Fréttir

Lagfæringar á gervigrasvellinum komnar á fullt

Það horfir til betri vegar á gervigrasvellinum á Króknum en hann varð fyrir skemmdum fyrir um fjórum vikum síðan í all harkalegum vorleysingum. Viðgerðir hófust í gærmorgun en í frétt á síðu Skagafjarðar segir að á meðan á viðgerðum stendur verður hluta vallarins lokað en hægt verður að æfa á þeim hluta sem ekki varð fyrir skemmdum.
Meira

Útboð á nýrri leikskólabyggingu Húnabyggðar

Húnabyggð óskar eftir tilboðum í uppsetningu og afhendingu á ca. 650-700 m2 leikskóla úr húseiningum, timbur- eða gámaeiningum til leigu á lóð við hlið núverandi leikskóla að Hólabraut 17 með kaups­réttar­ákvæðum. Í byggingunni verða fjórar leikskóladeildir.
Meira

Stólastúlkur dottnar út eftir hörkuleik gegn sameinuðum Akureyringum

Tindastóll og Þór/KA mættust á Dalvíkurvelli í hádeginu í dag í fyrsta leiknum í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Nokkur vindur var og einstaka slyddubakki gekk yfir Eyjafjörðinn meðan á leik stóð og lék vindurinn nokkuð hlutverk í því hvernig leikurinn þróaðist. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og leiddu gestirnir í Þór/KA 1-2 í hálfleik en ekki tókst liðunum að skora í þeim síðari þrátt fyrir sénsa á báða bóga.
Meira

Framkvæmdir við smábátahöfnina á Sauðárkróki

Á Sauðárkróki er nú unnið að undirbúningi fyrir malbikun á svæðinu við smábátabryggjuna í samræmi við samþykkt deiluskipulags Sauðárkrókshafnar.
Meira

Fyrsti sigur Húnvetninga í hús í 2. deildinni

Fyrsti sigurleikur Kormáks/Hvatar kom á Dalvík í gærkvöldi þegar Húnvetningar sóttu heim Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Stigin þrjú voru Húnvetningum kærkomin eftir töp í fyrstu tveimur umferðunum í 2. deildinni. Lokatölur 0-3.
Meira

Ánægjuleg niðurstaða ársreiknings Skagafjarðar

Ársreikningur Skagafjarðar fyrir árið 2023 var samþykktur samhljóða við síðari umræðu í sveitarstjórn sl. miðvikudag. Í frétt á heimasíðu Skagafjarðar segir að niðurstaðan sé ánægjuleg, rekstrarafgangur samstæðunnar var samtals að upphæð 123 milljónir króna, afborganir langtímalána voru hærri en taka nýrra lána annað árið í röð og skuldahlutfall og skuldaviðmið lækkuðu einnig annað árið í röð, auk þess sem eiginfjárhlutfall og handbært fé í árslok hækkuðu á milli ára.
Meira

Söfn í þágu fræðslu og rannsókna | Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag

Yfirskrift safnadagsins í ár, „Söfn í þágu fræðslu og rannsókna“, snýr að mikilvægi menningarstofnana þegar kemur að því að bjóða upp á heildræna fræðslu og tækifæri til þekkingaröflunar. Eins og segir á heimasíðu FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnamanna): „Söfn þjóna samfélaginu sem kraftmiklar fræðslumiðstöðvar, þar sem þau glæða forvitni, sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Nú í ár er vakin athygli á þætti safna í að styðja við rannsóknir og skapa vettvang til að kanna og deila hugmyndum. Hvort sem viðfangið er saga eða listir, tækni eða vísindi, þá eru söfn vel í stakk búin til að efla skilning og þekkingu okkar á heiminum í gegnum fræðslu og rannsóknir.“
Meira

Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga slitið

Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga var slitið í gær við athöfn í Blönduóskirkju en alls voru það 18 nemendur sem luku stigs- og áfangaprófum og átta nemendur luku grunnprófi þetta vorið. Það hefur verið líf og fjör í skólanum undanfarnar vikur, fernir tónleikar verið haldnir á Blönduósi og Skagaströnd sem tókust afskaplega vel.
Meira

Sumaropnun á Gránu Bistro, Retro Mathúsi og í Jarlsstofu 

Sumarið er komið og nú opna fleiri og fleiri veitingastaðir dyr sínar fyrir svöngum túristum og heimafólki sem er spennt fyrir fjölbreytni í úrvali veitingastaða. Nú um helgina verður opið hjá Retro Mathúsi á Hofsósi, Jarlsstofa restaurant í kjallara Hótel Tindastóls er með kvöldopnun og Grána Bistro verður með opið föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld.
Meira

Kurteisi kostar ekkert | Leiðari 18. tölublaðs Feykis

Flokkspólitísk dagblöð voru lenskan framan af síðustu öld. Stjórnmálaflokkarnir voru lengi vel fjórir og hver og einn hafði sína málpípu þar sem réttu skoðanirnar voru predikaðar – í raun bergmálshellir þeirra tíma. Framsóknarmenn lásu Tímann, kratar Alþýðublaðið, kommar Þjóðviljann og íhaldið Moggann.
Meira