feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.11.2019
kl. 08.46
Tveir rjúpnaveiðimenn á Norðurlandi vestra þurftu að sjá á bak veiði sinni og skotvopnum er þeir komu af veiðum um síðastliðna helgi þar sem þeir höfðu ekki gild veiðikort til að framvísa til lögreglu. Lögreglan á Norðurlandi vestra heldur uppi öflugu eftirliti með rjúpnaveiðum og ræddi um síðustu helgi við marga veiðimenn og athugaði með réttindi þeirra, skotvopn o.fl. að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira