Fréttir

Danni Gunn á leið til Sviss

Daníel Gunnarsson á Miðsitju sem er félagi í hestamannafélaginu Skagfirðingi hefur verið valinn í íslenska landliðið í hestaíþróttum sem er á leið á heimsmeistarmótið í Sviss sem hefst 4. ágúst. Daníel mun keppa þar í skeiðgreinum með hryssuna Kló frá Einhamri. Daníel er ekki ókunnur heimsmeistaramótum því hann keppti á síðasta móti í Hollandi með hryssuna Einingu frá Einhamri þar sem þau lentu í 2.sæti í 250m. skeiði.
Meira

Bríet frábær í Gránu

Tónlistarkonan góðkunna Bríet hélt tónleika á Króknum í gærkvöldi ásamt meðspilurum sínum þeim Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari. Heimamaðurinn Atli Dagur hitaði upp.
Meira

Fjórhjól fyrir Magga

Ungmennafélagið Neisti á Hofsósi ætlar halda utan um skemmtilegan og nauðsynlegan viðburð 14. ágúst. Viðburðurinn kallast: Hjólað um Skagafjörð-Áheitasöfnun.
Meira

Loks mátti lið Akureyringa lúta í gras á Króknum

Það urðu talsvert tíðindi í kvöld þegar lið Tindastóls tók á móti vinum okkar í Þór/KA í Bestu deildinni í knattspyrnu. Stólastúlkur höfðu aldrei borið sigurorð af grönnum sínum í leik á Íslandsmóti en á því varð kærkomin breyting og þetta var enginn heppnissigur. Heimaliðið skapaði sér betri færi í leiknum með góðri pressu og snöggum og hnitmiðuðum skyndisóknum á meðan að gestirnir voru meira með boltann en sköpuðu fá ef einhver færi. Lokatölur 2-0 og þrjú góð stig í sarpinn.
Meira

Þrír golfarar GSS hafa farið holu í höggi að undanförnu

Það þykir jafnan fréttnæmt að golfarar fari holu í höggi og þó Feykir hafi í raun ekki mikið fyrir sér í þetta skiptið þá má ætla að margir golfarar fari í gegnum ævina án þess að þessi draumur rætist. Það er því nokkuð magnað að nú síðustu tíu daga hafa þrír félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar náð að láta drauminn rætast.
Meira

Munum leiðina, vitundarvakning um Alzheimer

Alzheimersamtökin hafa unnið að aukinni vitundarvakningu um Alzheimer um langt árabil. Liður í því er átakið Munum leiðina sem felst í því að koma upp fjólubláum bekkjum í sveitarfélögum víða um land en fjólublár er alþjóðlegur litur Alzheimer sjúk­dóms­ins og annarra heila­bil­un­ar­sjúk­dóma.
Meira

Opið hús hjá Nes listamiðstöð á sunnudag

Öllum er velkomið að kíkja við í kaffi í Nes listamiðstöð á Skagaströnd nú á sunnudaginn en opið hús verður þar frá kl. 16-18. Níu listamenn dvelja nú á Skagaströnd og þróa og stunda list sína sem er af margvíslegum toga. teikningar, málun, vaxþol litun (rōzome), pin-holuljósmyndun, textagerð, ljóðlist, kvikmyndagerð og skúlptúr ásamt öðrum miðlum.
Meira

Akureyringarnir koma!

Það er leikur í kvöld. Grannar okkar frá Akureyri, lið Þórs/KA, mæta á Krókinn og spila við Stólastúlkur í Bestu deildinni en þetta er fyrsti leikur liðanna að loknu EM fríi. „Leikirnir við Þ/K undanfarin ár hafa verið mjög skemmtilegir og spennandi oft á tíðum. Síðustu tvö ár höfum við gert jafntefli hér á heimavelli á móti þeim svo við vonumst til að geta breytt því í sigur í dag,“ sagði Donni þjálfari þegar Feykir spurði hann út í viðureignina.
Meira

Tindastóll semur við nýja Íslendinginn

Stjórn körfuknattleikdeildar Tindastóls situr aldeilis ekki auðum höndum. Núna hefur hún framlengt samning við Davis Geks. Þess má geta að Geks fékk nýverið íslenskan ríkisborgararétt og óskar Feykir honum hjartanlega til hamingju með það.
Meira

Úlfur Úlfur í sveitinni, ástarljóð til Skagafjarðar

Skagfirski hipp hopp dúettinn Úlfur Úlfur sem eru þeir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, hafa gefið út 5 laga EP. plötu sem nefnist „Svarti skuggi.”Þeir félagar voru í viðtali hjá Kristjáni Frey í þættinum Sumarmorgnar á rúv/rás2 á dögunum. Feykir greip niður í þetta ágæta viðtal þar sem þeir tala fyrst um fyrsta lagið sem þeir gáfu út af plötunni, Sumarið:
Meira