Fréttir

Israel Martin og Tindastóll skilja að skiptum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Israel Martin, þjálfari meistaraflokks karla, hafa komist að samkomulagi um að hann hætti sem þjálfari liðsins. Í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að ákvörðunin hafi verið tekin í mestu vinsemd og báðir aðilar fari sáttir frá borði.
Meira

Ársfundur Byggðastofnunar haldinn á Siglufirði

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Siglufirði sl. fimmtudag, 11. apríl. Á fundinum flutti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ávarp þar sem hann fjallaði meðal annars um samgöngumál, byggðaáætlun og nýtt Byggðamálaráð. Einnig tilkynnti hann um nýja stjórn Byggðastofnunar en nýr formaður stjórnar er Magnús B. Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri á Skagaströnd, sem tekur við af Illuga Gunnarssyni sem nú lætur af störfum eftir tveggja ára formennsku.
Meira

Silfur og brons á Íslandsmóti yngri flokka í júdó

Íslandsmót yngri flokka í júdó var haldið í Laugabóli í Reykjavík sl. laugardag. Tindastóll átti þrjá fulltrúa á mótinu af rúmlega hundrað keppendum. Mótið er venjulega það fjölmennasta ár hvert og markar lok keppnistímabilsins á Íslandi. Rúmlega hundrað keppendur mættu til leiks og keppt var í þyngdar- og aldursflokkum.
Meira

Vatnavextir í Vatnsdal

Húni.is segir frá því að Vatnsdalur standi svo sannarlega undir nafni í dag. flæðir Vatnsdalsá yfir bakka sína svo um munar enda verið hlýtt í veðri og leysingar miklar en hitinn mun hafa farið í 16 stig í gær og var sólbráð mikil. Höskuldur B. Erlingsson á Blönduósi skoðaði aðstæður í dalnum í morgun og tók nokkrar myndir með flygildinu sínu. Að sögn Höskuldar flæðir vatn yfir tún og engi í neðri hlta dalsins og yfir veginn norðan við Hvamm á u.þ.b. 50 m kafla. Einnig er vegurinn í sundur niður að Undirfellsrétt.
Meira

„Við verðum að horfa fram á veginn“

Það er óhætt að fullyrða að stuðningsmenn og leikmenn Tindastóls hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum þegar liðið tapaði oddaleiknum gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar nú á dögunum. Þrettán stigum undir þegar fjórar mínútur voru eftir af fimmta leik liðanna tókst Þórsurum það sem átti eiginlega ekki að vera hægt; að snúa leiknum á hvolf og vinna sigur í leik sem var ekkert annað en fáránlegur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara Tindastóls, Israel Martin.
Meira

Út við himinbláu sundin - Viltu vinna þér inn miða

Þann 25. apríl verða haldnir tónleikar á Mælifelli á Sauðárkróki sem bera heitið Út við himinbláu sundin. Kvöldið eftir, þann 26., verða þeir endurteknir í Hofi á Akureyri og þangað gætir þú farið á frímiða.
Meira

Hakk, kjúlli og Lava bomba

Matgæðingar vikunnar í 14. tbl. Feykis 2017 voru þau Ólafur Rúnarsson og Kristín Kristjánsdóttir á Hvammstanga. „Við fluttum í Húnaþing vestra fyrir nokkrum árum og erum bæði starfandi tónlistarskólakennarar og tónlistarmenn. Það var mikið gæfuspor að flytja hingað því hér er gott að vera,“ segir Ólafur en þau hjónin búa á Hvammstanga. „Ekki ætlum við að koma með uppskrift að þriggja rétta máltíð þar sem svoleiðis gerist sjaldan hjá okkur. Frekar ætlum við að deila með ykkur réttum sem vinsælir eru á okkar heimili."
Meira

Köngulóin - Áskorendapenninn Jessica Aquino Hvammstanga

Ég var sex ára þegar ég féll fyrir töfrum náttúrunnar í fyrsta sinn. Pabbi minn sýndi mér kónguló sem sat ofan á stórum, hvítum og loðnum eggjapoka. Ég fylgdist með þegar hann potaði varlega í pokann með litlu priki. Þegar það nálgaðist sekkinn sá ég kóngulóna lyfta framfótunum til að verja fjársjóð sinn.
Meira

Skíði, skíði og skíði

Nú fer að styttast í páskahelgina og þá er tilvalið að fyrir fjölskyldur, nú eða einstæðinga, að skella sér á skíði á nýjasta skíðasvæði landsins, í Tindastól. Þar er páskadagskráin tilbúin og verður ansi heitt í kolunum í orðsins fyllstu merkingu.
Meira

Brynjar Þór kveður lið Tindastóls

Feyki barst rétt í þessu fréttatilkynning frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls þar sem fram kemur að stórskyttan Brynjar Þór Björnsson hafi óskað eftir að fá sig lausan af samningi við KKD Tindastóls af persónulegum ástæðum. Brynjar söðlaði um síðasta sumar og skipti úr meistaraliði KR yfir í Síkið til Maltbikarmeistara Tindastóls.
Meira