Fréttir

Umhleypinga- og vætusamur september

Þriðjudaginn 3. september klukkan 14:00 mættu 13 félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ til fundar til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar. Samkvæmt tilkynningu frá spámönnum eru þeir sáttir við hvernig spáin gekk eftir í meginatriðum.
Meira

Tindastóll með lið í 2. deild kvenna

Í kvöld verður haldinn stofnfundur nýs liðs hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem ætlunin er að leika í 2. deild kvenna. Fundurinn verður haldinn á Grand-Inn bar kl. 21.00. Að sögn Sigríðar Garðarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa liðsins, varð kveikjan að stofnun liðsins til á Körfuboltanámskeiði sem Brynjar Þór Björnsson, fyrrum leikmaður Tindastóls, hélt á Sauðárkróki í sumar. Þar gafst öllum þeim sem höfðu gaman af því að spila körfubolta tækifæri til þjálfa undir hans leiðsögn.
Meira

Stefnir í hörkurimmu á Blönduósi

Nú er um að gera fyrir stuðningsmenn Kormáks/Hvatar að skella sér á Blönduósvöll og styðja við bakið á sínum mönnum en þeir verða í eldlínunni í dag í úrslitakeppni í 4. deildar. Leikurinn sker úr um það hvort heimamenn eða lið Hamars í Hveragerði komist áfram í undanúrslit. Leikurinn hefst kl. 17:15.
Meira

Sextíu sóttu um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Þann 1. september rann út umsóknarfrestur fyrir nýliðunarstuðning í landbúnaði. Alls bárust 60 umsóknir og segir á heimasíðu Matvælastofnunar að öllum umsækjendum verði svarað fyrir 1. desember.
Meira

Fyrsti í sköfu á Norðurlandi vestra

Haustið er farið að minna duglega á sig með dimmum kvöldum og lækkandi hita yfir nóttina þannig að kartöflugrös fara að falla og berin í stórhættu. Íbúar á Norðurlandi vestra þurftu margir hverjir að grípa í sköfuna í morgun og hreinsa bílrúður áður en lagt var af stað þó frostið hafi kannski ekki verið neitt verulegt.
Meira

Leikum á Króknum safnar fyrir ærslabelg

Nú er sá langþráði draumur orðinn að veruleika að staðsetning hefur verið ákveðin fyrir ærslabelg á Sauðárkrók. Verður hann staðsettur hjá sundlauginni ef næst að fjármagna sjálfan belginn. Hollvinasamtökin Leikum á Króknum standa nú að söfnun fyrir ærslabelgnum.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar enn í góðum séns

Leikmenn Kormáks/Hvatar mættu á Grýluvöllinn í Hveragerði í blíðuveðri síðastliðinn föstudag og öttu kappi við lið Hamars í átta liða úrslitum 4. deildar. Húnvetningar mættu örlítið brotnir til leiks en tveir Spánverjar voru í banni eftir hasarinn í lokaleik liðsins í B-riðlinum viku áður. Það fór svo að Hvergerðingar fóru með sigur af hólmi, lokatölur 3-2.
Meira

Sigur í fyrsta æfingaleik Stólanna

Lið Tindastóls lék fyrsta æfingaleik sinn fyrir komandi tímabil í körfunni í Þorlákshöfn nú á föstudaginn. Stólarnir eru komnir með fullskipað lið en það sama verður ekki sagt um Þórsara sem tefldu fram mörgum ungum köppum í bland við þekktari stærðir. Stólarnir hafa aðeins æft með fullan hóp í viku eða svo og því kom ekki á óvart að haustbragur væri á liðinu. Sigurinn var þó aldrei í hættu en lokatölur voru 59-81.
Meira

Lið Tindastóls fallið í 3. deild

Tindastóll og Selfoss mættust á Sauðárkróksvelli í 2. deild karla nú á laugardaginn. Fyrir leikinn var lið Stólanna í vonlausri stöðu þegar enn voru fjórar umferðir eftir og í raun ljóst að kraftaverk dygði ekki til að bjarga liðinu frá falli. Gestirnir eru hinsvegar að berjast fyrir sæti í Inkasso-deildinni að ári og Stólarnir reyndust lítil fyrirstaða. Lokatölur voru 1-4 og lið Tindastóls þar með fallið í 3. deild.
Meira

Tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni

Fimmtudaginn 5. september standa landshlutasamtökin og Nýsköpunarmiðstöð fyrir málþingi um tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni. Óhætt er að segja að þingið sé með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem það fer fram með sömu dagskrá á sex stöðum á landinu en verður jafnframt sent út á internetinu. Hægt verður að taka þátt með því að mæta á einhvern þessara sex staða sem eru Borgarnes, Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Reyðarfjörður og Selfoss eða tengjast netinu.
Meira