Fréttir

Íþrótta- og útivistardagur grunnskólanna í Húnavatnssýslum

Grunnskólarnir í Húnavatnssýslum héldu sinn árlega íþrótta- og útivistardag á Blönduósi í gær. Þangað mættu um 150 nemendur 7.-10. bekkja Blönduskóla, Höfðaskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra og vörðu deginum saman við alls kyns hreyfingu og útivist.
Meira

Stóðhestaveisla og skagfirsk ræktun

Annað kvöld, 13.apríl, verður blásið til stórhátíðar í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki þegar glæstir og hátt dæmdir stóðhestar ásamt gæðingum úr skagfirskri ræktun koma fram en það eru Hrossarækt ehf og Hrossaræktarsamband Skagafirðinga sem standa að sýningunni.
Meira

Ársmiði í Glaumbæ

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Byggðasafni Skagfirðinga að þegar lögheimilisíbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar kaupa sér aðgangsmiða á safnið í Glaumbæ gildir miðinn í eitt ár frá kaupum hans óháð fjölda heimsókna. Með þessu er vonast til að fólk venji komur sínar sem oftast á safnið, mæti á viðburði með fjölskyldu og gesti, og taki þannig virkari þátt í starfsemi safnsins.
Meira

Eitt stórt klúður eða mörg smá?

Send voru til samþykktar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síðustu viku, drög að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun 2019 sem gerir ráð fyrir því að fjárfesting eignasjóðs hækki um 97,5 mkr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Í frétt á vef Feykis er farið yfir stöðu mála og rætt við oddvita Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn. Þar þykir mér vera farið heldur frjálslega með staðreyndir málsins, og gefið í skyn að einungis sé um 15% umfram kostnað á verkefninu að ræða. Að því tilefni ætla ég að fara yfir nokkrar staðreyndir málsins.
Meira

Heilbrigðisráðherra úthlutar fé til heilbrigðisstofnana

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið skiptingu rúmlega 420 milljóna króna af fjárlögum sem varið verður til að efla tækjakost heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni þar sem endurnýjunarþörf er orðin brýn.
Meira

Lionsklúbbur Skagafjarðar og ábúendur að Goðdölum hlutu Landgræðsluverðlaun 2019

Í gær voru Landgræðsluverðlaunin afhent í 29. sinn á ársfundi Landgræðslunnar á Grand Hótel í Reykjavík. Landgræðsluverðlaunin eru veitt árlega einstaklingum og félagasamtökum sem hafa unnið að landgræðslu og landbótum. Lionsklúbbur Skagafjarðar og ábúendur að Goðdölum í Skagafirði fengu verðlaun ásamt Fjörulöllum í Vík.
Meira

Freyja Rut og Helgi Sæmundur ráðin að 1238

Stefnt er að því að sýningin 1238 – Baráttan um Ísland opni í næsta mánuði og er undirbúningur nú í fullum gangi fyrir opnun sýningarinnar. Sagt var frá því á Facebooksíðu 1238 rétt í þessu að gengið hafi verið frá ráðningu tveggja vakststjóra við sýninguna, þeirra Freyju Rutar Emilsdóttur og Helga Sæmundar Guðmundssonar.
Meira

Fatasöfnun vegna komu flóttamanna frá Sýrlandi

Húnavatnssýsludeild Rauða krossins leitar nú til almennings eftir fatnaði og húsgögnum vegna móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fatnað vanti á fullorðna í ýmsum stærðum og einnig barnafatnað; skólatöskur, íþróttatöskur, íþróttafatnað og skófatnað fyrir eftirtalinn aldur. Stelpur 8, 10, 12 og 17 ára og strákar 2, 3, 7, 10, 11, 12. 13 og 14 ára. Fötin þurfa að vera heil og hrein.
Meira

Ný verk hækka kostnað við Aðalgötu 21

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku voru lögð fram drög að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun 2019 sem gerir ráð fyrir því að fjárfesting eignasjóðs hækki um 97,5 mkr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Fulltrúi Byggðalistans telur um mikla framúrkeyrslu að ræða en búast má við um 30 m.kr. umframkostnaði.
Meira

Kiwanisklúbburinn Drangey færði íbúum á hjúkrunar- og dvalardeildum HSN spjaldtölvur

Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði ákváðu að láta íbúa á hjúkrunar- og dvalardeildum HSN á Sauðárkróki njóta góðgerðaverkefnis febrúarmánaðar 2019 en þann 13. mars sl. afhenti klúbburinn HSN fjórar spjaldtölvur með fylgihlutum til nota fyrir íbúa deildanna.
Meira