Fimm fyrirtæki undir sama þaki í Villunni
feykir.is
Skagafjörður
12.05.2019
kl. 16.49
Þann fyrsta maí var opið hús á Hólavegi 16 á Sauðárkróki, húsinu sem áður hýsti Lyfju en hefur nú staðið autt að hluta til í nokkurn tíma. Tilefnið var að nýlega hófu fimm fyrirtæki starfsemi sína í húsinu sem hlotið hefur nafnið Villan. Hefur það verið tekið rækilega í gegn og gerbreytt frá fyrra horfi og er aðstaðan hin glæsilegasta í alla staði. Þetta eru Klippiskúrinn hársnyrtistofa, Fótaðgerðastofa Stefaníu, Nuddstofan Friðmey, Kírópraktorsstofa Íslands og Dekurlindin snyrtistofa. Það eru þau Eyþór Fannar Sveinsson og Jónína Róbertsdóttir ásamt foreldrum hans, Sveini Árnasyni og Eyrúnu Sigurbjörnsdóttur, sem eiga heiðurinn að endurbótunum á húsinu. Feykir tók þau Jónínu og Eyþór tali og forvitnaðist um framkvæmdirnar.
Meira