Fréttir

Fundir Rauða krossins um sögu Sýrlands í tengslum við móttöku flóttamanna

Rauðakrossdeildin í Húnavatnssýslu hélt tvo vel sótta fundi nú í vikunni. Var sá fyrri haldinn á Blönduósi mánudaginn 18. mars og sá síðari á Hvammstanga þriðjudaginn 19. mars. Eru fundirnir hluti af undirbúningi á móttöku nær 50 sýrlenskra flóttamanna sem áætlað er að komi til Blönduóss og Hvammstanga byrjun maí.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Norðurstrandarleið

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu fyrirtækja í Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið en ferðamannaleiðin verður formlega opnuð 8. júní næstkomandi á Degi hafsins. Arctic Coast Way er nýtt og spennandi verkefni í ferðaþjónustu og er því ætlað að skapa aukið aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.
Meira

Blá fátækt í boði Bjarna

Hvers vegna hefur tafist hjá starfshópi um kjör eldri borgara sem standa höllum fæti, sem ráðherra skipaði í vor og var ætlað að skila tillögum fyrir 1. nóvember 2018, að skila tillögum sínum og hvenær er von á tillögum frá hópnum?
Meira

Bjarki Már þjálfar Kormák/Hvöt

Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar sem leikur í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Bjarki Már mun einnig spila með liðinu en hann er margreyndur varnarjaxl með Tindastóli en einnig sem þjálfari.
Meira

Mótmælir breytingu á lögum um náttúruvernd

Byggðarráð Húnaþings vestra lagði fram, á fundi sínum þann 18. mars, bókun varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum um náttúruvernd sem áformað er að leggja fram á vorþingi 2019. Í bókun byggðarráðs er fyrirhuguðum breytingum mótmælt harðlega.
Meira

Innblástursventill brotnaði í Málmey á heimstími

Málmey SK-1 kom til hafnar á Sauðárkróki í gærkvöldi eftir að hafa lent í hrakningum á heimsiglingunni. Á Facebooksíðu Fisk Seafodd kemur fram að innblástursventill hafi brotnað og við það eyðilagðist hedd, stimpill og fleira.
Meira

GróLind heldur fundi í dag í Víðihlíð og Miðgarði

Þessa dagana eru starfsmenn Landgræðslunnar á ferð um landið og bjóða öllum áhugasömum til kynningar- og samráðsfunda um verkefnið GróLind – mat og vöktun á gróður og jarðvegsauðlindum Íslands. Næstu fundir verða á Norðurlandi vestra í dag - fimmtudaginn 21. mars. Sá fyrri hefst klukkan 14 og haldinn í Víðihlíð í V-Húnavatnssýslu en kl. 20 í Miðgarði í Skagafirði.
Meira

Elvar Logi sigursæll í Norðlensku mótaröðinni

Þriðja mótið í Norðlensku mótaröðinni fór fram sl. laugardag í Þytsheimum á Hvammstanga en keppt var í tölti, T4 og T7. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins en öll úrslit og tölur úr forkeppni eru einnig inn á LH kappa appinu. Fjórða mót Norðlensku mótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 30.mars, kl 13:00 í reiðhöllinni á Sauðarkróki og stnedur skráning til miðnættis fimmdudagsins 28. mars en keppt verður í tölti T3, T7 og skeiði.
Meira

Domi endurnýjaði samning við Kormák/Hvöt

Juan Carlos Dominguez Requena, skrifaði í gær undir nýjan samning við Kormák/Hvöt en Domi kom til liðsins í fyrrasumar og var mikilvægur hlekkur í varnarleik liðsins. Á Facebooksíðu Knattspyrnudeildar Hvatar segir að stjórnin hlakki til áframhaldandi samstarfs við Domi. Við undirritun samningsins voru viðstödd Hámundur Örn og Lee Ann sem sitja í meistaraflokksráði Hvatar.
Meira

Ýmis störf í boði á Sauðárkróki

Á Sauðárkróki vantar deildarstjóra, kerfisstjóra, héraðsfulltrúa, vaktstjóra og bifreiðastjóra, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan fjölbreytt sumarafleysingastörf hafa áhugaverðar stöður verið auglýstar undanfarið og er af mörgu að taka.
Meira