Fréttir

Hér hvílir séra Marteinn prestur - Vígsla sögutorgs í Höskuldsstaðakirkjugarði

Miðvikudaginn 26. september heimsótti biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, Höskuldsstaðakirkju og var með helgistund í kirkjunni. Að henni lokinni var gengið út í elsta hluta kirkjugarðsins þar sem biskup vígði sögutorg sem hlaðið var í sumar. Sögutorgið er hlaðið úr grjóti, klætt utan með grasþökum og hellulagt með náttúrugrjóti.
Meira

Tími nagladekkjanna kominn?

Ökumenn hafa í dag lent í vandræðum á leið sinni um Öxnadalsheiði en þar er nú frost og snjókoma og vegurinn háll. Vegfarandi á austurleið sagði marga bíla vera stopp við Bakkasel sem kæmust ekki upp brekkuna. A.m.k. einn bíll hafði endað utan vegar í Öxnadalnum. Taldi viðmælandi Feykis bílana eiga það sammerkt að vera enn á sumardekkjum.
Meira

Kristinn Kristófersson til FISK-Seafood

Kristinn Kristófersson hefur verið ráðinn til FISK-Seafood. Auk almennra verkefna fyrir félagið mun Kristinn sinna sérstaklega starfsemi fyrirtækisins á Snæfellsnesi. Kristinn býr í Ólafsvík og starfaði áður hjá Deloitte. Sérsvið Kristins eru uppgjör og endurskoðun sjávarútvegsfyrirtækja.
Meira

Fjórar Stólastúlkur í liði ársins í 2. deildinni

Fótbolti.net gekkst fyrir vali á liði ársins í fótboltanum nú á dögunum og voru það þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem völdu listann. Tindastóll var með lið í báðum 2. deildunum, karla og kvenna, og reyndust stúlkurnar heldur atkvæðameiri, enda komust þær upp um deild á meðan brekkan var meiri hjá strákunum. Fjórar stúlkur komast í átján manna hóp úrvalsliðsins en aðeins einn strákanna.
Meira

Stólarnir yfirmeistarar í Vesturbænum

Lið KR og Tindastóls mættust í kvöld í DHL-höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur í leik þar sem í ljós kom hverjir væru meistarar meistaranna. Það voru semsagt Íslandsmeistararnir sem tóku á móti bikarmeisturunum og það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda í kvöld – Stólarnir voru mun betri og sigruðu 72-103 og fengu afhentan bikar af því tilefni.
Meira

Nokkrar myndir úr Laufskálarétt

Fólk lét ekki slæma veðurspá né kulda stoppa sig í að taka þátt og eða fylgjast með réttarstörfum í Laufskálarétt í gær. Fjöldi ríðandi manna fór í Kolbeinsdalinn og sótti stóðið sem viljugt hljóp til réttar. Veðurspáin fyrir daginn var ekki góð, rigning og norðan kuldi en betur rættist úr veðrinu þar sem úrkoman varð aldrei nein að ráði. Kuldann var einfalt að klæða af sér.
Meira

Gaman að skilja eitthvað eftir fyrir framtíð barnabarnanna

Jóhanna S. Björnsdóttir sagði lesendum frá handavinnu sinni í þættinum Hvað ertu með á pjónunum? í 43. tbl. Feykis 2017. Jóhanna S. Björnsdóttir á Sauðárkróki er fjölhæf handavinnukona þó ekki sé ýkja langt síðan hún fór að fást við handavinnu, aðeins 15 ár, í kjölfar slyss sem hún varð fyrir þannig að segja má að handavinnuáhuginn hafi kviknað fyrir slysni. Síðan þá hefur hún lagt stund á margs konar hannyrðir og meðal annars á hún nú fjóra þjóðbúninga. Jóhanna hefur sótt ýmis námskeið og skráði sig eitt sinn, fyrir misskilning, á bútasaumsnámskeið í New Hampshire, sem ætlað var fólki sem hafði bútasaum að atvinnu.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Ábær í Austurdal

Ábær í Austurdal. Elzta heimild um þetta bæjarnafn er Landnáma. Hún segir þannig frá: „Önundr víss, hét maðr, er land nam frá Merkigili, enn eystra dal alt fyrir austan; enn þá er Eiríkur vildi til fara at nema dalinn allan alt fyrir vestan, þá feldi Önundr blótspán til, at hann skyldi verða víss, hvern tíma Eiríkr mundi til fara at nema dalinn, ok varð þá Önundr skjótari ok skaut yfir ána með tundröru ok helgaði sér svá landit fyrir vestan, ok bjó milli á“. (Land- náma, bls. 142).
Meira

„Þú ert það sem þú borðar“

"Umsjónarkona þessa þáttar minnist þess að hafa fyrst rekist á hið margtuggna slagorð „þú ert það sem þú borðar“ á veggspjaldi í sveitaskóla á Vesturlandi. Fyrstu hughrifin sem það vakti á þeim tíma var að þá hlyti maður að vera bjúga! Í minningunni voru nefnilega alltaf bjúgu í matinn þegar íþróttamót voru haldin í umræddum skóla. Með öðrum orðum kjöt, salt og mör, ásamt einhverjum bindiefnum, pakkað í plast og reykt við tað. Seinna tók kannski við víðari túlkun á frasanum „að vera það sem maður borðar.“ Með það í hug gróf Feykir upp nokkrar uppskriftir af hollu og góðu haustfæði." Svo mælti umsjónarmaður matarþáttar Feykis í 37. tbl. ársins 2016.
Meira

Listin að lifa

Ég hitti nýverið konu sem spurði mig af kurteisissökum hver væru mín helstu áhugamál. Það runnu skyndilega á mig tvær grímur því í fljótu bragði mundi ég ekki eftir neinum raunverulegum áhugamálum, hverju skyldi ég svara.
Meira