Fréttir

Auðlindir skulu vera í þjóðareign

Landsstjórn og þingflokkur Framsóknar hélt sinn árlega sameiginlega vinnufund á Sauðárkróki um helgina. Þar var m.a. ályktað um að flutningskostnaður raforku verði jafnaður á kjörtímabilinu, sem er ein af mikilvægustu byggðaaðgerðum sem ráðast þarf í. „Framsóknarflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um að í landinu búi ein þjóð sem þarf að hafa jafnan aðgang að grunnþjónustu og þarna er mikilvægt skref stigið í þá átt,“ segir í ályktuninni.
Meira

Spæjaraskólinn tekur til starfa - Ráðgátur fyrir 9-12 ára krakka

Spæjaraskólann, sem er leikur fyrir 9-12 ára krakka, er hægt að fá inngöngu í á netinu á slóðinni radgatur.is. Þar er hægt að gerast áskrifandi að ráðgátum eða sögum sem aðalpersónurnar, Klara Sif og Atli Pawel, lenda í. Aðstæður eru ætíð dularfullar og þurfa þau aðstoð áskrifenda til að leysa gátuna. Í hverjum kassa má finna inngang að sögu kassans og nokkrar þrautir og verkefni sem þarf að leysa til að komast að lausn gátunnar. Á bak við Spæjaraskólann stendur þriggja manna teymi sem legi hefur haft áhuga á alls konar ráðgátum.
Meira

Spínatsalat og japanskur kjúklingaréttur

Matgæðingar í 33. tbl ársins 2017 voru þau Kristín Ingibjörg Lárusdóttir sem er innfæddur Blönduósingur og Gunnar Kristinn Ólafsson sem kemur frá Hvolsvelli. Þau eiga fjögur börn og búa á Blönduósi þar sem þau eiga Ísgel ehf. ásamt bróður Kristínar og mágkonu. Gunnar starfar hjá Ísgel en Kristín er leiðbeinandi í Blönduskóla.
Meira

„Maður og náttúra, nýtilkominn sambúðarvandi“ - Áskorendapenninn Hörður Ríkharðsson Blönduósi

Ef það er um það bil þannig að maðurinn í núverandi mynd sinni hafi komið fram fyrir fáum milljónum ára, ekki tekið sér fasta búsetu og hafið ræktun lands fyrr en fyrir 10.000 árum og ekki innleitt tækni né hafið eiginlega auðlindanýtingu og orkubrennslu í stórum stíl fyrr en undir 1800 þá verður að segjast að allt hefur verið að gerast á síðustu 200 árum eða svo.
Meira

Upptaka af sýndarréttarhöldum í máli sakborninga í Illugastaðamorðunum aðgengileg á vefnum

Nú má nálgast upptöku af af „nýjum réttarhöldum“ í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttir sem dóm hlutu í hinum svo kölluðu Illugastaðamálum. Voru Friðrik og Agnes dæmd til dauða fyrir morðin á Nathani Ketilssyni og Pétri Jónssyni og hálshöggvin á Þrístöpum 12. janúar 1830 en Sigríður send í ævilanga fangelsisvist í Kaupmannahöfn. Frá þessu segir á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Breytingar á umferðarhraða á Blönduósi

Lögreglustjóri hefur ákveðið, í samræmi við tillögur sveitarstjórnar Blönduósbæjar, að umferðarhraði á flestum götum bæjarins verði færður niður í 35 km/klst. Einnig verði regla um hægri rétt á Mýrarbraut afnumin en biðskylda komi í staðinn og stöðvunarskylda sett á gatnamót Hnjúkabyggðar og Aðalgötu.
Meira

Leikskólum í Austur Húnavatnssýslu færðir Leikum og lærum með hljóðin

Í tilefni af 30 ára starfsafmæli Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings færði hún nýverið öllum leikskólum í Austur Húnavatnssýslu málþjálfunarefnið Leikum og lærum með hljóðin. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar og áratuga reynslu Bryndísar í starfi með íslenskum börnum.
Meira

Rausnarlegar gjafir frá Minningarsjóði Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási

Mánudaginn 26. ágúst sl. var formleg móttaka á höfðinglegum gjöfum sem HSN Sauðárkróki hefur fengið frá Minningarsjóði Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási á tímabilinu janúar til ágúst 2019. Heildarverð gjafanna er 10.717.099,00 m.vsk. Í stjórn Minningarsjóðsins eru þau Örn Ragnarsson formaður, Ásta Ólöf Jónsdóttir gjaldkeri og Elín H. Sæmundardóttir ritari. Auk þeirra mættu Engilráð M. Sigurðardóttir fyrrverandi gjaldkeri og Björg Baldursdóttir, formaður Sambands Skagfirskra kvenna (SSK). Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd HSN.
Meira

Eingöngu leyft að veiða á flugu í Blöndu

Á félagsfundi Veiðifélags Blöndu og Svartár sem haldinn var í Dalsmynni í gærkvköldi var tekin ákvörðun um að eingöngu verði leyfð veiði á flugu í Blöndu næsta sumar. Einnig verði sleppiskylda á öll­um fiski yfir 69 senti­metr­um og ein­ung­is heim­illt að drepa einn smá­lax á vakt á hverja stöng.
Meira

Breytingar hjá Blönduósskirkju

Húni.is segir frá því að framundan eru nokkrar breytingar varðandi starfsfólk Blönduósskirkju en meðhjálpari kirkjunnar til margra ára lætur nú af störfum og sóknarpresturinn, fer í ársleyfi.
Meira