Fréttir

Rúnar Gísla býður sig fram til gjaldkera VG

Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, hefur tilkynnt framboð sitt í embætti gjaldkera VG á komandi landsfundi sem haldið verður 18. – 20. október nk. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni,“ segir Rúnar í tilkynningu sinni.
Meira

Ærslabelgurinn á Króknum formlega vígður

Í morgun var formlega tekinn í notkun svokallaður ærslabelgur sem hollvinasamtökin Leikum á Króknum hefur fjármagnað með ýmsum styrkjum frá fjölmörgum aðilum. Belgurinn er staðsetur við Sundlaug Sauðárkróks og mun verða útbelgdur frá klukkan 10 á morgnana til 10 á kvöldin.
Meira

Fundur um endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar

Í dag klukkan 17:00 verður haldinn opinn fundur vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar. Á fundinum verða formaður skipulags- og byggingarnefndar, sveitarstjóri, sérfræðingar frá Byggðastofnun og formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga með framsögur og að þeim loknum verða umræður og vinnustofur. Sveitarfélagið hvetur alla áhugasama til að mæta og taka þátt í að móta áherslur og framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið.
Meira

Fyrirkomulag rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra

Rjúpnaveiðitímabilið nálgast og hefur leyfilegum veiðidögum fjölgað úr 15 í 22 að þessu sinni. Heimilt verður að veiða rjúpu frá 1. nóvember til og með 30. nóvember alla daga, að undanskildum miðvikudögum og fimmtudögum. Sölubann er áfram við lýði og er því óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir, að því er kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Eru veiðimenn eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar.
Meira

Stólarnir mæta liði Selfoss í Geysisbikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Geysis-bikarsins í körfubolta nú í vikunni. Lið Tindastóls þarf að bregða undir sig betri fætinum og tölta suður á Selfoss en þeir sunnanmenn eru með lið í 1. deild og það er hann Chris okkar Caird sem stjórnar liði Selfoss.
Meira

Samstarf á bjargi byggt

Dagana 20. – 22. september var Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland/Færeyjar haldið í Hafnafirði. Kiwanishreyfingin hefur um árabil tileinkað sér kjörorðið ,,Hjálpum börnum heimsins“ og hefur Kiwanis á Íslandi einsett sér að vinna eftir því kjörorði. Höfum við lagt margt að mörkum til að gera líf barna betra og öruggara í samfélaginu.
Meira

Pínu rosalega gaman - Ágúst Ingi, trommari DDT skordýraeiturs, í viðtali

Nú á föstudagskvöldið verða haldnir dúndurtónleikar í Bifröst þegar pönksveitin DDT skordýraeitur og Tríó Pilla Prakkó leiða saman trunturnar sínar, eins og segir í kynningu. Tríóið þarf ekki um langan veg að fara en pönkararnir koma hins vegar alla leið frá Neskaupstað og innan raða bandsins er Króksarinn Ágúst Ingi Ágústsson sem brást vel við beiðni Feykis um að svara nokkrum spurningum. Pilli Prakkó brást hins vegar illa við, svaraði fáu og reyndar hafði hann þetta eina að segja: „Ég er hundfúll yfir því að það kosti bara 2000 kall inn. Ég vildi að það kostaði 7000! Þetta eru kveðjutónleikarnir mínir.“
Meira

Kótelettur, skemmtun og harmonikkuball

Föstudaginn 18. október ætlar Eldridansaklúbburinn Hvellur að halda upp á 35 ára afmælið sitt með skemmtun í Ljósheimum. Boðið verður upp á kótelettur og meðlæti, kaffi og eftirrétt að hætti húsráðenda. Borðhaldið hefst kl 19:00. Gunnar á Löngumýri stjórnar borðhaldi og skemmtir og danshópur sýnir línudans. Að skemmtun lokinni og til miðnættis verður ball, þar sem Aðalsteinn Ísfjörð, Elín frá Egg og Guðmundur Ásgeirsson þenja nikkurnar og Sigurður Baldursson slær taktinn á trommurnar.
Meira

Landspítali fær styrk til að þróa skilvirkari sérfræðiþjónustu við landsbyggðina

Verkefni sem Landspítali vinnur að og felst í þróun tæknilausna til að stuðla að bættu aðgengi landsbyggðarinnar að sérfræðiþjónustu hlaut nýverið fimm milljóna króna styrk af byggðaáætlun Alþingis. Verkefnið snýr annars vegar að beinum samskiptum sjúklinga við sérfræðinga sjúkrahússins og hins vegar að þróun tæknilegra leiða til að skapa skilvirkan og öruggan farveg fyrir ráðgjöf sérfræðinga Landspítala við heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni.
Meira

Mikil barátta frá fyrstu sekúndu leiksins

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls tók á móti Fjölni í fyrsta leik sínum í fyrstu umferð 1. deildarinnar í körfunni á laugardaginn og var ekki annað að sjá, frá fyrstu sekúndum leiksins, en að þær ætluðu sér sigur. Baráttan og leikgleðin skein í gegn hjá stelpunum sem gladdi stuðningsmannahjörtu okkar allra sem horfðu á leikinn eftir svekkelsið hjá Meistaraflokki karla á fimmtudaginn.
Meira