feykir.is
Skagafjörður
07.05.2019
kl. 08.57
Nemendur leiklistarvals á unglingastigi í Varmahlíðarskóla sýndu á dögunum leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason í félagsheimilinu Héðinsminni. Leikstjóri verksins er Íris Olga Lúðvíksdóttir, kennari við skólann. Sýningin var hluti af leiklistarverkefninu Þjóðleik sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir og hóf göngu sína á Austurlandi fyrir tíu árum. Verkefnið er haldið annað hvert ár og hefur fyrir löngu breiðst út til annarra landshluta. Þetta er í fjórða sinn sem Varmahlíðarskóli tekur þátt í verkefninu.
Meira