Fréttir

Nýmæli í nýrri reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra

Sjúkratryggingar greiða fargjald eins fylgdarmanns með konu sem þarf að ferðast til að fæða barn á heilbrigðisstofnun samkvæmt nýrri reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands sem tók gildi 1. janúar sl. Á vef stjórnarráðsins segir að um nýmæli sé að ræða og sömuleiðis þau ákvæði þar sem komið er til móts við ferðakostnað nýrnasjúkra sem þurfa á reglubundinni blóðskilunarmeðferð að halda.
Meira

Appelsínugul viðvörun

Lítið lát virðist ætla að verða á óveðurslægðunum sem ganga yfir landið þessa dagana. Nú hefur Veðurstofa Íslands sent frá sér appelsínugula viðvörun fyrir stóran hluta landsins og tekur hún gildi kl. 14:00 í dag á Norðurlandi vestra.
Meira

Góðar gjafir til HSN á Blönduósi

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi byrjuðu árið með því að afhenda Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Blönduósi formlega nýjan meðferðarbekk og æfingatæki að andvirði kr. 974.396.
Meira

Sterkur sigur Stólanna á Njarðvíkingum

Lið Tindastóls og Njarðvíkur mættust í Síkinu í gærkvöldi í fjörugum leik. Liðin voru jöfn í 3.-4. sæti Dominos-deildarinnar fyrir leikinn, bæði með 16 stig, en lið Tindastóls hafði unnið viðureign liðanna í Njarðvík í haust og gat því styrkt stöðu sína í deildinni með sigri. Stólarnir náðu yfirhöndinni strax í upphafi leiks og leiddu allan leikinn og lönduðu sterkum sigri eftir efnilegt áhlaup gestanna á lokakaflanum. Lokatölur 91-80.
Meira

Tveir gómsætir kjúklingaréttir

Matgæðingar vikunnar eru þær Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir og Díana Dögg Hreinsdóttir. Þær búa á Sauðárkróki og eiga tvær dætur, sex og tveggja ára. Dúfa vinnur hjá Steinull en Díana í íþróttahúsinu. Þær segjast ætla að gefa okkur uppskriftir að tveimur réttum sem séu mikið eldaðir á þeirra heimili, kannski vegna þess að Dúfa elskar kjúkling.
Meira

Gult ástand og mikil hálka á vegum

Nú er allvíða slæmt veður á landinu en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendi. Gert er ráð fyrir batnandi veðri síðdegis og heldur rólegra veður á morgun, sunnudag. Suðvestan hvassviðri eða stormur er á Norðurlandi vestra með éljum og skafrenningi. Lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði. Holtavörðuheiði lokuð vegna þverunar flutningabíls.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Ípishóll eða Íbishóll í Seyluhreppi.

Ekki hefi jeg getað fundið eldri heimildir fyrir nafninu en frá 15. öld. En telja má víst, að jörð þessi sje bygð nokkrum öldum fyr. Í jarðaskrá Reynistaðaklausturs árið 1446 (Dipl. Ísl. IV., bls. 701) er nafnið ritað Ypershol. En tæplega verður mikið bygt á þeim rithætti, því að jarðaskráin er mjög norskuskotin og nöfnin afbökuð, t.d. Rögladal fyrir Rugludal, Rökerhole fyrir Reykjarhóli, Ravn fyrir Hraun o.s.frv. Einstöku nöfn eru rétt rituð.
Meira

Hálendisþjóðgarður – opinn kynningarfundur í Húnavallaskóla

Kynningarfundur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, um áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs, verður haldinn á morgun, sunnudaginn 12. janúar, kl. 16:00 í Húnavallaskóla. Um er að ræða fund sem til stóð að halda 7. janúar sl. en fresta þurfti vegna veðurs.
Meira

Tvær rútur enduðu utan vegar í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra

Seinni partinn í dag varð alvarlegt umferðarslys á þjóðvegi 1, skammt sunnan Blönduóss er hópbifreið endaði utanvegar og valt. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang og hafa farþegar verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Samkvæmt Facbooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru einhverjir slasaðra fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Þjóðvegur 1. var lokaður vegna þessa.
Meira

Njarðvíkingar á leiðinni á Krókinn

Lið Tindastóls og Njarðvíkur mætast að öllum líkindum í Síkinu í kvöld í 13. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Eftir því sem Feykir kemst næst þá er lið Njarðvíkinga komið langleiðina á Krókinn og dómararnir loks lagðir af stað eftir að hafa verið stopp vegna lokunar á þjóðvegi 1 í Kollafirði.
Meira