Laxveiðin 29% minni en á síðasta ári
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.10.2018
kl. 16.12
Nú er laxveiðitímabilið á enda í húnvetnsku laxveiðiánum sem eru á lista Landsambands veiðifélaga yfir 75 aflahæstu laxveiðiár landsins. Þar má sjá að umtalsvert minni veiði var í sumar heldur en árin á undan. Heildarveiðin í ánum sjö var 5.919 laxar sem er 29% minna en í fyrra þegar veiddust þar 8.313 laxar og 42% minna en árið 2016 þegar veiðin var 10.252 laxar.
Meira