Fréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir lista yfir lögmæt verkefni sveitafélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga með skírskotun til sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, 1. mgr. 7. gr. Er yfirlitið hugsað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð og ennfremur að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga að því er segir á vef ráðuneytisins.
Meira

Þegar óskirnar rætast - Áskorendapenninn Jóhanna Helga Halldórsdóttir, Brandsstöðum

Þessar óskir okkar. Við vitum ekki hvaðan þær koma, eða hvers vegna þær verða til í hugum okkar. Við vitum ekki af hverju okkur langar til einhvers sérstaks og vitum ekki alltaf hvað drífur okkur áfram í þá átt sem við veljum hverju sinni. En óskirnar eru þarna og þráin til þess að fá þær uppfylltar. Kannski skilgreinir þessi þrá okkar um framvindu tilverunnar svolítið hver við erum og hvaða lífsgildi við höfum og höldum í heiðri. Ég veit það ekki. Við erum allavega, svo dásamlega mismunandi og við höfum öll þennan hæfileika, þennan neista, sem eru óskirnar okkar.
Meira

Íbúum fjölgar um 0,5% á Norðurlandi vestra

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 36 einstaklinga eða 0,5% á tímabilinu frá 1. desember 2017 til 1. september sl. samkvæmt tölum frá Þjóðskrá sem birtar voru nýlega. Mesta fjölgunin í landshlutanum varð í Blönduósbæ en þar fjölgaði íbúum um 43 sem nemur 4,8% fjölgun.
Meira

Svanhildur Pálsdóttir ráðin í 1238, The Battle of Iceland

Fyrir skömmu var greint frá því að Áskell Heiðar Ásgeirsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri 1238, The Battle of Iceland, fræðslu- og upplifunarmiðstöðvarinnar um Sturlungaöldina sem opnar á Sauðárkróki í vetur. Nú hefur bæst í starfsmannahópinn því Svanhildur Pálsdóttir, fv. hótelstýra í Varmahlíð, hefur verið fengin til starfa.
Meira

Etix Group eignast ráðandi hlut í Borealis Data Center

Vísir.is greindi frá því á dögunum að lúxemborgska hýsingar- og gagnavinnsluþjónustan Etix Group hefur fjárfest í Borealis Data Center sem rekur tvö gagnaver á Íslandi, annað á Blönduósi og hitt á Fitjum í Njarðvík. Þar með er Etix komið með ráðandi hlut í Borealis Data Center, eða um 55%, og hefur fyrirtækið nú formlega skipt um nafn og heitir framvegis Etix Everywhere Borealis.
Meira

Þjóðverjar fjölmennastir gesta Söguseturs íslenska hestsins

Sumaropnun Söguseturs íslenska hestsins þetta árið lauk 31. ágúst. Gestir voru alls 1177, þar af 153 börn svo alls greiddu 1024 aðgangseyri, sem er nokkur fjölgun frá fyrra ári. Á heimasíðu setursins segir að athyglisvert sé hversu víða að gestir setursins í sumar komu, eða frá 29 þjóðlöndum auk Íslands. Rétt eins og fyrri ár eru þýskir gestir í sérflokki hvað fjölda varðar, en þeir voru 392, eða rétt rúm 38%. Íslendingar voru í öðru sæti með 138 gesti og Bandaríkjamenn í því þriðja með 69 gesti. Næstir komu svo Hollendingar (61 gestur), Svisslendingar (60 gestir) og Svíar (54 gestir).
Meira

„Stefnan sett á sigur og ekkert annað“

Á morgun, laugardag, verður síðasta umferðin í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu leikin. Tindastólsmenn fá lið Völsungs frá Húsavík í heimsókn á Sauðárkróksvöll og er mikið undir hjá báðum liðum. Tindastólsmenn þurfa að ná góðum úrslitum til að tryggja sæti sitt í 2. deild en ef úrslit leikja verða Húsvíkingum hagstæð eiga þeir séns á að tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni. Feykir hafði samband við Jón Stefán Jónsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og einn af þjálfurum liðsins.
Meira

Miðfjarðará í þriðja sætinu

Nú styttist í að laxveiðitímabili ársins ljúki og hefur ein af húnvetnsku ánum sem sitja á lista landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu árnar birt lokatölur sínar. Talsverður munur er á aflamagni miðað við sama tíma í fyrra þegar 8.008 laxar höfðu veiðst en aðeins 5.644 núna sem er um 30% aflaminnkun.
Meira

Ein af sex þjónustuskrifstofum VÍS verður á Króknum

VÍS hefur í samræmi við nýja framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki ákveðið að endurskipuleggja og einfalda fyrirkomulag þjónustu við viðskiptavini þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir. Í kjölfarið verða þjónustuskrifstofur VÍS víðs vegar um landið sameinaðar í sex öflugar þjónustuskrifstofur á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði og Reykjavík. Breytingarnar taka gildi 1. október næstkomandi.
Meira

Húnabraut 4 öll í eigu Ámundakinnar

Ámundakinn ehf. og Búrfjöll ehf. undirrituðu síðastliðinn sunnudag samning um kaup Ámundakinnar á hlut Búrfjalla í húsinu að Húnabraut 4 á Blönduósi. Um er að ræða rúmlega 500 fermetra verslunar- og iðnaðarhúsnæði auk tæplega 300 fermetra skemmu. Einnig fylgir allstórt afgirt geymslusvæði og lóð. Þar með hefur Ámundakinn eignast allt húsnæðið að Húnabraut 4.
Meira