Stólastúlkur höfðu betur í grannaslagnum í VÍS bikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
15.12.2025
kl. 09.43
Það var bikarsunnudagur í Síkinu í gær og það voru stelpurnar sem runnu á vaðið upp úr seinna kaffi. Gestirnir voru skærrauðir Þórsarar frá Akureyri en þær hafa verið að brillera í 1. deildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Liðin buðu upp á spennandi leik en lið Tindastóls leiddi nánast allan tímann. Tapaðir boltar reynust gestunum dýrkeyptir og það fór svo að Stólastúlkur unnu leikinn 102-92 og já, Marta átti enn einn stórleikinn.
Meira
