feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.04.2019
kl. 11.51
Guðbrandsstofnun í samstarfi við Embætti landlæknis, Geðhjálp, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Félag íslenskra músikþerapista standa að ráðstefnu um kvíða. Raðstefnan, sem haldin er á Hólum í Hjaltadal, hefst á morgun og stendur yfir í tvo daga. Að sögn Solveigar Láru Guðmundsdóttur stendur Guðbrandsstofnun að einni ráðstefnu á ári, auk þess að skipuleggja Sumartónleika í Hóladómkirkju á sunnudögum yfir sumarmánuðina og standa að Fræðafundum heima á Hólum tvisvar í mánuði yfir vetrartímann. Undanfarin fjögur ár báru ráðstefnurnar yfirskriftina: Hvernig metum við hið ómetanlega. Undirtitlarnir þessi fjögur ár voru 2015- náttúran og auðlindirnar, 2016 -menningin, 2017 -trú og lífsskoðun og 2018 -hið góða líf.
Meira