Fréttir

Jaka Brodnik genginn til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er í óðaönn að undirbúa úrvalsdeildarlið Tindastóls fyrir komandi vetur í körfunni. Nú fyrr í vikunni var tilkynnt um ráðningu Baldurs Þórs Ragnarssonar sem þjálfara Tindastóls og nú í morgun sendi Kkd. Tindastóls frá sér fréttatilkynningu þar sem greint var frá því að Jaka Brodnik, Slóveninn sterki sem spilaði með Þór Þorlákshöfn síðastliðinn vetur, hafi einnig samið við Tindastól.
Meira

Sýklalyfjaónæmi í gæludýrum

Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í gæludýrum á Íslandi og er ónæmi algengara í innfluttum dýrum. Algengi ESBL/AmpC myndandi E. coli í hundum og köttum er svipað og í kjúklingum, svínum og lömbum á Íslandi. Um er að ræða E. coli bakteríur sem bera með sér gen sem hafa þann eiginleika að mynda ónæmi gegn mikilvægum sýklalyfjum. Bakteríur sem bera þessi gen eru líklegri til að vera fjölónæmar.
Meira

Beint flug milli Akureyrar og Rotterdam

Nú hefur hollenska flugfélagið Transavia hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam í Hollandi. Ferðirnar sem um ræðir verða farnar í sumar og næsta vetur. Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar og er flugið tilkomið vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem býður upp á skipulögð ferðalög um Ísland frá Akureyri. Transavia selur hins vegar aðeins sætin, óháð Voigt Travel, þannig að segja má að í fyrsta sinn sé áætlunarflug í boði til og frá Akureyri til Hollands.
Meira

Úrslitakeppni Skólahreysti í gær

Úrslitakeppni Skólahreysti 2019 var háð í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem tólf skólar höfðu unnið sér keppnisrétt, efsti skólinn úr hverri undankeppni vetrarins auk þeirra tveggja skóla sem stóðu sig best þar fyrir utan. Tveir skólar á Norðurlandi vestra áttu lið í keppninni, Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli.
Meira

Fluiding myndlistarnámskeið á Norðurlandi

Föndurskólinn Óskastund er að fara í hringferð um landið með fluiding myndlistarnámskeið og munu gera stans á Norðurlandi. Fyrstu námskeiðin verða á Hvammstanga 11. maí kl. 14. og Blönduósi sama dag kl.18. Þá er haldið á Sauðárkrók daginn eftir þann 12. maí og hefst námskeið þar kl.11 áður en farið er til Siglufjarðar kl. 14 og Dalvíkur kl.16. Á Akureyri verða þrjú námskeið mánudaginn 13. maí kl. 12, 13 og 18.
Meira

Námskeið í Textíl Fab Lab

Vikuna 13.-17. maí fer fram alþjóðlegt námskeið í Textíl Fab Lab og kynning á Fabricademy, sem er Fab Lab nám sérmiðað að tækni og textíl og hvernig hægt er að gera snjallan textíl. Mánudaginn 13. maí mun hópurinn leggja af stað norður í land og heimsækja fyrirtæki sem tengjast textíl s.s. Álafoss, Textílsetrið á Blönduósi og Gestastofu Sútarans.
Meira

Endurskoðun á aðalskipulagi Skagastrandar

Hjá sveitarstjórn Skagastrandar er nú hafin vinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Í nóvember á síðasta ári var haldinn kynningarfundur um verkefnið þar sem íbúum var gefinn kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri. Nú er lýsing á endurskoðun aðalskipulags Skagastrandar 2010-2022 kynnt á vef sveitarfélagsins.
Meira

„Í mínum vinahópi myndi aldrei klikka að setja 50cent á fóninn“ / HÓLMAR EYJÓLFS

Að þessu sinni er það Hólmar Örn Eyjólfsson sem svarar Tón-lystinni en auk þess að vera atvinnumaður í knattspyrnu er hann besti gítarleikarinn í íslenska landsliðinu í knattspyrnu – að mati Feykis. Þar sem Hólmar er búinn að glíma við erfið meiðsli undanfarna mánuði var ákveðið að senda honum spurningalista Tón-lystarinnar til að stytta honum stundirnar í endurhæfingunni í Búlgaríu þar sem hann er á mála hjá stórliði Levski Sofia.
Meira

Baldur Þór nýr þjálfari Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu þriggja ára en jafnframt mun hann hafa yfirumsjón með styrktarþjálfun beggja meistaraflokka, kvenna og karla. Baldur kemur til Tindastóls frá Þór Þorlákshöfn, þar sem hann náði mjög góðum árangri með liðið á síðasta tímabili.
Meira

Sigurður Líndal í stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn á Fosshótel Húsavík í gær. Meðal dagskrárliða var stjórnarkjör þar sem kosið var um tvær stöður aðalmanna á Norðurlandi eystra og eina á Norðurlandi vestra. Aðalmenn í stjórn Markaðsstofu Norðurlands eru kosnir til tveggja ára í senn og varamenn á hverju ári.
Meira