Fréttir

Hvalhræið reyndist andarnefja

Á Feyki.is í gær var sagt frá því að höfrung hefði rekið á land í fjöruna við Sauðárkrók. Þar fór miðillinn með rangt mál því hvalategundin heitir andarnefja sem er af ætt svínhvela og telst því ekki til höfrunga.
Meira

Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælir lokun á þjónustuskrifstofu VÍS

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var í gær var samþykkt bókun þar sem ákvörðun VÍS um að loka útibúi fyrirtækisins á Hvammstanga var harðlega mótmælt. Í bókuninni segir að aðgerðir sem þessar bitni verulega á íbúum landsbyggðarinnar sem sífellt þurfi að sækja þjónustu um lengri veg en engin þjónusta frá VÍS verði aðgengileg á atvinnusvæði íbúa Húnaþings vestra eftir lokun útibúsins.
Meira

Opnir fundir á Akureyri, Siglufirði og Sauðárkróki

Á næsta ári verður samið um lífskjör Íslendinga í fjölda kjarasamninga. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA rýna í stöðu og horfur á vinnumarkaði og ræða svigrúm til launahækkana næstu árin á opnum fundum hringinn í kringum landið.
Meira

Opið hús á Hafsteinsstöðum

Í tilefni Laufskálaréttarhelgar verður opið hús á Hafsteinsstöðum föstudaginn 28. september milli kl 3 og 6. Á staðnum verða folaldshryssur, tryppi á ýmsum aldri ásamt hrossum í tamningu og þjálfun. Sýnd verða nokkur hross í reið milli kl 5 og 6.
Meira

Biskup Íslands vísiterar í Skagastrandarprestakalli

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, mun vísitera í Skagastrandarprestakalli á morgun, þriðjudag 25. september, og á miðvikudag, 26. september. Biskup heimsækir allar kirkjur prestakallsins, í sveitakirkjunum verður haldin helgistund með hugleiðingu sem biskup flytur og í Hólaneskirkju mun biskup flytja prédikun við messu á þriðjudagskvöld.
Meira

Árleg inflúensubólusetning á næstu dögum

Á næstu dögum verður bólusett gegn inflúensu á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Í auglýsingum frá Heilbrigðisstofnuninni segir að allir einstaklingar eldri en 60 ára ættu að láta bólusetja sig svo og öll börn og fullorðnir með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. Einnig er æskilegt að heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í framantöldum áhættuhópum fái bólusetningu svo og þungaðar konur. Ennfremur eru lungnabólusetningar ráðlagðar einstaklingum eldri en 60 ára. Bóluefnið er áhættuhópum að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald.
Meira

Höfrungur í fjörunni við Sauðárkrók

Mikið hefur verið um hvala- og hvalrekafréttir á árinu svo ætla má að fjölgun sé hjá þeim spendýrum við Íslandsstrendur. Við fjölfarna gönguleið í fjörunni við Sauðárkrók liggur nú hræ af höfrungi sem rekið hefur á land í norðanáttinni á dögunum. Líklega er hér um stökkul að ræða sem er meðalstór tannhvalur og er ein af tveimur tegundum í ættkvíslinni Tursiops. Þeir eru hluti af ættinni Delphinidae og eru meðal algengustu höfrunga á hafsvæðinu við sunnanvert Ísland.
Meira

Langar þig í Salinn? Danslagakeppnin á Króknum endurtekinn

Enn á ný gefst fólki færi á að hlýða á danslögin sem kepptu í Danslagakeppninni á Króknum á síðustu öld og flutt voru í tilefni af því að 60 ár eru frá upphafi keppninnar. Ákveðið hefur verið að endurtaka tónleikana, sem slógu svo rækilega í gegn á Sæluvikunni á Sauðárkróki 2017 og síðasta vetur í Salnum Kópavogi, þar sem seldist upp á báða tónleikana.
Meira

Lamanna með þrjú þegar Stólarnir tryggðu sætið í 2. deildinni

Það var áþreifanleg spenna í 2. deildinni í dag þegar síðasta umferð sumarsins var leikin. Á flestum völlum skiptu úrslitin máli varðandi það hvaða lið færu upp og hvaða lið fylgdi liði Hugins niður í 3. deild. Á Sauðárkróksvelli mættust lið Tindastóls og Vösungs og þar gátu Stólarnir fallið og Völsungur farið upp um deild en það voru heimamenn sem voru sterkari í fjörugum og spennandi leik sem endaði 3-2. Þegar úrslit dagsins lágu ljós fyrir kom í ljós að lið Tindastóls endaði í áttunda sæti en fyrir síðustu umferðina hafði liðið aldrei verið ofar en í 10. sæti í sumar.
Meira

Uppskrift að góðu kvöldi með vinum

Ásdís Ýr Arnardóttir og Jón Kristófer Sigmarsson á Hæli í Húnavatnshreppi voru matgæðingar vikunnar í 35. tbl. Feykis 2016. Þau gáfu lesendum uppskriftir að fiskisúpu, ærfille og karamellupönnsum. „Fiskisúpa, ærfille og karamellupönnsur eru uppskrift að góðu kvöldi með vinum, einfaldar uppskriftir sem geta ekki klikkað. Við á Hæli erum gjarnan með gesti og vinnufólk og því er oft mannmargt í mat hjá okkur, eldhúsborðið tekur 16 manns í sæti svo nauðsynlegt er að geta tvöfaldað eða jafnvel þrefaldað uppskriftir án þess að það sé of mikið vesen. Auðvelt er að gera fiskisúpuna matarmeiri með því að bæta við fiski. Ærfille er herramannsmatur hvort sem það er steikt eða grafið og pönnukökurnar bæta nýtísku ívafi við annars þjóðlegan rétt. Pönnukökurnar einar og sér væru líka góðar í saumaklúbbinn."
Meira