Fréttir

„Elska þungan bassa og gott beat með óvæntum twistum“ / INGA BIRNA

Að þessu sinni er það Inga Birna Friðjónsdóttir sem svarar Tón-lystinni en á dögunum gaf hún út nýtt lag, One Night, ásamt félögu sinni, Karitas Hörpu Davíðsdóttur, en þær söngkonur skipa saman dúóið Hedband. „Mitt hljóðfæri er raddböndin eins og er en ég er byrjuð að læra á píanó,“ segir hún en ásamt því að vera í Hedband vinnur Inga Birna einnig að sínu fyrsta sóló-lagi sem væntanlegt er með haustinu.
Meira

Yfirlýsing málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf vegna kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga um frestun gildistöku ákvæða um notendastýrða persónulega aðstoð

Með bréfi síðastliðinn föstudag fór Samband íslenskra sveitarfélaga þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga sem taka eiga gildi þann 1. október verði frestað til áramóta. Þessum tillögum hafnar málefnahópur Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf algerlega. Tími seinkana og mannréttindabrota er liðinn.
Meira

Biskup heimsækir Höskuldsstaðakirkju

Á miðvikudag í næstu viku, þann 26. september, mun biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, heimsækja Höskuldsstaðakirkju. Þar verður haldin stutt helgistund sem hefst klukkan 10:30 en að henni lokinni mun biskup vígja sögutorg sem hlaðið var í sumar í elsta hluta kirkjugarðsins á Höskuldsstöðum.
Meira

Rigning, slydda eða snjókoma norðanlands

Gult ástand, samkvæmt skilgreiningu Veðurstofunnar, er í gildi vegna veðurs fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi. Allhvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu er víða til fjalla og þurfa vegfarendur að gera ráð fyrir hálku á Þverárfjalli og Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á fjallvegum á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Krapi er á Mývatnsöræfum og Fjarðarheiði.
Meira

Er 2. deildin bara eitthvað djók?

Keppni í 2. deild karla í sumar hefur verið frábær skemmtun og mótið æsispennandi bæði á toppi og botni. Nú sér Herra Hundfúll ekki annað en að KSÍ hafi upp á sitt eindæmi farið langt með að eyðileggja þetta ágæta mót með ótrúlegum dómi um að spila aftur leik Hugins og Völsungs nú þegar þrír dagar eru þar til lokaumferðin fer fram...
Meira

Átta fíkniefnamál á Norðurlandi vestra

Átta fíkniefnamál hafa komið til kasta lögreglunnar á Norðurlandi vestra það sem af er september. Á Facebooksíðu embættisins kemur fram að aukin áhersla hefur verið lögð á fíkniefnamál og hefur lögreglan m.a. nýtt sér aðstoð fíkniefnaleitarhunda.
Meira

Blönduósbær sækir um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs

Íbúðalánasjóður leitar nú eftir samstarfi við sveitarfélög á landsbyggðinni vegna tilraunaverkefnis á vegum sjóðsins með það að markmiði að leita leiða til þess að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks íbúða- og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði eins og segir á vef Íbúðalánasjóðs.
Meira

Ökum ekki syfjuð

Vátryggingafélag Íslands minnir ökumenn á það á vef sínum hve mikilvægt er að vera vel úthvíldur þegar sest er undir stýri. Þar segir að þreyta ökumanna sé þrisvar sinnum líklegri til að valda alvarlegum slysum en hraðakstur. Eru því ökumenn minntir á að taka sér stutt hlé á akstri og fá sér stuttan blund ef ekki eru aðrir farþegar með í bílnum til að skipta við ökumann.
Meira

Rabb-a-babb 167: Ólafur Bjarni

Nafn: Ólafur Bjarni Haraldsson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Foreldrar mínir eru Ragnheiður og Haraldur í Brautarholti, sem er sveitabær stutt frá Varmahlíð, en þar er ég einmitt uppalinn. Starf / nám: Ég er stýrimaður á Málmey SK 1, lærði Húsasmíði frá FNV, og svo er ég sveitarstjórnar fulltrúi í sveitarfélaginu Skagafjörður. Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Bangsinn Bubbi þegar ég var mjög lítill. Svo var það Lego þegar ég varð aðeins eldri, svo átti ég Stiga sleða sem var einnig í miklu uppáhaldi yfir vetrartímann. Hættulegasta helgarnammið? Einusinni var það Thule, núna er það súkkulaði
Meira

Af fornum ferðaleiðum – dýrmætum menningararfi og hindrun af mannavöldum á Kjalvegi hinum forna

Fornar ferðaleiðir og vörður sem vegvísar eru merkur minnisvarði um ferðamáta og erfið lífsskilyrði fyrri kynslóða. Fornar alfaraleiðir, svonefndar þjóðleiðir, teljast nú með okkar dýrmætustu menningarminjum og heyra undir lög um minjavernd og óheimilt er að hindra för um þær. Benda má á Kjalveg hinn forna sem magnað dæmi en þar má enn sjá samfelldar og skýrar reiðgötur og þar standa geysimiklar vörður enn, hvorutveggja áhrifamiklir minnisvarðar um fyrri tíma - og rekja ferðaleiðina, nánast óslitið milli byggða, norðanlands og sunnan.
Meira