Fréttir

Vonast til að leikskólabygging á Hofsósi fari í útboð innan skamms

Byggðaráð Svf. Skagafjarðar tók fyrir, á fundi sínum í gær, tölvupóst frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni og Foreldrafélagi leikskólans Barnaborgar á Hofsósi þar sem óskað var eftir upplýsingum um stöðu fyrirhugaðrar leikskólabyggingar á staðnum. Vonast er til að verkið fari í útboð eftir mánuð. „Í meirihlutasáttmála Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í Skagafirði er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttahúss á Hofsósi og er það von okkar að hönnun á slíku húsnæði geti hafist á árinu 2020,“ segir í bókun.
Meira

Afmælisundirbúningur í fullum gangi

Það er í ýmsu að snúast hjá nemendum Varmahlíðarskóla þessa dagana en þar standa nú yfir árlegir hreyfidagar. Meðfram þeim vinna þeir að undirbúningi fyrir afmælishátíð sundlaugarinnar í Varmahlíð sem fagnaði 80 ára afmæli í gær. Verður blásið til afmælisfagnaðar á morgun klukkan 14:00 sem hefst með skrúðgöngu frá skólanum en að henni lokinni verður dagskrá með stuttum ræðuhöldum, söng og dansi. Að dagskrá lokinni verður svo keppt í Grettissundi.
Meira

Fjallað um söðla og reiðtygi í Heimilisiðnaðarsafninu

Næstkomandi sunnudag, þann 1. september klukkan 15:00 verða haldnir tveir fyrirlestrar um söðla og reiðtygi í Heimilisiðnaðarsafninu við Árbraut 29 á Blönduósi. Fyrirlestrarnir eru tileinkaðir evrópskum menningarminjadögum sem haldnir verða hér á landi helgina 30. ágúst - 1. september.
Meira

Heitavatnslaust verður á Hvammstanga og í Víðidal í dag

Lokað verður fyrir heita vatnið á Hvammstanga og Víðidal í dag, miðvikudaginn 28.ágúst, upp úr kl. 15:00. Byrjað verður að hleypa vatni á um miðnættið en tíma getur tekið að koma vatni á alls staðar.
Meira

Vísir og Stöð 2 sport leita að áhugasömum í körfuboltaumfjallanir Tindastóls

Nú þegar sumri fer að halla og haustið að taka við fer körfuboltaáhugafólk að stinga saman nefjum og ræða komandi keppnistímabil í Dominos deild vetrarins en fyrstu leikir eru á dagskrá 3. október. Karlalið Tindastóls fær þá Keflvíkinga í heimsókn og stelpurnar taka á móti Fjölni tveimur dögum síðar. Til að landslýður geti fylgst með gengi Stólanna leitar nú íþróttadeild Stöðvar 2 Sports og Vísis að áhugasömum aðilum til að fjalla um heimaleiki Tindastóls í körfubolta.
Meira

Forðist eftirlíkingar

Að ógefnu tilefni vill Herra Hundfúll koma því á framfæri að hann (Herra Hundfúll) og Herra Hnetusmjör eru ekki sami maðurinn.
Meira

Hvorki gengur né rekur hjá Tindastólsmönnum

Lið Þróttar úr Vogum og Tindastóls mættust á Vogaídýfu-vellinum í Vogum í gær í leik sem fara átti fram sl. sunnudag en var frestað vegna áætlaðs óveðurs. Staða Stólanna í 2. deildinni hefur versnað upp á síðkastið í kjölfar þess að liðið vinnur ekki leiki á meðan lið Kára hefur vaknað til lífsins. Tap í Vogunum í gær gerði stöðu Tindstóls nánast algjörlega vonlausa en lokatölur voru 2-0 fyrir Þrótt.
Meira

Á ég að gæta hans? Menningararfurinn á breytingatímum

Laugardaginn 7. september næstkomandi verður haldið málþing í Kakalaskála, sem ber yfirskriftina „Á ég að gæta hans? Menningararfurinn á breytingatímum“. Dagskráin er fjölbreytt og verður menningararfurinn á umbrotatímum helsta umfjöllunarefnið.
Meira

Vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð

Haldið verður upp á 80 ára vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð nk. fimmtudag, þann 29. ágúst. Afmælishátíðin hefst klukkan 14:00 með skrúðgöngu frá Varmahlíðarskóla en að henni lokinni tekur við dagskrá með ræðuhöldum, dansi og söng og einnig verður boðið upp á kaffiveitingar.
Meira

Orgeltónleikar í Blönduósskirkju

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 28. ágúst klukkan 20:00 verða haldnir orgeltónleikar í Blönduósskirkju. Þar leikur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju, á orgel kirkjunnar og bera tónleikarnir heitið Íslensku konurnar og orgelið.
Meira