Fréttir

„Lengst af voru engar græjur til heima“ / ÞORGEIR TRYGGVA

Sá er svarar Tón-lystinni að þessu sinni er kannski best þekktur fyrir að smyrja bókmenntaáhuga þjóðarinnar með smitandi lestrargleði í Kiljuþáttum Egils Helgasonar. Það er Þingeyingurinn Þorgeir Tryggvason, býr í reykvísku póstnúmeri, sem tókst að heilla Skagfirðinga á dögunum með því að gangast við því að geta rekið ættir sínar í Skagafjörðinn þegar hann var að tjá sig um nýjustu bók Kristmundar Bjarnasonar frá Sjávarborg.
Meira

Háskólinn á Hólum hlýtur styrk úr Byggðarannsóknasjóði

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Siglufirði þann 11. apríl sl. var kynnt hvaða verkefni fengju styrk úr Byggðarannsóknasjóði að þessu sinni. Verkefnin þrjú sem hlutu styrk eru rannsóknir sem lúta að minjavernd og ferðaþjónustu, landbúnaði og búsetuskilyrðum. Frá þessu er sagt á vef Byggðastofnunar.
Meira

Stólastúlkur efstar í sínum riðli

Kvennalið Tindastóls mætti liði Fjölnis úr Grafarvogi á gervigrasinu á Króknum nú á sunnudaginn í lokaleik liðanna í Lengjubikarnum. Bæði lið áttu möguleika á að enda í efsta sæti í 1. riðli C deildar kvenna en Fjölnisstúlkur urðu þó að vinna leikinn en jafntefli dugði liði Tindastóls. Eftir hörkuleik þá fór að stelpurnar skiptust á jafnan hlut. Lokatölur 2-2.
Meira

Góður íbúafundur um skólabyggingu í Húnaþingi

Íbúafundur um fyrirhugaða viðbyggingu við grunnskóla Húnaþings vestra og lóðarskipulag var haldin í félagsheimili Hvammstanga þann 10. apríl sl. Samkvæmt heimasíðu Húnaþings vestra mættu um 40 manns á fundinn. Magdalena Sigurðardóttir og Gunnhildur Melsted, arkitektar hjá VA arkitektum voru með kynningu á viðbyggingu við grunnskólann en vinna við hönnun á innra skipulagi hefur verið í gangi frá áramótum og stendur nú yfir kynningarferli á tillögunni.
Meira

Sýndarveruleiki meirihluta

Fyrir rúmlega ári síðan sendi undirrituð fyrirspurn til Byggðarráðs Skagafjarðar og óskaði eftir að fá nánari upplýsingar um samninga þá sem Sveitarfélagið hafði gert við fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. Svar meirihluta Byggðarráðs var á þá leið að samningur við Sýndarveruleika ehf. væri viðskiptasamningur og því trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna (sjá fundargerð Byggðarráðs þann 5. apríl 2018).
Meira

Lykilleikmenn skrifa undir hjá Tindastól

Á dögunum skrifuðu lykilleikmenn meistaraflokks karla í körfubolta undir nýja samninga við lið Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil. Þar með er allri óvissu eytt um þá ungu leikmenn sem ósjaldan hafa verið orðaðir við skólagöngu syðra og liðsskiptingu sem óhjákvæmilega fylgdu með. Óhætt er að segja að hér sé um gleðitíðindi að ræða enda öfluga heimamenn um að ræða sem hafa verið í lykilhlutverki fyrir Tindastól á undanförnum árum.
Meira

Skíðavertíðinni lokið í Tindastól – Engin skíðahátíð um páskana

Nú er útséð með það að ekkert verður úr páskagleðinni sem vera átti á skíðasvæði Tindastóls og formlegri vígslu nýju lyftunnar frestað enn einu sinni. Viggó Jónsson, staðarhaldari, segir allan snjó horfinn og ekkert hægt við því að gera. „Gríðarleg vonbrigði og mikið fjárhagslegt tjón,“ segir hann.
Meira

Viltu vera með sölubás, opna vinnustofu eða veita afslátt á Prjónagleði?

Prjónagleði verður haldin á Blönduósi nú um hvítasunnuhelgina, 7.-10. júní. Er þetta í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og er það Textilmiðstöð Íslands ásamt samstarfsaðilum á Blönduósi sem að henni stendur.
Meira

Anna Dóra Antonsdóttir skrifar um Skárastaðamál

Út er komin hjá bókaforlaginu Espólín bókin Þar sem skömmin skellur - Skárastaðamál í dómabókum eftir Önnu Dóru Antonsdóttur. Sagan gerist í Miðfirði upp úr miðri 19. öldinni og fjallar um sakamál sem kennt hefur verið við bæinn Skárastaði í Austurárdal. Bókin byggir á dómabókum og fleiri samtímaskjölum en þar sem gögnum sleppir tekur höfundurinn við og fyllir upp í eyðurnar, eins og segir á heimasíðu forlagsins.
Meira

Ég er bara röflandi kerling!

Sem fv. íbúi Skagafjarðar og fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar þar, langar mig að rita nokkur orð um störf embættismanna sem starfa hjá sveitarfélaginu. Aðgengismál hafa verið mér hugleikin frá því að fv. eiginmaður minn, hlaut mænuskaða eftir vinnuslys árið 2011 og var hjólastóll því hluti að mínu lífi um tíma.
Meira