Fréttir

Samstarfsnefnd Svf. Skagafjarðar og Akrahrepps leggst af

Síðastliðinn föstudag undirrituðu fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps nýja samninga um annars vegar framkvæmd fjölmargra verkefna sem Sveitarfélagið Skagafjörður tekur að sé að annast fyrir Akrahrepp og hins vegar um þjónustu embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.
Meira

„Dett af og til í rosalegan Herra Hnetusmjörs fíling“ / ATLI DAGUR

Að þessu sinni er það Atli Dagur Stefánsson sem segir okkur frá tón-lystinni sinni. Atli er tvítugur, hóf ævi sína í Reykjavík en flutti á Krókinn 8 ára gamall. Hann er sonur Hrafnhildar og Stefáns Vagns, og hefur því hlustað talsvert á tónlist undir eftirliti lögreglunnar (djók). Atli hefur verið syngjandi frá því elstu menn muna og hefur síðustu misserin verið að trúbbast.
Meira

Magnað lið Kormáks/Hvatar í undanúrslit 4. deildar

Kormákur/Hvöt gerði sér lítið fyrir og lagði Hamar frá Hveragerði í hörkuleik á Blönduósvelli í gær með tveimur mörkum gegn einu og komst þar með áfram í undanúrslit 4. deildar á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Fyrri leikur liðanna fór 3 – 2. Bæði lið misnotuðu víti í leiknum.
Meira

Stórátaks þörf í atvinnumálum á Norðurlandi vestra

Á fundi stjórnar SSNV sem haldinn var þann 6. ágúst sl. var lögð fram greining á fjölda starfandi einstaklinga í landshlutanum og samanburð á milli áranna 2005, 2010 og 2018, byggt á tölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að milli áranna 2010 og 2018 fjölgar starfandi einstaklingum á Norðurlandi vestra um 141 sem er 3,1% fjölgun. Á sama tíma er fjölgunin á landinu öllu 23%.
Meira

Umhleypinga- og vætusamur september

Þriðjudaginn 3. september klukkan 14:00 mættu 13 félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ til fundar til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar. Samkvæmt tilkynningu frá spámönnum eru þeir sáttir við hvernig spáin gekk eftir í meginatriðum.
Meira

Tindastóll með lið í 2. deild kvenna

Í kvöld verður haldinn stofnfundur nýs liðs hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem ætlunin er að leika í 2. deild kvenna. Fundurinn verður haldinn á Grand-Inn bar kl. 21.00. Að sögn Sigríðar Garðarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa liðsins, varð kveikjan að stofnun liðsins til á Körfuboltanámskeiði sem Brynjar Þór Björnsson, fyrrum leikmaður Tindastóls, hélt á Sauðárkróki í sumar. Þar gafst öllum þeim sem höfðu gaman af því að spila körfubolta tækifæri til þjálfa undir hans leiðsögn.
Meira

Stefnir í hörkurimmu á Blönduósi

Nú er um að gera fyrir stuðningsmenn Kormáks/Hvatar að skella sér á Blönduósvöll og styðja við bakið á sínum mönnum en þeir verða í eldlínunni í dag í úrslitakeppni í 4. deildar. Leikurinn sker úr um það hvort heimamenn eða lið Hamars í Hveragerði komist áfram í undanúrslit. Leikurinn hefst kl. 17:15.
Meira

Sextíu sóttu um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Þann 1. september rann út umsóknarfrestur fyrir nýliðunarstuðning í landbúnaði. Alls bárust 60 umsóknir og segir á heimasíðu Matvælastofnunar að öllum umsækjendum verði svarað fyrir 1. desember.
Meira

Fyrsti í sköfu á Norðurlandi vestra

Haustið er farið að minna duglega á sig með dimmum kvöldum og lækkandi hita yfir nóttina þannig að kartöflugrös fara að falla og berin í stórhættu. Íbúar á Norðurlandi vestra þurftu margir hverjir að grípa í sköfuna í morgun og hreinsa bílrúður áður en lagt var af stað þó frostið hafi kannski ekki verið neitt verulegt.
Meira

Leikum á Króknum safnar fyrir ærslabelg

Nú er sá langþráði draumur orðinn að veruleika að staðsetning hefur verið ákveðin fyrir ærslabelg á Sauðárkrók. Verður hann staðsettur hjá sundlauginni ef næst að fjármagna sjálfan belginn. Hollvinasamtökin Leikum á Króknum standa nú að söfnun fyrir ærslabelgnum.
Meira