Super Break og Titan Airways lentu á Akureyri í gær
feykir.is
Skagafjörður
11.12.2018
kl. 09.48
Í gær lentu fyrstu ferðamenn vetrarins á Akureyrarflugvelli, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Flugferðirnar verða alls 29 í vetur og í hverri ferð verða sæti fyrir 200 manns. Þessi innspýting er því afar kærkomin fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, eins og sást síðasta vetur.
Eins og áður hefur komið fram sér Titan Airways núna um flugið og lendingin á Akureyrarvelli í gær var þeirra fyrsta. Til verksins var notuð ein af stærri vélum félagsins, Airbus A321, og gekk lendingin vel.
Meira