Fréttir

Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöll

Stórsýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöll 12. til 14. október næstkomandi. Seinasta stóra stóra landbúnaðarsýning var haldin í Höllinni 1968 eða fyrir 50 árum. Sú sýning var einstaklega vel sótt af borgarbúum og bændum.
Meira

Lokað hjá Sýslumanni á föstudaginn

Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki verða lokaðar föstudaginn 12. október vegna námskeiðs hjá starfsfólki.
Meira

Gestafjöldi í sundlaugum svipaður í ár og á síðasta ári

Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beinlínis leikið við okkur hér á vestanverðu Norðurlandi síðasta sumar virðiðst aðsókn í sundlaugar svæðisins vera síst lakari en á síðasta ári. Feykir hafði samband við forstöðumenn íþróttamiðstöðva á svæðinu og forvitnaðist um aðsóknartölur fyrir sumarið.
Meira

Langar þig að vera óstöðvandi? Álag, streita og kulnun? Kanntu á Google?

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, SFR og Verslunarmannafélag Skagafjarðar ætla að bjóða félagsmönnum sínum á þrjú námskeið sem haldin eru í Farskóla Norðurlands vestra, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin en nánari lýsingar á námskeiðunum er að finna á heimasíðu skólans.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en hann veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila allt um land. Einnig styrkir sjóðurinn aðgerðir sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins. Sjóðnum er ennfremur ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.
Meira

Eiríkur Rögnvaldsson hlaut heiðursverðlaun DV

Skagfirðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson sem starfaði lengi sem prófessor hjá Háskóli Íslands hlaut heiðursverðlaun DV, fyrir framlag til íslenskra málvísinda og tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Eiríki heiðursverðlaunin hátíðlega athöfn sl. föstudag í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar.
Meira

Langar þig í Salinn?

Feykir hefur verið með myndagetraun í blaðinu og spurt hver sé viðkomandi persóna á myndinni. Leikurinn er í samstarfi við tónleikahaldara danslagakeppninnar á Króknum, sem slógu í gegn á Sæluvikunni á Sauðárkróki 2017 og síðasta vetur í Salnum Kópavogi. Verða þeir endurfluttir í Salnum Kópavogi 2. nóvember klukkan 20:30.
Meira

Tap hjá Stólastúlkum í fyrsta leik

Tindastólsstúlkur sóttu heim Fjölni í Grafarvogi sl. laugardag í 1. deild kvenna í körfubolta en Tindastóll hefur ekki teflt fram liði í meistaraflokki síðan tímabilið 2014-2015. Stelpurnar komu Fjölniskonum, sem spáð er sigri í deildinni, á óvart með hörkuleik framan af en reynslan og breiddin hjá heimakonum sagði til sín þegar á leið og þær grafvogsku unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 106-75.
Meira

Vídeólist á Kleifum fær Menningarverðlaun DV

Menningarverðlaunum DV fyrir árið 2017 var úthlutað á föstudaginn var. Meðal verðlaunahafa voru þau Finnur Arnar Arnarson og Áslaug Thorlacius sem hlutu verðlaunin í flokki myndlistar fyrir frumlega uppsetningu á vídeóverkum í gömlu fjárhúsunum á bænum Kleifum við Blönduós sumarið 2017.
Meira

Ámundakinn opnar nýtt hús á Blönduósi

Laugardaginn 6. október, var nýtt þjónustuhús fyrir mjólkursöfnun í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum tekið formlega í notkun að Hnjúkabyggð 34. Jón Gíslason flutti tölu fyrir hönd stjórnar Ámundakinnar og fór yfir starfsemi Ámundakinnar en hlutverk og markmið Ámundakinnar er m.a. að byggja og leigja út atvinnuhúsnæði til atvinnustarfsemi á svæðinu. Ámundakinn á húsnæði á Skagaströnd, Blönduósi, Hvammstanga og Sauðárkróki.
Meira