Fréttir

Þrír gómsætir eftirréttir

Ólöf Ösp Sverrisdóttir og Snorri Geir Snorrason á Sauðárkróki voru matgæðingar Feykis í 12. tölublaði ársins 2017. Ólöf hefur orðið: „Ég ætla að byrja á því að þakka Ingu Skagfjörð fyrir að koma mér í þessa klípu, að ég þurfti að leggja höfuðið í bleyti til að koma mér í þessi skrif. Ég ætla ekki hefðbundnu leiðina og koma með forrétt, aðalrétt og eftirrétt heldur ætla ég að gefa ykkur þrjár uppskriftir af uppáhalds eftirréttunum mínum. Þessar gómsætu uppskriftir er tilvalið að hafa í veislum, hitting eða bara einn góðan sunnudag. Vonandi munuð þið njóta góðs af þeim."
Meira

Frú Agnes M. Sigurðardóttir heimsækir Skagafjörð

Í dag mun biskup Íslands, frú Agnesar M. Sigurðardóttir heimsækja Sauðárkrókssöfnuð og prédika í messu kl. 13. Fermingarstúlkur lesa ritningarlestra og kirkjukórinn leiðir sálmsöng. Í kvöld verður hún í Löngumýrarkapellu klukkan 20. Er þetta liður í heimsókn biskups í Sauðárkróks- og Glaumbæjarprestakall.
Meira

Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra í kynnisferð á Borgundarhólmi

Dagana 25.-27. mars fór 42 manna hópur sveitarstjórnarmanna og sveitarstjóra á Norðurlandi vestra í kynnisferð til Borgundarhólms í Danmörku. Einnig fóru starfsmenn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í ferðina en ferðin var skipulögð af samtökunum.
Meira

Nýtt fjós tekið í notkun með pompi og prakt á Syðri Hofdölum

Mikið var um dýrðir um síðustu helgi þegar nýtt fjós var tekið í notkun af Hofdalabúinu ehf. á bænum Syðri Hofdölum í Viðvíkursveit. Eigendur að Hofdalabúinu ehf. eru hjónin Trausti Kristjánsson og Ingibjörg Aadnegard, sonur þeirra Atli Már Traustason og kona hans, Klara Helgadóttir, en auk þeirra starfa þau Friðrik Andri Atlason, Lilja Dóra Bjarnadóttir, Aníta Ýr Atladóttir og Trausti Helgi Atlason við búið.
Meira

Pistill um ekki neitt - Áskorendapenninn Dagný Marín Sigmarsdóttir, Skagaströnd

Þegar Marín frænka hringir og virðist hafa þá ofurtrú að það sé upplagt að þú setjist við skriftir og taki áskorun hennar um að skrifa pistil í Feyki, hvað getur maður sagt. Allavega tók ég þeirri áskorun og hélt að þetta yrði nú ekkert vandamál. En fljótlega varð ég alveg mát, um hvað átti ég eiginlega að skrifa. Eitthvað jákvætt og skemmtilegt og alls ekki pólitík, lagði dóttir mín til.
Meira

Málþing um seli og samfélag

Laugardaginn 13. apríl stendur Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra fyrir opnu málþingi um margslungið samband manna og sela við Húnaflóa í fortíð, samtíð og framtíð. Á málþinginu koma saman fræðimenn af ýmsum sviðum sem eiga það sameiginlegt að stunda rannsóknir á Norðurlandi vestra. Þeir munu deila rannsóknum sínum og niðurstöðum og kanna möguleikann á frekara samstarfi í framtíðinni.
Meira

Brotlending í Síkinu

Tindastóll hafði tækifæri til að sópa Þórsurum frá Þorlákshöfn út úr úrslitakeppni Dominos deildarinnar í gær er þriðji leikur liðanna fór fram í átta liða úrslitunum. Þórsarar voru á öðru máli og vann sannfærandi sigur 67-87.
Meira

Opið hús í Kakalaskála

Næstu þrjá laugardaga, 30. mars, 6. og 13. apríl verður opið hús í Kakalaskála í Skagafirði þar sem áhugasömum er boðið að fylgjast með 14 alþjóðlegum listamönnum að störfum við að túlka sögu Þórðar kakala fyrir sýningu sem stendur til að opna í Kakalaskála í sumar.
Meira

Björn Hansen heiðraður á aðalfundi Tindastóls

Aðalfundur UMF Tindastóls var haldinn í gær í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans. Dagskrá fundarins var samkvæmt lögum félagsins og var ágætlega mætt. Sitjandi stjórn gaf öll kost á sér til áframhaldandi starfa sem var samþykkt.
Meira

Fjórir hektarar lands hafa myndast á Eyrinni á 27 árum

Fyrr í vikunni lauk Norðurtak við að leggja grjótgarð út frá fjörunni neðan athafnasvæðis hafnarinnar á Sauðárkróki með það að markmiði að vinna frekara land. Frá árinu 1978 hafa myndast um 5,8 hektarar, eða 58 þúsund fermetrar, af landi á hafnarsvæðinu sem Gönguskarðsáin og norðanáttin skila að landi með hjálp sandfangara og grjótgarða.
Meira