Fréttir

Andstaða í kerfinu og þar við situr

Feykir sagði frá því í gær að Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hafi tekið þá ákvörðun að Háholt kæmi ekki til greina sem neyðarvistun fyrir börn. Fram kom að mjög strangar kröfur eru til húsnæðis sem ætlað er til neyðarvistunar barna, kröfur sem húsnæðið í Háholti uppfylli ekki nema með miklum framkvæmdum. Feykir bar þetta undir Einar E. Einarsson forseta sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Meira

Rocky Horror í Hofi um helgina

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullar leiksýningar og fara nú í Hof á Akureyri með Rocky Horror.
Meira

„Ég hef trú á getu okkar til að ná árangri“

„Ég er mjög bjartsýnn á þennan hóp stráka. Við erum að koma seint saman en á þeim stutta tíma sem við höfum verið saman höfum við stigið stór skref í rétta átt,“ segir Dominic Furness, þjálfari Kormáks Hvatar þegar Feykir spurði hann hvort hann teldi að hópurinn hans væri að smella saman fyrir sumarið.
Meira

Dýrbítur í Austurdal

Refur lagðist á lömb á Stekkjarflötum í Austurdal, (Austurdalur er talinn byrja við Grjótá, svo bærinn telst ekki til Kjálka) í vikunni og urðu bændur þess varir aðfaranótt þriðjudags að lömb væru farin að hverfa af túninu og ummerki um aðfarir rebba sáust.
Meira

Gjaldfrjáls garðlönd Skagafjarðar

Garðlönd sveitarfélagsins á Sauðárkróki, Varmahlíð (upp við Reykjarhólsskóg) og Hofsósi (Grafargerði) verða til reiðu á næstu dögum og gaman að segja frá því að þetta er á sömu staðsetningum og síðast.
Meira

Allir að róa í sömu átt

Í gærkvöldi varð ljóst hverjir andstæðingar Tindastóls verða í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfunni. Þá áttust Stjarnan og Grindavík við í oddaleik en leikir liðanna höfðu verið æsispennandi og það varð engin breyting á því í gær. Það var lið Stjörnunnar sem hafði betur eftir dramatík í lokin. Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Stjörnunnar verður í Síkinu á fimmtudaginn.
Meira

Háholt er ekki heldur inni í myndinni hjá Guðmundi Inga

Ráðherra barnamála, Guðmundur Ingi Kristinsson, er á sömu skoðun og fyrrverandi barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varðandi vistun barna í Háholti í Skagafirði og telur Háholt ekki koma til greina sem meðferðarheimili fyrir börn. Í frétt á vef RÚV segir að neyðarvistun, afplánun og gæsluvarðhald verði áfram á Stuðlum.
Meira

Söngskemmtun á Löngumýri

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun á Löngumýri í Skagafirði sunnudaginn 11. maí 2025 kl. 15:00. Aðgangur kr. 3.000,- enginn posi. Verið velkomin. Stjórnin
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra í úrslit

Það má segja að mjótt hafi verið á munum þegar Grunnskóli Húnaþings vestra sigraði í sínum riðli í Skólahreysti í síðustu viku. Lið skólans hlaut 42 stig og komst áfram í úrslit Skólahreystis.
Meira

Umhverfisdagur á Skagaströnd 8. maí

Fimmtudaginn 8. maí kl. 16:00 - 18:00 ætla Skagstrendiingar að taka saman höndum og týna rusl í bænum sínum. „Við ætlum að hittast í áhaldahúsinu þar sem skipað verður í leitir (ruslaleitir) og afhentir pokar. Allir sem vettlingi geta valdið, fullorðnir sem börn, eru hvattir til að koma og taka þátt,“ segir í skilaboðum frá Helenu Mara, Sigríði Björk og Gígju Heiðrúnu á vef Skagastrandar.
Meira