Fréttir

Húsnæðismálin stærsti þröskuldurinn

Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur óskað eftir samstarfi vð Skagaströnd við lausn á húsnæðismálum fyrir hóp flóttafólks sem væntanlegur er til Blönduóss innan tíðar en ákveðið hefur verið að 50 sýrlenskir flóttamenn komi til Blönduóss og í Húnaþing vestra um mánaðamótin apríl-maí.
Meira

Eldur í Bílaverkstæði KS

Brunavarnir Skagafjarðar voru ræstar út í nótt vegna elds sem kom upp á bílaverkstæði K.S í Kjarnanum á Sauðárkróki. Líklegt er talið að upptök eldsins eigi rætur að rekja í tæki, sem prófar ljósabúnað ökutækja og læst sig í hlið flutningavagns sem stóð hjá. Á Facebooksíðu Brunavarna Skagafjarðar kemur fram að slökkvistarf hafi gengið greiðlega fyrir sig og var húsið reykræst í framhaldi.
Meira

Fjölnisstúlkur fögnuðu í Síkinu

Leikið var í 1. deild kvenna á Króknum í gær þegar topplið Fjölnis úr Grafarvogi mætti Stólastúlkum í Síkinu. Leikurinn var ágæt skemmtun þar sem lið Tindastóls gaf toppliðinu lítið eftir og nokkur góð áhlaup héldu spennu í leiknum. Svo fór þó að lokum að liðsheild getanna reyndist sterkari og unnu þær sigur í Síkinu, lokatölur 68-73.
Meira

Fræðsludagur Búnaðarsambands Skagfirðinga

Búnaðarsamband Skagfirðinga mun standa fyrir fræðsludegi föstudaginn 22. febrúar að Löngumýri í Skagafirði og munu umhverfismál verða þar efst á baugi. Kolefnisspor og plastmengun er meðal þess sem verið hefur fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarið. Markmið fundarins er að skoða þessi mál útfrá sjónarhóli bænda og skapa umræðu um það hvernig megi bregðast við.
Meira

Vilja að sveitarfélagið yfirtaki allan hlut í Félagsheimilinu á Hvammstanga

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra í síðustu viku var fjallað um eignarhald á Félagsheimilinu á Hvammstanga og framtíð þess. Í bókun fundarins kemur fram að undanfarnar vikur hafi verið unnið að því í samstarfi við lögfræðing og endurskoðanda sveitarfélagsins að það yfirtaki stjórn félagsheimilisins í samræmi við stefnu meirihluta sveitarstjórnar.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut

Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta innanhúss, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 16.-17. febrúar. Keppt var í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna, og einnig í flokkum pilta 18-19 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri, og í flokkum stúlkna 16-17 ára og 15 ára og yngri. Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að Ísak Óli Traustason Tindastól/UMSS hafi staðið sig frábærlega í keppninni, náð sínum besta árangri í fjórum af greinunum sjö, og einnig samanlagt í stigakeppninni og uppskorið Íslandsmeistaratitil í sjöþraut.
Meira

Blönduósbær auglýsir eftir viðburðastjórnanda

Blönduósbær auglýsir á vef sínum eftir viðburðastjóra sem m.a. er ætlað að hafa það hlutverk með höndum að stjórna og sjá um Húnavöku og útgáfu kynningarefnis fyrir hátíðina. Í auglýsingu á vef sveitarfélagsins segir að leitað sé eftir áhugasömum aðila, með þekkingu og reynslu af viðburðarstjórnun, til að stjórna viðburðum í sveitarfélaginu, m.a. bæjarhátíðinni Húnavöku, sem haldin verður dagana 18.-21. júlí nk. Húnavaka er opin öllum og samanstendur m.a. af fjölskylduskemmtun, dansleikjum, söngvakeppni og kvöldvöku. Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á framlengingu til lengri tíma. Umsóknarfrestur er til 5.mars 2019.
Meira

Ratsjáin á Norðurlandi vestra farin af stað

Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, var sett af stað með formlegum hætti á Blönduósi þann 12. febrúar sl. Að þessu sinni taka fulltrúar frá sex fyrirtækjum sem starfa í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra þátt í verkefninu.
Meira

Víða skafrenningur og hálka

Víða er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á Norðurlandi og segir á vef Vegagerðarinnar að þæfingur sé utan Hofsóss og milli Akureyrar og Dalvíkur. Ófært er um Almenninga á Siglufjarðarvegi og um Dalsmynni. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu en staðan verður tekin í birtingu. Veginum um Víkurskarð hefur verið lokað vegna veðurs.
Meira

Norðlenska mótaröðin í hestaíþróttum farin af stað

Fyrsta mótið í Norðlensku mótaröðinni í hestaíþróttum var haldið sl. laugardag, 16. febrúar, í Þytsheimum á Hvammstanga. Keppt var í fjórgangi, V5 í barna og 3. flokki og V3 í unglinga, ungmenna, 1. og 2. flokki. Næsta mót verður haldið á Sauðárkróki í Svaðastaðahöllinni 2. mars nk. Hægt er að sjá allar einkunnir úr forkeppni og úrslitum inni á appinu LH Kappi.
Meira