Fréttir

Það er ekki nokkur maður að gleyma leiknum í kvöld

Við minnum enn og aftur á leikinn í kvöld! Já einmitt, það er þriðji leikur Tindastóls og Álftaness í undanúrslitum Bónus deildar karla í kvöld og hefst kl. 19:15.
Meira

Ótrúlegt en satt sýnd í Króksbíó 1. maí

Stuttmyndin Ótrúlegt en satt eftir Ásthildi Ómarsdóttur, sem er kvikmyndagerðarkona frá Sauðárkróki, verður sýnd fimmtudaginn 1. maí kl. 16:00 í Króksbíó á Sauðárkrókii. Myndin vekur upp mikilvægar spurningar um virðingu og mannúð á dvalarheimilum. Myndin var valin besta stuttmyndin á leiklistarbraut Kvikmyndaskóla Íslands við útskrift skólans í lok síðasta árs og leikur Ásthildur aðalhlutverkið. Í öðrum helstu hlutverkum eru Vigdís Hafliðadóttir, Sólveig Pálsdóttir og Magnús Orri Sigþórsson.
Meira

Húnvetningum spáð falli en eru hvergi bangnir

„Við erum langminnsta félagið í deildinni. Við erum með svo margar áskoranir sem við verðum að sigrast á. Hópurinn á svo stuttan tíma saman á undirbúningstímabilinu í samanburði við hin liðin. Svona er þetta bara og við tökum áskoruninni af alefli," segir Dominic Furness í spjalli við Fótbolta.net en miðillinn spáir liði Kormáks Hvatar neðsta sætinu í 2. deild á komandi keppnistímabiii sem hefst nú í vikulokin en lið Húnvetninga spilar við KFA í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn.
Meira

Vel heppnað Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju

Það var hugljúf og falleg stund í Sauðárkrókskirkju mánudagskvöldið 28. apríl þegar hið árlega Kirkjukvöld var haldið. Gestir kvöldsins voru rúmlega 100 manns og var dagskráin glæsileg að vanda. Sr. Karl Matthíasson tók fyrstur til máls og kynnti lögin eitt af öðru, eins og honum einum er lagið, en það var Kirkjukór Sauðárkrókskirkju sem hóf sönginn. Stjórnandi kórsins var að þessu sinni Helga Rós Indriðadóttir og spilaði Rögnvaldur Valbergsson organisti á hljómborð og Sigurður Björnsson var á trommum. Einsöngvarar kvöldsins voru þær Lára Sigurðardóttir og Guðrún Jónsdóttir.
Meira

SSNV krefur stjórnvöld um að hraða uppbygginu vega í landshlutanum

Á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem haldið var á Sauðárkróki 9. apríl voru ýmsar ályktanir samþykktar. Þar á meðal ein er varðar vegasamgöngur í landshlutanum en í henni er þess krafist að stjórnvöld hraði uppbyggingu vega á Norðurlandi vestra og tryggi að stofn- og tengivegir í landshlutanum verði færðir upp í forgang í samgönguáætlun ríkisins, með skýrri framkvæmdaáætlun og tryggu fjármagni.
Meira

Herramenn snúa aftur til fortíðar

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að hin ástsæla hljómsveit, Herramenn, hyggur á tónleikahald nú um miðjan maí, nánar tiltekið föstudags- og laugardagskvöldin 16. og 17. maí nk. í Ljósheimum. Miðar eru þegar farnir í sölu á Tix.is og strákarnir farnir að spila sig saman og rifja upp ekkert svo gamla takta. Þessu má auðvitað enginn missa af og því vissara að tryggja sér miða í tíma.
Meira

Þriðji leikurinn í kvöld... ÁFRAM TINDASTÓLL!

Það er leikur í dag, þriðji leikurinn, hjá strákunum í Tindastól á móti Álftanesi og byrjar hann á slaginu 19:15 í Síkinu. Ef þú ert ekki búin/n að tryggja þér miða á Stubb þá skaltu fara í að drífa í því áður en það verður uppselt. En Sigríður Inga var örlítið fyrr á ferðinni með dagskrá dagsins en fyrir síðasta leik og ekki seinna vænna en að við hjá feykir.is birtum hana hér.... við skulum sjá hvað hún segir...
Meira

„Sveitarfélögin eru um margt lík hvað varðar uppbyggingu og atvinnuhætti“

Umræða um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar rt nú í fullum gangi. Svo virðist sem töluverð hákvæðni ríki um að ferlinu verði fram haldið. Magnús Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokks í Húnaþingi vestra, er formaður verkefnisstjórnar óformlegra viðræðna fyrir hönd Húnaþings vestra og lagði Feykir fyrir hann nokkrar spurningar. Var hann m.a. spurður hvort hann teldi íbúa spennta fyrir sameiningu en þar vitnaði hann í orð hins þjóðkunna sr. Baldur heitinn í Vatnsfirði: ,,Í þessu máli er vissara að hafa tvær skoðanir.““
Meira

Setning Sæluviku Skagfirðinga 2025 og endurgerð Faxa | Einar E. Einarsson skrifar

Ég vil byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs sumars á þessum fallega degi sem jafnframt er síðasti sunnudagur aprílmánaðar, en hann hefur verið upphafsdagur Sæluviku Skagfirðinga í um 30 ár. Sæluvika Skagfirðinga á sér hins vegar mun lengri sögu, en heimildir herma að Sæluvikan hafi orðið til í framhaldi af svokölluðum sýslunefndarfundum sem haldnir voru einu sinni á ári með Sýslumanni og helstu forsvarsmönnum allra hreppa í Skagafirði.
Meira

Forsætisráðherra heimsækir Skagafjörð

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra býður til opins fundar í Skagafirði mánudaginn 28. apríl. Ráðherra verður einnig með erindi á kirkjukvöldi á Sauðárkróki sama dag í tilefni Sæluviku. „Það hefur gefið mér mikið síðustu misseri að halda opna fundi með fólki um allt land og ég vil halda því áfram eins og ég get í nýju embætti. Ég hlakka til að koma í Skagafjörðinn og eiga opið og milliliðalaust samtal um það sem brennur helst á heimamönnum,“ segir Kristrún.
Meira