Fréttir

Þaraband verður frumsýnt á opnu húsi á mánudag

Opið hús verður í Gamla Pósthúsinu á Sauðárkróki, Kirkjutorgi 4, mánudaginn 10. júní, annan hvítasunnudag, frá kl.13-17. Þar verða vinnuaðstaða og vörur til sýnis í tilefni af PrjónaGleði á Blönduósi og að hilma.is er komin í loftið. Frumsýning á nýju þarabandi!
Meira

Stórsigur Stólastúlkna á Fjölni úr Grafarvoginum

Tindastóll tók á móti Fjölni í gærkvöldi í lokaleik fjórðu umferðar í Inkasso-deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Leikurinn endaði með stórsigri Tindastóls 6-2, en fyrir leikinn voru Tindastóll í áttunda sæti með þrjú stig og Fjölnir í því níunda með eitt stig.
Meira

Síðasta útskrift Farskólans þetta vorið

Í gær lauk formlega námskeiðum vetrarins í Farskólanum, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, með útskrift úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og úr matarsmiðjunni Beint frá býli. Brugðið var út af venjunni í þetta sinn og fór útskriftin fram í Eyvindarstofu á Blönduósi.
Meira

Helgihald og sumartónleikar í Hóladómkirkju sumarið 2019

Það verður nóg um að vera í Hóladómkirkju í allt sumar, þar verður helgihald og sumartónleikar á vegum Guðbrandsstofnunar og Hóladómkirkju. Nafnið Guðbrandsstofnun er kennd við Guðbrand Þorláksson sem var einn helsti Biskup sem setur hefur á Hólastað.
Meira

Kaldavatnsskortur á Sauðárkróki

Svo mikill er skortur á köldu vatni á Sauðárkróki að farið hefur verið fram á það við fyrirtæki sem nota mikið vatn, að þau dragi úr framleiðslu eða minnki vatnsnotkun á annan hátt. Lítil úrkoma í vetur og vor er orsakavaldurinn.
Meira

Strand Yoga á morgun á Borgarsandi

Í tengslum við opnun Norðurstrandarvegar, Arctic Coast Way, á morgun laugardag 8. júní mun Manoranjan Chand bjóða upp á strand yoga á Borgarsandi við Sauðárkrók klukkan 13.
Meira

Átak til eflingar lýðheilsu

Atvinnuveganefnd afgreiddi á þriðjudag í síðustu viku aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða frystiskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ísland hefur verið dæmt fyrir Hæstarétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á innfluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast.
Meira

Hjólað, skokkað, gengið í aldarfjórðung

Skokkhópur Árna Stef á Sauðárkróki hefur verið iðinn við að hreyfa sig í gegnum tíðina en nú sl. þriðjudag hófst starfsemin 25 árið. Ekki er einungis um skokk að ræða heldur almenna hreyfingu eins og ganga, hjólreiðar og fjallaferðir. Fjör, púl og teygjur, segir í tilkynningu en einnig er lagt upp úr fjölskyldusamveru.
Meira

Ekkert varaafl á Sauðárkrók í nótt – Skagafjörður straumlaus frá miðnætti

„Vegna vandamála sem komu upp þá verður því miður ekki hægt að keyra varaafl á Sauðárkrók í nótt eins og áætlað var,“ segir Steingrímur Jónsson, deildarstjóri netreksturs Rarik á Norðurlandi, en eins og fram kom á Feyki.is í gær verður rafmagn tekið af Skagafirði frá miðnætti til kl 04:00 í nótt.
Meira

Prjónagleði í fjórða sinn - Fjölbreytt dagskrá með fróðleik og skemmtun

Hin árlega prjónahátíð, Prjónagleðin, verður haldin á Blönduósi um hvítasunnuhelgina eða dagana 7.-10. júní. Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin en það er Textilmiðstöð Íslands sem að henni stendur. Á Prjónagleði kemur saman fólk sem hefur áhuga á prjónaskap og skiptir þá engu máli hvað mikil innistæða er í reynslubankanum. Þema hátíðarinnar að þessu sinni er „hafið“ en dagur hafsins er haldinn hátíðlegur þann 8. júní ár hvert.
Meira