Fréttir

Murr með þrennu á Seltjarnarnesinu

Stólastúlkur léku þriðja leik sinn í Lengjubikarnum í gærkvöldi þegar þær sóttu lið Gróttu heim á Vivaldivöllinn á Seltjarnarnesinu. Heimastúlkur voru yfir í hálfleik en þrenna frá Murielle Tiernan á korterskafla í síðari hálfleik lagði grunninn að 2-3 sigri Tindastóls.
Meira

Varmahlíðarskóli í úrslit í Skólahreysti

Fulltrúar Varmahlíðarskóla náðu frábærum árangri í Skólahreysti í gær er þeir gerðu sér lítið fyrir unnu Norðurlandsriðil, sem samanstendur af skólum á Norðurlandi utan Akureyrar. Það mun vera þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sjö árum sem skólinn á þátttakendur í úrslitum. Í liðinu eru Ásta Alyia Friðriksdóttir, Sara María Ómarsdóttir, Óskar Stefánsson og Steinar Óli Sigfússon en til vara voru þau Björg Ingólfsdóttir og Indriði Þórarinsson.
Meira

Lionsfélagar safna fyrir lækningatækjum

Dagana 5.-7. apríl nk. munu Lionsfélagar um land allt selja rauða fjöður til þess að safna fyrir tækjabúnaði fyrir sykursjúka, sjónskerta og blinda. Markmiðið er að safna að lágmarki fyrir tveimur augnbotnamyndavélum sem staðsettar verða á innkirtladeild Landspítalans og á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð Blindrafélagsins. Í fréttinni má finna söfnunarnúmer og upplýsingar um reikning Lions fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið.
Meira

Kvíðinn í samfélaginu – Ráðstefna á Hólum

Guðbrandsstofnun í samstarfi við Embætti landlæknis, Geðhjálp, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Félag íslenskra músikþerapista standa að ráðstefnu um kvíða. Raðstefnan, sem haldin er á Hólum í Hjaltadal, hefst á morgun og stendur yfir í tvo daga. Að sögn Solveigar Láru Guðmundsdóttur stendur Guðbrandsstofnun að einni ráðstefnu á ári, auk þess að skipuleggja Sumartónleika í Hóladómkirkju á sunnudögum yfir sumarmánuðina og standa að Fræðafundum heima á Hólum tvisvar í mánuði yfir vetrartímann. Undanfarin fjögur ár báru ráðstefnurnar yfirskriftina: Hvernig metum við hið ómetanlega. Undirtitlarnir þessi fjögur ár voru 2015- náttúran og auðlindirnar, 2016 -menningin, 2017 -trú og lífsskoðun og 2018 -hið góða líf.
Meira

Íbúafundur um Verndarsvæði í byggð á Hofsósi í dag

Boðað er til íbúafundar í félagsheimilinu Höfðaborg í dag, miðvikudaginn 3. apríl kl. 17:30, til kynningar á verkefninu Verndarsvæði í byggð á Hofsósi. Sveitarfélagið hlaut styrk frá Minjastofnun Íslands árið 2015 til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi.
Meira

Eigum eftir að fá páskahret og jafnvel sumarmálahretið

Í gær, þriðjudaginn 2. apríl, komu saman til fundar níu félagar í veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík og hófu fund kl. 14:05 og honum lauk hálftíma síðar. Fundarmenn voru almennt sáttir við hvernig til tókst með spádóminn fyrir marsmánuð en snjó hafði ekki tekið upp áður en snjóaði aftur og veðrið var umhleypingasamt.
Meira

Tímamótum fagnað með söngveislu

Kaupfélag Skagfirðinga fagnar 130 ára afmæli um þessar mundir en það var stofnað á Sauðárkróki þann 23. apríl árið 1889 þegar tólf menn úr Skagafirði og Bólstaðarhlíðarhreppi komu saman í þeim tilgangi að stofna til þessa félagsskapar.
Meira

Hafist handa við undirbúning ljósleiðaravæðingar í sumar

Húnaþing vestra hefur samþykkt að þiggja styrk frá frá fjarskiptasjóði og byggðastyrki frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt en eins og áður hefur verið greint frá á Feyki.is var Húnaþing vestra eitt þeirra sveitarfélaga sem buðust slíkir styrkir.
Meira

Ekkert aprílgabb á söguslóð Þórðar kakala

Listafólk, sem nú dvelst í listasmiðju Kakalaskála í Kringlumýri, hélt að verið væri að gabba það í gær, 1. apríl, þegar þeim var sagt að biskupinn yfir Íslandi myndi mæta með sitt fylgdarlið í heimsókn í dag. En ekki var um gabb að ræða því frú Agnes M. Sigurðardóttir mætti í morgun og með henni í för voru þau Dalla Þórðardóttir prófastur og Þorvaldur Víðisson biskupsritari.
Meira

Útibú Barnahúss opnað á Akureyri í gær

Í gær, mánudaginn 1. apríl, var Barnahús opnað með formlegum hætti á Akureyri en Barnahús hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 1998 með það að markmiði að hagsmunir barns séu tryggðir þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að hugmyndin bak við Barnahús sé að sérfræðingarnir komi til barnsins en ekki öfugt og verið sé að taka þá hugmynd skrefinu lengra í útibúinu á Norðurlandi.
Meira