Fréttir

María skíðaði vel í Austurríki

María Finnbogadóttir, skíðakona í Tindastól, náði 6. sætinu í svigi í Turnau í Austurríki, sunnudaginn 13. janúar sl. Alls voru 33 þátttakendur í mótinu og hlaut María 49.40 FIS stig fyrir árangurinn, sem er hennar besti árangur á ferlinum.
Meira

Tækifæri í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar.
Meira

Hjalti og Sölvi í Föstudagsþættinum

Sjónvarpsstöðin N4 fjallaði, í síðasta Föstudagsþætti, um nýútkomna bók Kristmundar Bjarnasonar frá Sjávarborg, Í barnsminni. Þar fékk María Pálsdóttir, þáttarstjórnandi, þá Hjalta Pálsson og Sölva Sveinsson frá Sögufélagi Skagfirðinga, sem einmitt gefur bókina út, í settið og átti við þá skemmtilegt spjall
Meira

Hvenær er nóg nóg?

Eins og einhverjir þá friðar Herra Hundfúll sína rykföllnu samvisku með því að láta smá-aur renna í góð málefni að eigin vali. Fyrir nokkrum árum sprengdi Hundfúll sinn persónulega góðmennskuskala með því að velja að gefa lágmarksupphæð mánaðarlega til UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Honum leið vel með sjálfan sig eftir þennan óvænta góðmennskugjörning...
Meira

Veginum um Holtavörðuheiði lokað í tvo tíma í dag

Holta­vörðuheiði verður lokuð í dag í um tvær klukku­stundir milli klukkan 13.30 og 15.30 meðan unnið verður að því að koma vöru­flutn­inga­bíl aft­ur á veg­inn. Samkvæmt frétt á mbl.is fór bíllinn út af veg­in­um í gærkvöld við Miklagil, norðanmegin í heiðinni, og valt. Eng­in slys urðu á fólki.
Meira

Lítil notkun endurskinsmerkja

Nýlega stóð VÍS fyrir könnun á endurskinsmerkjanotkun hjá tveimur ólíkum hópum, annars vegar nemendum unglingadeildar í grunnskóla og hins vegar starfsmönnum á vinnustað. Niðurstaða þeirrar könnunar sýndi að aðeins um 20% nota endurskinsmerki eða tveir af hverjum tíu. Frá þessu er greint á vef VÍS.
Meira

Kynningarfundur um breytingartillögu á Aðalskipulagi

Haldinn verður opinn kynningarfundur um breytingartillögu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu, miðvikudaginn 23. janúar kl. 20:00 í Menningarhúsinu Miðgarði. Helstu atriði má nefna val á legu Blöndulínu 3 og virkjanakostir í Skagafirði en um þau hafa menn ólíkar skoðanir.
Meira

Háskólinn á Hólum hlýtur þrjá styrki úr Rannsóknasjóði

Rannsóknasjóður úthlutaði nýlega styrkjum til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2019. Að þessu sinni bárust 359 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og var 61 verkefni styrkt eða um 17%. Verkefni á vegum Háskólans á Hólum hlutu þrjá styrki sem nema samtals rúmum 93 milljónum króna.
Meira

Protis ehf styrkir Krabbameinsfélag Íslands

Sl. föstudag afhenti Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Protis á Sauðárkróki, Krabbameinsfélagi Íslands veglegan styrk sem safnaðist af sölu Protis Kollagen í október á síðasta ári í átakinu Bleika slaufan.
Meira

Vel mætt í útgáfuhóf til heiðurs Kristmundar á Sjávarborg

Í tilefni af 100 ára afmæli Kristmundar Bjarnasonar, rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg, var sl. laugardag haldin samkoma í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem einnig var útgáfuhóf vegna bókarinnar Í barnsminni sem Kristmundur ritaði á árunum 2005-2006. Yfir 100 manns mættu og fylltu sal bókasafnsins.
Meira