Fréttir

Laxveiðin 29% minni en á síðasta ári

Nú er laxveiðitímabilið á enda í húnvetnsku laxveiðiánum sem eru á lista Landsambands veiðifélaga yfir 75 aflahæstu laxveiðiár landsins. Þar má sjá að umtalsvert minni veiði var í sumar heldur en árin á undan. Heildarveiðin í ánum sjö var 5.919 laxar sem er 29% minna en í fyrra þegar veiddust þar 8.313 laxar og 42% minna en árið 2016 þegar veiðin var 10.252 laxar.
Meira

Gul viðvörun í gildi

Veðurstofan varar við versnandi veðri á landinu og nú er gul viðvörun í gildi á Norður­landi vestra og svæðinu í kring; Vestfjörðum, Ströndum og Norður­landi eystra. Í veðurhorfum fyrir Norðurland vestra segir á vedur.is:
Meira

Lokað fyrir heitt og kalt vatn á Hvammstanga í dag

Veitusvið Húnaþings vestra hefur sent út áríðandið tilkynningu á vef sveitarfélagsins þar sem kemur fram að vegna tengingar á hita- og vatnsveitu í nýtt hverfi við Lindarveg verður lokað fyrir heitt vatn í dag, fimmtudag, frá klukkan 17:00 og mun lokunin standa yfir í um 5-6 tíma. Jafnframt er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Ævintýrabókin - Myndband

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Ævintýrabókina eftir Pétur Eggerz næstkomandi sunnudag í Bifröst. Höfundur tónlistar er Guðni Franzson og leikstjóri Ingrid Jónsdóttir. Alls eru 28 hlutverk í sýningunni sem leikin eru af 25 leikurum. Tíðindamaður Feykis fór á æfingu á þriðjudagskvöldið og tók upp nokkur myndbrot og klippti saman.
Meira

Rabb-a-babb 168: Rúnar Björn

Nafn: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson. Búseta: Fossvogsdalur í Reykjavík. Hvernig nemandi varstu? Mig langar að segja slæmur en ég vil frekar vísa því til skólakerfisins. Ég var uppfinningasamur, lífsglaður og hafði litla getu til að sitja kyrr og stunda páfagaukanám. Hvernig slakarðu á? Horfi á þætti, bíómyndir, dúlla mér í tölvu, fikta í alskonar dóti eða ligg í sólbaði. Hvernig er eggið best? Í pönnuköku.
Meira

Ásmundur Einar og Halla Signý með opinn fund í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 3. október klukkan 20:00, standa Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður í NV kjördæmi, fyrir opnum kvöldfundi á Sauðárkróki í Framsóknarhúsinu að Suðurgötu 3.
Meira

Sólarhringsdans í Árskóla

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki hófst klukkan 11 í morgun og stendur í sólarhring þar sem nemendur ætla að dansa til kl. 11:00 á morgun. Stífar æfingar hafa farið fram undir stjórn Loga danskennara, sem að sjálfsögðu er mættur í Skagafjörðinn af þessu tilefni.
Meira

Tiltölulega rólegt hjá löggunni um síðustu helgi

Líkamsárás sem átti sér stað á Sauðárkróki var kærð til lögreglu sl. föstudag í upphafi Laufskálaréttarhelgar í Skagafirði. Einn var tekinn grunaður um ölvunarakstur og eitt fíkniefnamál kom til kasta lögreglunnar.
Meira

Liðum Tindastóls spáð öðru og fimmta sæti

Í morgun fór fram fjölmiðla- og kynningarfundur KKÍ fyrir komandi keppni í Dominos-deildunum í körfunni. Við það tækifæri voru birtar spár formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Dominos og 1. deild karla og kvenna fyrir tímabilið 2018–2019.
Meira

Þrír ráðherrar á Króknum í kvöld

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður á opnum fundi á Kaffi Krók á Sauðárkróki þriðjudaginn í kvöld, 2. október kl. 20:00, ásamt þeim Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra.
Meira