Fréttir

Stólastúlkur höfðu betur í grannaslagnum í VÍS bikarnum

Það var bikarsunnudagur í Síkinu í gær og það voru stelpurnar sem runnu á vaðið upp úr seinna kaffi. Gestirnir voru skærrauðir Þórsarar frá Akureyri en þær hafa verið að brillera í 1. deildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Liðin buðu upp á spennandi leik en lið Tindastóls leiddi nánast allan tímann. Tapaðir boltar reynust gestunum dýrkeyptir og það fór svo að Stólastúlkur unnu leikinn 102-92 og já, Marta átti enn einn stórleikinn.
Meira

Yfir fannhvíta jörð leggur frið

Hann tók allt í einu upp á því að fara að snjóa í gær hér á Norðurlandi vestra. Ekki reyndust það nú nein ósköp, það var alla jafna logn og snjórinn féll niður nánast í snefilmagni en jörð varð hvít og kannski eins og við viljum hafa hana á þessum árstíma. Vegir eru allir færir en engu að síður ýmist hálka eða snjóþekja á vegum. Verið er að moka Öxnadalsheiði en veður er víðast hvar skaplegt – ef ekki allsstaðar.
Meira

Skagfirski Kammerkórinn heimsækir Blönduós

Þriðjudaginn 16.desember verða jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins í Blönduóskirkju og hefjast tónleikarnir kl.20.
Meira

Falleg nýárstónleikadagskrá í boði listrænna hjóna

Á nýju ári fá landsmenn að njóta vandaðrar kvikmynd–tónleikadagskrár þar sem íslenskar kirkjur og náttúra eru í aðalhlutverki. Verkefnið ber heitið Nýárstónleikar úr kirkjum og náttúru Suðurlands og er unnið af listrænu hjónunum Alexöndru Chernyshovu, sópran og tónskáldi, og Jóni Rúnari Hilmarssyni, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni, í samstarfi við menningar- og fræðslufélagið DreamVoices ehf.
Meira

Kostur að niðurstaðan var afgerandi, segir Unnur Valborg

Líkt og Feykir sagði frá í gærkvöldi þá höfnuðu íbúar Húnaþings vestra og Dalabyggðar sameiningu í íbúakosningum sem lauk í gær. Niðurstöðurnar voru býsna afgerandi en í Húnaþingi vestra sögðu 73,8% nei. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra í gærkvöldi hvers vegna hún telji að íbúar hafi hafnað sameiningu.
Meira

Bikarsunnudagur í Síkinu

Karla- og kvennalið Tindastól eru bæði í eldlínunni í dag, sunnudag, en þau eiga bæði leiki í 16 liða úrslitum VÍS-bikarkeppninnar. Stelpurnar hefja leik kl 16:30 og spila gegn Þór Akureyri en strákarnir hefja svo leik kl 19:30 þeir spila þegar Hamarsmenn úr Hveragerði mæta galvaskir til leiks.
Meira

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðild­ar­viðræður. Við för­um alltaf í þjóðar­at­kvæðagreiðslu á und­an. Og það er mik­il mála­miðlun af okk­ar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Meira

Eyðir nánast öllum sínum frítíma í hesthúsinu

Greta Berglind Jakobsdóttir er íþróttagarpur vikunnar í Feyki og á það sameiginlegt með síðasta garpi Feykis að vera skagfirsk hestastelpa sem býr í Garðakoti í Hjaltadal. Greta Berglind er dóttir Katharinu Sommermeier sem alltaf er kölluð Rína og Jakobs Smára Pálmasonar og á hún einn yngri bróður sem heitir Anton Fannar. Greta gekk í leikskóla á Sauðárkróki en flutti svo í Hjaltadalinn sumarið áður en hún hóf skólagöngu fyrst í Grunnskólanum á Hólum og líkur nú grunnskólagöngunni í vor frá Grunnskóla austan Vatna.
Meira

Sameiningartillagan var felld

Síðustu rúmu tvær vikurnar hefur staðið yfir kosning um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra, Síðasti kjördagur var í dag og liggja niðurstöður fyrir. Sameiningu var hafnað í báðum sveitarfélögunum.
Meira

Væri til í útitónleika með Billie Eilish á Svalbarða | ANNA KRISTÍN

Hún er alin upp á Brandsstöðum í Blöndudal, dóttir Jóhönnu Helgu frá Móbergi í Langadal og Brynjólfs frá Austurhlíð í Blöndudal. Hún er fædd árið 1996 býr á Brekkunni á Blönduósi með sínum ekta manni Gunnari Inga Jósepssyni og heitir Anna Kristín Brynjólfsdóttir. Aðal hljóðfæri Önnu er röddin, segist vera sígólandi en á engu að síður að baki níu ára nám á píanó og notar þetta tvennt yfirleitt saman.
Meira