Teymisstjóri geðheilsuteymis á Blönduós
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
02.04.2019
kl. 11.21
Sofia Birgitta Krantz hefur verið ráðin í nýtt starf teymisstjóra geðheilsuteymis fyrir Norðurland. Sofia er sálfræðingur að mennt og hefur undanfarin ár starfað hjá Sálfræðisetrinu í Reykjavík. Áður en hún byrjaði hjá Sálfræðisetrinu starfaði hún sem sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og í geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sofia kemur til starfa í júní og verður með starfsaðstöðu á Blönduósi.
Meira