feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
22.09.2018
kl. 10.11
Ásdís Ýr Arnardóttir og Jón Kristófer Sigmarsson á Hæli í Húnavatnshreppi voru matgæðingar vikunnar í 35. tbl. Feykis 2016. Þau gáfu lesendum uppskriftir að fiskisúpu, ærfille og karamellupönnsum.
„Fiskisúpa, ærfille og karamellupönnsur eru uppskrift að góðu kvöldi með vinum, einfaldar uppskriftir sem geta ekki klikkað. Við á Hæli erum gjarnan með gesti og vinnufólk og því er oft mannmargt í mat hjá okkur, eldhúsborðið tekur 16 manns í sæti svo nauðsynlegt er að geta tvöfaldað eða jafnvel þrefaldað uppskriftir án þess að það sé of mikið vesen. Auðvelt er að gera fiskisúpuna matarmeiri með því að bæta við fiski. Ærfille er herramannsmatur hvort sem það er steikt eða grafið og pönnukökurnar bæta nýtísku ívafi við annars þjóðlegan rétt. Pönnukökurnar einar og sér væru líka góðar í saumaklúbbinn."
Meira