Fréttir

Veður og færð gæti versnar í dag

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Strandir og Norðurland vestra, Suðausturland og Miðhálendi en búist er við austan hvassviðri eða stormi upp úr hádegi og fram að miðnætti í dag. Austan 15-25 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll og þar má búast við allt að 40 m/s í vindhviðum. Skafrenningur og varasöm akstursskilyrði.
Meira

Um veðurboða - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Í morgun leit ég yfir veðurspá næstu viku, sem varla er í frásögu færandi, en fór í kjölfarið að velta fyrir mér hvernig fólk spáði fyrir um veður fyrir tíma veðurfrétta. Eftir umhleypingasamar vikur vitum við hvað það getur verið þægilegt og jafnvel nauðsynlegt að vita á hvaða veðri er von.
Meira

Tveir góðir fiskréttir á lönguföstu

Eftir ótal bollu bolludag þjóðarinnar og einhver ósköp af saltkjöti og baunum er okkur víst vænst að snúa okkur að aðeins léttara fæði enda hefst páskafastan að afloknum þessum óhófsdögum. Þá áttu menn, í kaþólskum sið, að gæta hófs í mat og drykk. Það er því ekki úr vegi að birta tvær fiskuppskriftir sem eru reyndar alveg dýrindismatur.
Meira

Fáein orð um reiðfatnað :: Kristinn Hugason skrifar

Í þessari grein langar mig til að taka smá sveig í umfjöllun minni um sögu og þróun hestamennsku og keppni á hestum hér á landi og víkja ögn að þróun reiðfatnaðar. Ekki ætla ég hér að fara djúpt í efnið eða að hverfa langt aftur í tímann en í hinni stórfróðlegu bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Reiðtygi á Íslandi um aldaraðir, sem út kom hjá Máli og mynd árið 2002, er gamla tímanum gerð góð skil og mun ég síðar víkja að því og gera þessu efni frekari skil. Enda er það svo víðfeðmt að ekki verður afgreitt í einni stuttri grein. Núna langar mig hins vegar til að tæpa á fáeinum seinni tíma sögupunktum.
Meira

Kórónaveiran greinist á Íslandi

Í dag greindist fyrsta staðfesta tilfellið af COVID-19 kórónaveirunni á Íslandi og hefur hættustig almannavarna verið virkjað vegna þess. Greint hefur verið frá því að íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir veirunni. Maðurinn er ekki alvarlega veikur en sýnir dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms sem eru hósti, hiti og beinverkir.
Meira

Diskótímabilið í uppáhaldi / RÚNA STEFÁNS

Úrslitakvöld Söngvakeppninnar 2020 er næstkomandi laugardagskvöld og þar flytur m.a. stúlka að nafni Nína lagið ECHO. Nína á ættir að rekja norður í Miðfjörð en hún er dóttir söngkonunnar Rúnu Gerðar Stefánsdóttur og þótti Feyki alveg gráupplagt að forvitnast aðeins um Rúnu og var hún því að sjálfsögðu plötuð í að svara Tón-lystinni.
Meira

Vefráðstefna SSNV - Er vinnustaðurinn bara hugarástand?

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, stóðu fyrir vefráðstefnuninni Er vinnustaður bara hugarástand? í gær, fimmtudaginn 27. febrúar. Ráðstefnan var hluti af verkefninu Digi2Market sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun og miðar að því að efla dreifðari byggðir með því að nýta stafrænar lausnir almennt.
Meira

Jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verði flýtt um áratug

Í morgun voru kynntar tillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í innviðum í jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku og kom þar fram að þeim verður flýtt um áratug. Hópurinn var skipaður í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum.
Meira

Nýtt bókasafn Höfðaskóla

Í haust fagnaði Höfðaskóli á Skagaströnd 80 ára afmæli og hefur það lengi verið draumur nemenda og starfsfólks að taka bókasafnið í gegn, kaupa þar inn ný húsgögn og gera það eftirsóknarverðara fyrir nemendur. Á heimasíðu skólans segir að sá draumur hafi orðið að veruleika þegar Sveitarfélagið Skagaströnd gaf skólanum ný húsgögn á bókasafnið í afmælisgjöf.
Meira

Vinnustofur um mat úr héraði á Norðurstrandarleið

Á næstunni verða haldnar á Norðurlandi vinnustofur sem ætlað er að styrkja samstarf milli framleiðenda og þeirra sem selja veitingar og matvæli á Norðurstrandarleiðinni. Þær eru ætlaðar eigendum veitingastaða og kaffihúsa, matreiðslufólki og framleiðendum matvæla og verða haldnar á sex stöðum víðs vegar um Norðurland.
Meira