Ragnheiður Jóna ráðinn sveitarstjóri Húnaþings vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
14.06.2019
kl. 09.08
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur um að taka að sér starf sveitarstjóra í Húnaþingi vestra út kjörtímabilið. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að Ragnheiður Jóna hafi síðastliðin tvö ár starfað sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Áður starfaði hún í 10 ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.
Meira
