Fréttir

Af mannheimum og veðurguðum

Ekki eru öll kurl komin til grafar eftir fárviðrið sem skall á landinu í síðustu viku. Enn eru íbúar á Norðurlandi, hvar höggið var þyngst, að kljást við truflanir í raforkukerfinu, lagfæra skemmdir á munum og búnaði og bregðast við tjóni vegna rekstrarstöðvunar. Ljóst er að afleiðingarnar eru miklar og víðtækar. Raforkukerfið brást og aðrir innviðir, eins og fjarskiptakerfið, fóru í kjölfarið sömu leið. Það er staðreynd að mikil almannahætta skapaðist á stóru svæði hjá fjölda fólks um alltof langan tíma. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar unnu engu að síður magnað þrekvirki og það er þeim að þakka að ekki fór verr.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Í dag, miðvikudaginn 18. desember, klukkan 19-21 munu listamenn desembermánaðar hjá Nesi listamiðstöð á Skagaströnd bjóða til opins húss. Þar verður gestum boðið upp á að skoða fallega hönnun, teikningar, prentanir og máluð verk. Einnig ætlar Adriene Jenik að bjóða upp á „loftslags framtíðarspá“ með ECOtarot spili. Klukkan 20:30-21:00 býður Julie Thomson gesti velkomna til þátttöku í Yoga Nidra. Þá verða teknar léttar teygjur og slökun til að hjálpa gestum að ná góðum nætursvefni.
Meira

Headphone-inn þurfti alltaf að vera tengdur / BEGGI ÓLA

Þorbergur Skagfjörð Ólafsson, búsettur í Kópavogi, fæddist 1974 og er Jobbi eins og hann segir sjálfur, kallaður Beggi Óla. Hann ólst upp á Sauðárkróki til 14 ára aldurs hjá ömmu og afa, Svövu og Begga Jóseps á Grundarstígnum. Pabbi hans er Óli Begga, húsasmiður á Trésmiðjunni Björk. Beggi spilar á trommur og slagverk.
Meira

Kaupa vatnsdælu í stað pakkaskipta

Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla á Skagaströnd ætla að breyta út af vananum á litlu jólunum og sleppa pakkaskiptum. Í staðinn leggur hvert heimili til 1000 krónur í söfnun fyrir vatnsdælu hjá UNICEF.
Meira

Rabb-a-babb 181: Alexandra sveitarstjóri

Nafn: Alexandra Jóhannesdóttir. Starf / nám: Sveitarstjóri á Skagaströnd / Lögfræðingur. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Mjög líklega Gullbylgjuna. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er mjög óþolinmóð og óhandlagin sem fer illa saman. Enda get ég aldrei hengt neitt upp eða lagað á heimilinu nema eyðileggja eitthvað í leiðinni.
Meira

Fákar og fólk – Svipmyndir úr hestamennsku í 30 ár

Eiríkur Jónsson sem hóf að mynda hesta fyrir alvöru sumarið 1979 varð fljótt iðinn við myndatökur á hestamótum og tók þá einkum ljósmyndir fyrir greinar sem hann skrifaði fyrir Vísi og síðar DV, en að auki ritaði hann greinar í ýmis sérblöð og ritstýrði öðrum.
Meira

Ekkert óeðlilegt við leik ÍR og Tindastóls

Uppi varð fótur og fit í lok síðustu viku eftir að kvisast hafði út að grunur væri um veðmálasvindl tengt leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla sem fram fór sl. fimmtudag. Vísir.is greindi strax frá því að leikmenn Tindastóls lægju undir grun þó hvergi hafi komið fram einhver rökstuðningur varðandi það, aðeins að lið Tindastóls tapaði leiknum en það hefur reyndar komið fyrir áður að leikir hafi tapast í Breiðholtinu.
Meira

Vinnuvikan stytt til reynslu í leikskólum Skagafjarðar

Það er mikið framfaramál að Sveitarfélagið Skagafjörður stefni að styttingu vinnuvikunnar á sínum vinnustöðum og vel til fundið að hefja slíkt verkefni í leikskólunum. Það lögðum við í VG og óháðum til vorið 2018 og ennfremur að vinnuvika starfsmanna yrði stytt í 36 stundir á viku, án þess þó að skerða þjónustu á nokkurn hátt. Í áformum VG og óháðra lögðum við áherslu á sveigjanleika fyrir starfsfólk og að komið væri til móts við hvern og einn starfsmann eins og hægt sé. Þannig væru fundnar leiðir sem allir gætu sæst á.
Meira

Bjóða fram áfallahjálp í Húnavatnssýslum

Samráðshópur um áfallahjálp í Húnavatnssýslum kom saman til fundar sl. mánudag í kjölfar óveðurs og rafmagnsleysis í héraðinu. Í hópnum sitja fulltrúar RKÍ, þjóðkirkju, félagsþjónustu, heilsugæslu og lögreglu. Í yfirlýsingu frá samráðshópnum koma fram kærar þakkir til allra viðbragðsaðila fyrir vel unnin störf en ljóst þykir að þeir hafi unnið þrekvirki við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill hópurinn þakka íbúum fyrir stuðning og hjálpsemi við náungann, sem einkenndist af samstöðu og samkennd.
Meira

Rauð viðvörun!

Í ljósi atburða síðustu viku og að samfélagið í Skagafirði er að komast í eðlilegt horf, sem og á landinu öllu, þykir rétt að endurmeta stöðuna. Í aðdraganda þessara eftirminnilegu viku var spáð rauðri viðvörun á Norðurlandi vestra og því alveg ljóst í hvað stefndi – Óveður!
Meira