Fréttir

Stefnt að uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð

Á fundi sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 13. nóvember sl. var samþykkt viljayfirlýsing þar sem sveitarfélögin Skagafjörður og Akrahreppur samþykkja að stefna að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Áður hafði hreppsnefnd Akrahrepps samþykkt viljayfirlýsinguna fyrir sitt leiti á fundi sínum þann 30. október sl.
Meira

Tíu sáu sér fært að mæta á opinn íbúafund á Sauðárkróki

Sveitarfélagið Skagafjörðu hefur haldið tvo opna íbúafundi í vikunni og hafa samtals 15 manns talið ástæðu til að mæta og ræða við sveitarstjórnarfulltrúa um rekstur, þjónustu, framkvæmdir og ábyrga fjarmálastefnu sveitarfélagsins en fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 hefur verið í brennidepli. Fyrri fundurinn var haldinn í Varmahlíð sl. mánudagskvöld en sá síðari á Sauðárkróki á miðvikudag.
Meira

Hrútfirðingar heitavatnslausir um helgina

Gera þarf við lagnir að borholu á Reykjatanga, við Reykjaskóla, og því verður vatn tekið af hitaveitunni í Hrútafirði í um þrjár klukkustundir eftir hádegi í dag 22. nóvember. Heitavatnslaust verður einnig um helgina.
Meira

Kúkú Campers velur Fjölnet

Húsbílaleigan Kúkú Campers hefur valið Fjölnet til að annast rekstur tölvukerfa fyrirtækisins sem notið hefur mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna á Íslandi en nýverið var opnað útibú í Colorado í Bandaríkjunum sem gengur framar vonum.
Meira

Stólarnir kváðu afturgengna Fjölnismenn í kútinn

Tindastólsmenn hittu Fjölnismenn fyrir í Grafarvoginum reykvíska í kvöld í áttundu umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir spiluðu glimrandi góðan bolta í fyrri hálfleik og voru 22 stigum yfir í hálfleik en lið Fjölnis gekk af göflunum í þriðja leikhluta og lék gesti sína grátt. Heimamenn minnkuðu muninn í tvö stig í upphafi fjórða leikhluta en þá náðu vígreifir Stólar vopnum sínum á ný og fögnuðu að lokum næsta öruggum sigri. Lokatölur voru 88-100 fyrir piltana prúðu að norðan.
Meira

Vilja að skýrsla um örsláturhús verði birt

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu hefur sent áskorun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Matís ohf. þar sem hvatt er til þess að niðurstöður örslátrunarverkefnis Matís, sem framkvæmt var í Birkihlíð í Skagafirði í fyrrahaust, verði birtar. Í Bændablaðinu kemur einnig fram að í fyrrgreindu bréfi væri áskorun um breytingar fyrir heimaslátrun til sölu verði rýmkaðar og einfaldaðar.
Meira

Fundað með stýrihópi Stjórnarráðsins

Fulltrúar úr stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál funduðu sl. þriðjudag á Hvammstanga með stjórn og framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hópurinn er nú á fundaferð um landið til að ræða við stjórnir landshlutasamtaka um sóknaráætlanir og framgang þeirra í héraði. og var fundurinn liður í henni.
Meira

„Góð stund og skemmtileg,“ á styrktartónleikum í Blönduósskirkju

Húsfyllir var í Blönduóskirkju síðastliðinn sunnudag þegar blásið var til tónlistarveislu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá vígslu kirkjuorgelsins. Fjölmargir listamenn stigu á stokk og sungu og eða léku á hljóðfæri með orgelinu.
Meira

Anette Sanchez starfar hjá Sjúkraþjálfun Sigurveigar

Nú á haustdögum hóf Anette Sanchez sjúkraþjálfari störf hjá Sjúkraþjálfun Sigurveigar á Sauðárkróki. Að sögn Sigurveigar er Anette reynslubolti í sjúkraþjálfunargeiranum, dönsk í húð og hár og hefur unnið áður á Íslandi.
Meira

Veiði og skotvopn gerð upptæk

Tveir rjúpnaveiðimenn á Norðurlandi vestra þurftu að sjá á bak veiði sinni og skotvopnum er þeir komu af veiðum um síðastliðna helgi þar sem þeir höfðu ekki gild veiðikort til að framvísa til lögreglu. Lögreglan á Norðurlandi vestra heldur uppi öflugu eftirliti með rjúpnaveiðum og ræddi um síðustu helgi við marga veiðimenn og athugaði með réttindi þeirra, skotvopn o.fl. að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira