Fréttir

Samið við Vinnuvélar Símonar vegna hitaveitu og strenglögn

Í lok síðasta mánaðar voru opnuð tilboð í vinnuhluta verksins „Hofsós - Neðri Ás vinnuútboð 2019, hitaveita og strenglögn,“ hjá Sveitarstjórn Skagafjarðar. Tvö tilboð bárust í verkið; frá Steypustöð Skagafjarðar og Vinnuvélum Símonar. Gert er ráð fyrir um 47 tengingum í þessum áfanga og er vatnsþörfin í kringum 3,8 l/sek. og er viðbót við veitukerfið frá Hrolleifsdal.
Meira

Átaksverkefni Sveitarfélagsins Skagastrandar

Á morgun, fimmtudaginn 11. apríl, býður Sveitarfélagið Skagaströnd til tveggja funda um atvinnumál í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf. Fundirnir verða haldnir í félagsheimilinu Fellsborg, sá fyrri klukkan 18-19, og er hann ætlaður starfandi fyrirtækjum og frumkvöðlum. Seinni fundurinn er ætlaður öllum íbúum sveitarfélagsins og fer hann fram klukkan 19-22. Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér átaksverkefnið.
Meira

Hluti Borðeyrar skilgreint sem verndarsvæði í byggð

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögu sveitarstjórnar Húnaþings vestra um að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 en bréf þess efnis var lagt fram á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra á mánudag.
Meira

Tónadans býður til vorhátíðar

Vorhátíð Tónadans fer fram í dag miðvikudaginn 10. apríl kl. 17 í Miðgarði. Fram koma nemendur Tónadans á vorönn en það erum um 70 nemendur. Í tilkynningu frá Tónadansi segir að á dagskránni sé meðal annars jassballett, kórsöngur, strengjaleikur og bjölluspil. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Meira

Snjólaug María íþróttamaður USAH

Ársþing Ungmannasambands Austur-Húnvetninga var haldið að Húnavöllum sl. sunnudag, 7. apríl, og var það 102. þing sambandsins. Vel var mætt til fundar en allir þingfulltrúar sem rétt áttu til setu á þinginu, 35 talsins, voru mættir, og gengu þingstörf vel fyrir sig.
Meira

220 kíló fuku á þremur mánuðum

Lífsstílsáskorun Þreksports hófst 7. janúar sl. og stóð yfir í tólf vikur þar sem fólki gafst kostur á að stíga sín fyrstu skref í átt að bættum lífsstíl. Síðasti dagur áskorunarinnar var svo föstudaginn 29. mars, nákvæmlega þremur mánuðum seinna sem endaði á smá lokahófi áskorunar og árshátíð Þreksports.
Meira

Húnvetningar syngja í Seltjarnarneskirkju

Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra, heldur sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 13. apríl kl. 16.00. Dagskráin er fjölbreytt en flutt verða verk allt frá perlum óperubókmenntanna yfir í hugljúfa gimsteina íslenskra sönglaga.
Meira

Drangey aflahæst togara í mars

Togari Fisk Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK 2, heldur áfram að fiska vel og var aflahæstur allra togara landsins í mars, annan mánuðinn í röð. Heildaraflinn var 1188,4 tonn í sjö löndunum en Drangey var ein þriggja togara sem fóru yfir eitt þúsund tonnin. Á Aflafréttum.is kemur fram að stærsti túrinn hafi verið fullfermi eða 247 tonn og vekur athygli hversu stuttur hann var.
Meira

14 bækur Trausta endurútgefnar ókeypis á netinu

Trausti Valsson prófessor, er þekktur fyrir hugmyndir sínar og bækur um skipulag, framtíðarmál og hönnun. Margar bóka hans hafa lengi verið ófáanlegar. Netið býður núorðið upp á þann stórkostlega möguleika, að endurútgefa bækur í rafrænu formi. Þetta hefur Trausti nú gert með allar 14 bækur sínar, og birt ásamt völdum greinum og ítarefni á heimasíðu sinni við HÍ og býður öllum til frjálsra og ókeypis afnota. (Ath: Þegar nafn hans er googlað birtist heimasíðan efst).
Meira

Samningar og samvinna

Stór skref voru stigin við undirskrift lífskjarasamninga í vikunni sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um með stuðningi stjórnvalda. Þetta er liður í breiðri sátt til áframhaldandi lífskjara til rúmlega þriggja ára. Þessi samningur er ný nálgun á þeirri staðreynd að lífkjör á vinnumarkaði kemur við alla þjóðina og því verða stjórnvöld að vera í sama takti svo vel takist. Aðkoma stjórnvalda að lífskjarasamningi felur í sér fjölmargar leiðir sem slær taktinn með aðildarfélögum vinnumarkarins til að viðhalda stöðuleika.
Meira