á svona álappaletingjum. Því þetta er ekkert annað en bévítans leti og ómennska skal ég þér segja,“ sagði Sigurður Jónsson tamningamaður þegar hann hafði samband við Dreifarann á dögunum. Sigurði var mikið niðri fyrir, enda hafði mikil veisla sem hann ætlaði að halda fyrir Félag tamningamanna austan Vatna, nánast farið út um þúfur.
Meira

Finni fær ekki greiddan út Lottóvinninginn

Finni Guðjónsson, eða Finni Helgu eins og flestir þekkja hann, hafði samband við Dreifarann og sagðist ósáttur við Lottó. Hann hringdi strax suður um leið og hann frétti af vinningnum en allt kemur fyrir ekki. „Þau bara neita að greiða mér út vinninginn þetta ... þetta ... þetta fólk!“
Meira

Flippfélag Barðarstrandar kíkir á Krókinn

Hið nýstofnaða Flippfélag Barðarstrandar, á Héraði, sækir Krókinn heim um næstu helgi en meðlimir eru um tíu og allir eiga þeir það sameiginilegt að vera algjörir flipparar.
Meira