Fréttir

Uppselt á tónleikana

Þann 23. október sl. hefði Stefán R. Gíslason tónlistarkennari, kórstjóri og organisti í Varmahlíð orðið sjötugur. Þann sama dag sagði sr. Gísli Gunnarsson á Hólum frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði ákveðið, í samráði við fjölskyldu Stefáns, að stofna minningarsjóð í hans nafni.  Minnigartónleikar verða haldnir í kvöld í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn og uppselt er á tónleikana.
Meira

„Jakkaföt, vesti og slaufa og að sjálfsögðu var maður með strípur“

Ragnar Smári Helgason ólst upp í Dalatúninu á Króknum og Hamri í Hegranesi en býr í Lindarbergi á Hvammstangi í Vestur-Húnavatnsýslu ásamt Kolbrúnu konu sinni og þremur börnum. Ragnar Smári vinnur hjá Vinnumálastofnun/Fæðingarorlofs-sjóði á Hvammstanga. Hann sagði Feyki örlítið frá þessum degi í lífi hans.
Meira

Fermist í hvítum blúndukjól og Jordans skóm

Arney Nadía Hrannarsdóttir býr á Skagaströnd og foreldrar hennar eru Alexandra Ósk Guðbjargardóttir og Hrannar Baldvinsson. Sr. Guðni Þór Ólafsson sér umferminguna sem verður í Hólaneskirkju þann 8. júní.
Meira

Myndi bjóða LeBron James í veisluna

Jón Karl Brynjarsson verður fermdur af sr. Höllu Rut Stefánsdóttur þann 24. apríl í Reynistaðarkirkju. Foreldrar Jóns Karls eru Brynjar Sindri Sigurðarson og Guðrún Helga Jónsdóttir í Miðhúsum í Akrahreppi.
Meira

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti er í dag og óskar Feykir lesendum gleðilegs sumars. Þessi fallegi dagur virðist ætla að bjóða upp á ágætis veður, hitinn á Norðurlandi vestra víðast hvar milli 6-7 stig, hæg breytileg átt og bjartviðri, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu en að fagna komu sumars með því að stökkva í stuttbuxur eða hvað, kannski þeir allra hörðustu, og kíkja á þá viðburði sem eru á dagskrá sem eru reyndar ekki margir en nokkrir þó.
Meira

Miðasalan hefst í dag

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir nú næskomandi sunnudag 27.apríl leikritið „Flæktur í netinu“ í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Miðasala hefst í dag, miðvikudag á tix.is.
Meira

Faxi er kominn heim

Að morgni dags 21. júlí 2023, sagði Feykir frá því að Faxi hafi tekið á flug á vit nýrra ævintýra. Næsti áfangastaður var Reykjavík þar sem hann var gerður sýningarhæfur og hafður á sýningu á Korpúlfsstöðum. Þegar þeirri sýningu lauk hélt hann til Þýskalands þar sem færa átti kappann í brons áður en hann kæmi aftur heim á Sauðárkrók. 
Meira

Rafrænt Sjónhorn kom út í dag

Vegna mikillar eftirspurnar var tekin ákvörðun um að gefa út rafrænt eintak af Sjónhorni fyrir Sjónhornþyrsta fólkið á svæðinu. Þetta blað fer því ekki inn um lúgurnar í pappírsformi - það verður einungis hægt að skoða það á netinu. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að gefa út prentað blað er sú að frídagar í þessari viku gerðu það að verkum að ekki var hægt að setja blaðið upp né dreifa því á tilsettum tíma.
Meira

Landsnet með opinn fund í Eyvindarstofu á Blönduósi miðvikudaginn 30. apríl kl. 16

Þann 30. apríl nk. verður Landsnet með opinn fund í Eyvindarstofu á Blönduósi kl. 16:00 þar sem farið verður yfir og kynnt hvernig þau ætla að byggja upp öflugt, sveigjanlegt og sjálfbært flutningskerfi fyrir framtíðina. Þessi fundur er einn af átta sem Landsnet verður með í ferð sinni um landið þar sem þau ætla að ræða við fólk, svara spurningum og hlusta. Þetta er opið samtal og þú ert hluti af því. 
Meira

Vorfagnaður í Árgarði

Laugardaginn 26. apríl nk. kl 20:00 verður vorinu fagnað í Árgarði. Til stendur að borða saman kótilettur með tilheyrandi meðlæti. Tala, syngja og dansa saman inn í nóttina.
Meira