Fréttir

Penninn á lofti hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls. Tess áfram í Síkinu og fleiri heimastúlkur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við fjóra leikmenn til viðbótar hjá meistaraflokki kvenna sem munu spila með liðinu á næsta tímabili.
Meira

Jóhann Björn gat ekki hlaupið vegna meiðsla á síðasta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna

Frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum 2019 lauk í Svartfjallalandi sl. föstudag með frábærum árangri Íslands. Þrenn gullverðlaun, fern silfurverðlaun og sex bronsverðlaun hjá íslensku keppendunum á lokadegi. Jóhann Björn Sigurbjörnsson hafði unnið sér inn sæti í úrslitum en gat ekki hlaupið vegna meiðsla.
Meira

Björgum kirkjugarðsveggnum

Stjórn Kirkjugarðs Blönduóss vinnur hörðum höndum við að bjarga kirkjugarðsveggnum frá eyðileggingu en í honum er listaverk mótað í steypuna eftir myndlistamanninn Snorra Svein Friðriksson frá Sauðárkróki. Á Húna.is kemur fram að verkefnið sé dýrt og þess vegna leitar stjórnin eftir stuðningi frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum undir kjörorðinu góða, „margt smátt gerir eitt stórt.“
Meira

Stólastúlkur komnar í átta liða úrslitin í Mjólkinni

Í dag fór fram síðasti leikurinn í 16 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Þá mættust lið Augnabliks og Tindastóls innanhúss í Fífu þeirra Kópavogsbúa. Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 1-2 og eru því komnar í átta liða úrslit í Mjólkurbikarnum sem er frábær árangur. Tvö lið úr Inkasso-deildinni eru í 8 liða úrslitunum, lið ÍA, en annars eru það aðeins Pepsi-deildar lið sem verða í pottinum góða þegar dregið verður á morgun.
Meira

Norðurstrandarleið vörðuð listrænu rusli - Misgóð mæting í fjörurnar

Um síðustu helgi voru íbúar Norðurlands vestra hvattir til að taka þátt í verkefni þar sem lista- og vísindasmiðjur fóru í fjörur á hinni nýju Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way upp á enska tungu, og mynduðu vörður úr rusli sem tínt var til.
Meira

Brilli okkar aftur heim í Vesturbæinn

Það var mikil spenna og talsverð gleði hjá stuðningsmönnum Tindastóls fyrir um ári síðan þegar ljóst var að áttfaldur Íslandsmeistari og Stólabaninn Brynjar Þór Björnsson, hefði ákveðið að söðla um, segja skilið við lið KR og ganga til liðs við Tindastól. Nú ári síðar hefur Brilli ákveðið að ganga á ný til liðs við sína gömlu félaga en í liðinni viku var tilkynnt að hann væri búinn að semja við lið KR.
Meira

Ekki náðu Stólarnir í stig í Garðabænum

Tindastólsmenn sóttu heim liðsmenn Knattspyrnufélags Garðabæjar í gær í fimmtu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Hingað til höfðu Stólarnir ekki enn nælt í stig í deildinni og því miður varð engin breyting á því en strákarnir eru þó farnir að koma boltanum í mark andstæðinganna þannig að það hlýtur að styttast í betri fréttir af liðinu. Lokatölur leiksins voru 4-2.
Meira

Beikonvafðir þorskhnakkar og uppáhaldsísinn

Borghildur Heiðrún Haraldsdóttir og Gunnlaugur Agnar Sigurðsson voru matgæðingar í 20. tbl. Feykis 2017. Þau búa á Hvammstanga þar sem Borghildur starfar á leikskólanum Ásgarði og Agnar sem verktaki við ýmis verk. Börnin eru samtals sjö þannig að heimilið er stórt, fjörugt, gefandi og gleðjandi. „Við erum orðin spennt fyrir sumrinu sem er reyndar löngu komið á Hvammstanga og ætlum við að vera dugleg að njóta, grilla og borða ís,“ sögðu þau á vormánuðum 2017.
Meira

Ertu þátttakandi í samfélaginu þínu? - Áskorandi Hugrún Sif Hallgrímsdóttir Skagaströnd

Mér þykir afskaplega vænt um nærsamfélagið mitt. Ég velti því oft fyrir mér með hvaða hætti fólk getur látið gott af sér leiða og hvað það er sem gerir manneskju að góðum og virkum samfélagsþegn.
Meira

Af gömlum bílum og aðdáendum þeirra - Gunni Rögg skrifar um sérvitringafund í Skagafirði

Það er sérstök kúnst að búa til mikið úr litlu, en sumum er það lagnara en öðrum. Því var það að lítil hugmynd sem bryddað var upp á skömmu fyrir jól varð að veruleika laugardaginn 6. apríl þegar hópur áhugafólks um gamla bíla úr Eyjafirði heimsótti samskonar sérvitringa í Skagafirði.
Meira