Geðlestin stoppar í Gránu í Gulum september
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
09.09.2025
kl. 15.41
Geðlestin verður á Sauðárkróki í Gulum september, nánar tiltekið þriðjudaginn 23. september kl. 20:00 í Gránu. Gulur september er forvarnarátak sem er ætlað að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Geðhjálp býður öllum til samtals um geðrækt og mikilvægi hennar út lífið og að eiga saman góða stund sem lýkur með stuttum tónleikum þeirra félaga Emmsjé Gauta og Þormóðs. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og með‘í.
Meira