Fréttir

Heilsugæslan verið efld til muna

Framlög ríkisins til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins jukust um 24% á árabilinu 2017 – 2020, eftir því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins. Aukningin til Landspítala nam um 12% á sama tímabili, 8% til Sjúkrahússins á Akureyri og 10% að meðaltali til heilbrigðisstofnananna sex sem starfa um allt land.
Meira

María Finnbogadóttir sigraði á ungverska meistaramótinu

Skíðakonan skagfirska, María Finnbogadóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, gerði það gott í gær þegar hún sigraði í svigi á ungverska meistaramótinu fyrir 16-20 ára keppendur. Mótið er haldið í St. Lambrecht í Austurríki.
Meira

Nýr starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki

Ingi Vífill Guðmundsson, hefur verið ráðinn á starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki. Sagt er frá því á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að Ingi Vífill hafi reynslu á rekstri sprotafyrirtæka og nýsköpunar á sviði markaðs- og kynningarmála og sé með fjölbreytta menntun og er meðal annars grafískur hönnuður.
Meira

Komugjöld á heilsugæslu lækka

Þann 1. janúar sl. lækkuðu almenn komugjöld í heilsugæslu úr 1.200 krónum í 700 krónur og á sama tíma hækkaði gjaldskrá vegna annarrar heilbrigðisþjónustu um 2,5%. Bótafjárhæðir slysatrygginga almannatrygginga og dagpeningar sjúkratryggðra hækkuðu um 3,2%.
Meira

Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra

Föstudaginn 17. janúar klukkan 18:00 býður Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga áhugasömum til fyrirlesturs um lýðheilsu í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga.
Meira

Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu

Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er. Ótrúlegt er að sjá fjölbreytni og sérstöðu þeirrar þjónustu sem í boði er.
Meira

Rás 1 liggur niðri í Húnaþingi og hluta Skagafjarðar og Strandasýslu

Útsendingar Rásar 1 liggja niðri á stóru svæði á Norðurlandi, frá Hrútafirði til innsta hluta Skagafjarðar. Á vef Ríkisútvarpsins segir að ekki sé vitað hvenær viðgerð ljúki en vegna veðurs verði það aldrei fyrr en seinni partinn á morgun, miðvikudag. Rás 2 er inni og virk á þessu svæði.
Meira

Afleitt veður og færð í dag

Vetrarfærð og vonskuveður er nú á nánast öllu landinu og eru gular og appesínugular viðvaranir í gildi í öllum landshlutum. Á Norðurlandi vestra hafa flestir vegir verið ófærir í morgun og er svo enn um alla fjallvegi en flestir vegir á láglendi eru orðnir færir þó færðin sé misgóð og veður vont. Í Húnavatnssýslum eru Skagastrandarvegur og vegurinn um Langadal ófærir. Í Skagafirði er vegurinn utan Hofsóss ófær en snjóþekja eða þæfingur á flestum öðrum vegum.
Meira

Umfang mengunar vegna bensínleka skoðað á Hofsósi

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar sem haldinn var í gær var lögð fram til kynningar bókun byggðarráðs varðandi tillögu um vettvangsferð í Hofsós til að skoða umfang mengunar í jarðvegi vegna bensínleka sem varð úr tönkum N1 og komst upp í desember.
Meira

Skellur í Sláturhúsinu

Kvennalið Tindastóls heimsótti Keflavík sl. laugardag en þar tóku heimastúlkur á móti þeim í 47. leik 1. deildar kvenna á þessu tímabili. Það var ekki gestrisninni fyrir að fara í Sláturhúsinu frekar en fyrri daginn og réðust úrslitin í raun strax í fyrri hálfleik en heimastúlkur leiddu þá 45-23. Staðan hvorki versnaði né bestnaði í síðari hálfleik og lokatölur 80-58.
Meira