Fréttir

Bílvelta í Skagafirði

Bíll fór út af veginum í Skagafirði, skammt frá bænum Réttarholti í Blönduhlíð, laust upp úr klukkan átta í gærkvöldi,. Fjórir voru í bílnum og sluppu allir án teljandi meiðsla.
Meira

Skoða Alexandersflugvöll sem mögulega útstöð flugkennslu

Skagfirðingar hafa óneitanlega orðið varir við aukna flugumferð á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki undanfarna daga þar sem litlar flugvélar taka á loft og lenda í sífellu. Þarna er um kennsluvélar að ræða frá Flugskólanum Keili en verið er að kanna aðstæður með hugsanlega útstöð skólans í Skagafirði í framtíðinni.
Meira

Húnavatnshreppur veitir umhverfisverðlaun

Fjölmenn íbúahátíð Húnavatnshrepps var haldin í Húnavallaskóla laugardaginn 10. nóvember en sú hefð hefur skapast í hreppnum að sveitungar hittist í lok sumars og og eigi góða stund saman.
Meira

Þórsarar með grobbréttinn á Norðurlandi

Kvennalið Tindastóls og Þórs mættust í Síðuskóla á Akureyri í gærkvöldi í 1. deildinni í körfubolta og var leikurinn byggður upp sem baráttan um Norðurlandið. Stólastúlkur höfðu unnið báða leiki sína gegn Þórsliðinu á undirbúningstímabilinu en þær urðu að sætta sig við ósigur í gær eftir mikinn baráttuleik. Lokatölur reyndust 72-65 fyrir Þórsstúlkur og þær geta því grobbast á kostnað Stólanna fram að næsta leik í það minnsta.
Meira

Yngvi Magnús Borgþórsson þjálfar mfl. Tindastól

Tindastóll hefur ráðið Yngva Magnús Borgþórsson sem þjálfara meistaraflokks karla. Yngvi þjálfaði Skallagrím sl. sumar og kom liðinu upp úr 4. deildinni á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Áður hafði Yngvi þjálfað lið Einherja í 3.deild.
Meira

Ný reglugerð setur fjárhag HNV í óvissu

Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra lýsir yfir vonbrigðum og undrun, með að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi ekki haft raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga við gerð reglugerðar sem snertir leyfisveitingar til fyrirtækja. Á fundi nefndarinnar, sem haldinn var í gær, var minnt á að farið var í gerð reglugerðarinnar með það að markmiði að einfalda leyfisveitingaferilinn til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið.
Meira

Góður gangur í uppbyggingu gagnavers á Blönduósi

Vel miðar við uppbyggingu gagnavers á Blönduósi og er nú fyrsta húsið af sex tilbúið og hefur það verið tekið í notkun. Búið er að steypa plötuna á öðru húsinu og teknir hafa verið grunnar að tveimur að því er segir í frétt á vefmiðlinum húna.is í dag.
Meira

Lesið úr nýjum bókum

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 14. nóvember, verður lesið úr nýjum bókum á bókasafninu á Sauðárkróki og hefst samkoman kl. 20:00.
Meira

Umhverfisvæn orka eða hvað?

Nýtingarflokkur eða verndarflokkur Umhverfismál og orkunýting er mikið til umfjöllunar þessi dægrin enda er um stórfellt hagsmunamál að ræða fyrir þjóðina í aðsteðjandi orkuskiptum. Ein er sú tegund orku sem við gefum hins vegar of lítinn gaum og það er starfsorkan, ekki síst sú nýting sem snýr að öryrkjum og eldri kynslóðinni. Hér getum við virkjað betur, virkjunarkostirnir eru margir og góðir hringinn í kringum landið og allir eru þeir umhverfisvænir. Svo líkingamálinu sé haldið áfram, þá má einnig spyrja sig hvort þessir hópar séu í nýtingarflokki eða verndunarflokki stjórnvalda. Fulltrúar bæði eldri borgara og öryrkja láta að því liggja í ræðu og riti að stjórnvöld hunsi hagsmuni þeirra og setji þá í raun í einhvers konar afgangsflokk. Þar megi hvorki með góðu móti afla sér tekna eða spara fé í banka án þess að grófar skerðingar komi til og ávinningur verði að engu.
Meira

Hvað finnst ykkur um þetta?

Þrátt fyrir að afgreiðslutími Flokku, endurvinnslumóttökustöðvarinnar á Sauðárkróki, sé rúmur hvern dag gerist það ansi oft, sérstaklega um helgar, að rusl er skilið eftir fyrir utan girðinguna hjá fyrirtækinu. Er það gert utan opnunartíma.
Meira