feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
01.09.2025
kl. 12.20
bladamadur@feykir.is
2. deild, meistaraflokkur karla.
Tap gegn toppliðinu á heimavelli
Kormákur Hvöt tók á móti toppliði 2. deildar, Þrótti Vogum, á Blönduósvelli í gær. Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik og það gerðu gestirnir. Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik, gestirnir skoruðu eitt mark og lokatölur 2-0 fyrir Þrótt. Kormákur Hvöt er á lygnum sjó í deildinni, situr í sjötta sæti eða um miðja deild með 29 stig. Aðeins eru tveir leikir eftir af Íslandsmótinu, heimaleikur næstkomandi laugardag gegn KFG og útleikur gegn Hetti/Huginn. Leikurinn á laugardaginn hefst klukkan 14.
Meira