Fréttir

Sjávarútvegurinn vel í stakk búinn að stunda nýsköpun

Nú er afskurðurinn verðmæti, segir á Facebooksíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samspil fræðasamfélagsins og sjávarútvegs, hefur leitt af sér fjölmargar nýjungar og í myndbandi sem birtist í morgun á síðunni segir dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóra Protís, frá spennandi hlutum í þeirri grein.
Meira

Frábær endurkoma Stólastúlkna gegn liði Njarðvíkur

Það var heldur betur boðið upp á dramatík í Síkinu þegar Tindastóll og Njarðvík mættust nú á laugardaginn í 1. deild kvenna. Lið Njarðvíkur hafði náð sextán stiga forystu fyrir hlé og allt leit út fyrir að gestirnir tækju stigin tvö með sér heim án verulegra vandræða. Eitthvað fínerí hefur Arnoldas boðið Stólastúlkum upp á í hálfleik því þær komu tvíefldar til leiks í þeim seinni með Tess Williams í hrikalegu stuði og komu leiknum í framlengingu. Eftir líflega og æsispennandi framlengingu fagnaði lið Tindastóls frábærum sigri. Lokatölur 97-93.
Meira

Reiknað með 50 manna hópi flóttafólks til Blönduóss og Hvammstanga

Sveitarstjórnir Blönduóss og Húnaþings vestra fengu í desember í hendur erindi frá velferðarráðuneytinu þar sem þess er farið á leit að sveitarfélögin taki á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á þessu ári. Hópurinn sem hér um ræðir er fjölskyldufólk sem telur um 50 manns og er reiknað með að hann deilist jafnt á sveitarfélögin tvö. Auk þess er fyrirhugað að 25 einstaklingar fái samastað á suðvesturhorni landsins að því er segir í í Fréttablaðinu um helgina en þar var rætt við Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóra á Blönduósi.
Meira

Ráðningar hjá Skagafjarðarhöfnum

Ráðið hefur verið í auglýstar stöður hafnarstjóra og yfirhafnarvarðar hjá Skagafjarðarhöfnum. Dagur Þór Baldvinsson hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra frá 1. janúar sl. en áður gegndi hann stöðu yfirhafnarvarðar. Pálmi Jónsson var ráðinn í hans stað sem yfirhafnarvörður og mun hefja störf innan tíðar, segir á vef Svf. Skagafjarðar.
Meira

Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður

Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins (ÁDU). Um er að ræða um 75 einbreiðar brýr, um helmingur á Hringvegi. Þá verður viðvörunarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvörunarskiltum. Kostnaður við merkingar er áætlaður um 70-80 milljónir króna.
Meira

Sagan af Bjarna vellygna - Þjóðsögur Jóns Árnasonar

Maður er nefndur Bjarni; hann bjó á Bjargi í Miðfirði; hann var kvongaður og átti Snælaugu dóttir Björns hins auðga austan af Meðallandi. Þeirra synir voru þeir Jón er síðar var kallaður tíkargola, og Ari. Koma þeir lítt við þessa sögu því ungir voru þeir er þetta gjörðist. Bjarni átti oft þröngt í búi; var hann þó búsýslumaður hinn mesti; fór hann árlega til sjóar og var formaður suður í Garði, en sem hér var komið var vetur í harðara lagi; byrjaði hann því verferð sína í seinna lagi og voru vermenn allir farnir af stað.
Meira

Fiskréttur rétt eftir jólin

„Okkur þykir gott að bera fram fiskrétt svona rétt eftir jólin en okkur finnst fiskur mjög góður og er hann oft á borðum hjá fjölskyldunni. Í eftirrétt bjóðum við upp á uppáhalds eplaköku til að slá á eftirköst eftir hátíðarnar,“ sögðu Svala Guðmundsdóttir og Guðmundur Ólafsson á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í öðru tölublaði Feykis árið 2017.
Meira

Lífið er list - Áskorandapistill Ingibjörg Jónsdóttir Syðsta-Ósi

Sem barn skoðaði ég oft myndaalbúm foreldra mína sem innihéldu m.a. myndir af föður mínum að taka þátt í leiklistarstarfsemi hjá ungmennafélaginu Gretti á Laugarbakka. Sú starfsemi var ekki í gangi á þeim tíma og það var ekki fyrr en áratug seinna sem að hún var endurvakin eftir 22 ára hlé.
Meira

Lausnamið, nýtt bókhaldsfyrirtæki á Skagaströnd

Nýtt sprotafyrirtæki á sviði bókhaldsþjónustu og rekstrarráðgjafar, Lausnamið, tók til starfa í síðustu viku á Skagaströnd. Í gær var opið hús og var gestum og gangandi boðið að þiggja veitingar og fræðast um reksturinn. Lausnamið er staðsett á Einbúastíg 2 og vinna þar tvær konur, eigandi fyrirtækisins Erla Jónsdóttir rekstrarfræðingur, og Sigríður Gestsdóttir, viðurkenndur bókari.
Meira

Unnar Helgi klikkar ekki í stóra klukkumálinu

Unnar Helgi Rafnsson hafði nýverið samband við skrifstofu Dreifarans og sagðist búa yfir merkilegri hugmynd. „Ég er sko búinn að leysa þennan klukkuvanda í eitt skipti fyrir öll,“ sagði hann hróðugur og bætti við: „Og ég héddna sko, þetta er svo einfalt maður að ég skil bara ekki hvað annað fólk getur verið vitlaust að hafa ekki fattað upp á þessu á undan mér.“
Meira