Gunnar Þór og Sara sæmd starfsmerki UMFÍ
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.03.2019
kl. 09.43
Gunnar Þór Gestsson og Sara Gísladóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) sem haldið var í síðustu viku. Gunnar Þór hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, verið formaður U.M.F.Tindastóls og um þessar mundir situr hann bæði í stjórn UMSS og UMFÍ. Sara hefur verið í stjórn og síðustu ár formaður Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára í Varmahlíð og einnig verið afar virk í félagsmálum fyrir Hestamannafélagið Skagfirðing.
Meira