feykir.is
Skagafjörður
29.08.2019
kl. 08.59
Byggðaráð Svf. Skagafjarðar tók fyrir, á fundi sínum í gær, tölvupóst frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni og Foreldrafélagi leikskólans Barnaborgar á Hofsósi þar sem óskað var eftir upplýsingum um stöðu fyrirhugaðrar leikskólabyggingar á staðnum. Vonast er til að verkið fari í útboð eftir mánuð. „Í meirihlutasáttmála Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í Skagafirði er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttahúss á Hofsósi og er það von okkar að hönnun á slíku húsnæði geti hafist á árinu 2020,“ segir í bókun.
Meira