Fréttir

Bestu búsetuskilyrðin í Skagafirði - Kynning á niðurstöðum íbúakönnunar

Nýlega heimsótti Vífill Karlsson, hagfræðingur, sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra og kynnti fyrir þeim niðurstöður íbúakönnunar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóðu að með Vífil í fararbroddi. Þrjár kynningar voru haldnar, ein á Hvammstanga þar sem fjallað var um niðurstöður könnunarinnar í Vestur-Húnavatnssýslu, á Blönduósi fyrir Austur-Húnavatnssýslu og sú þriðja á Sauðárkróki þar sem niðurstöður fyrir Skagafjörð voru kynntar. Sagt er frá þessu á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Bestu og efnilegustu valin á uppskeruhátíð Tindastóls

Laugardaginn síðasta var haldin uppskeruhátíð meistaraflokka kvenna, karla og 2 fl. kvenna eftir viðburðaríkan dag þar sem karlaliðið náði að tryggja sér 8. sæti í 2. deild og 2. fl. kvenna kláraði sitt tímabil einnig. Meistaraflokkur kvenna átti líka góðu gengi að fagna og mun leika í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.
Meira

28 ökumenn kærðir í gær

Lögreglan á Norðurlandi vestra segir frá því á Facebooksíðu sinni í dag að í gær hafi 28 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi embættisins. Var sá sem hraðast ók mældur á 168 km hraða sem er 78 km fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða. Upphæð sektar fyrir þennan hraða eru 240 þúsund krónur auk sviptingar ökuréttinda í 3 mánuði.
Meira

Frost skemmdi akra í ágúst

Í Skagafirði er þresking á korni langt komin. Að sögn Eiríks Loftssonar, jarðræktarráðunautar, er uppskera breytileg, einkum þroski eða fylling kornsins. Frostnætur í lok ágúst skemmdu nokkra akra þannig að kornið hætti að fylla sig og skila þeir ekki góðu korni.
Meira

Feykir.is 10 ára í dag

Í dag eru tíu á síðan Feykir.is fór formlega í loftið í fyrsta sinn. Margt manna mætti í kynningarhóf föstudaginn 26. september 2008 sem haldið var á Hótel Mælifelli en um kvöldið var síðan formlega opnuð á Laufskálaréttarskemmtun í reiðhöllinni á Sauðárkróki.
Meira

Guðrún frá Lundi til Egilsstaða

Síðastliðinn sunnudag opnaði á Egilsstöðum sýningin Kona á skjön sem segir frá rithöfundarferli Guðrúnar frá Lundi sem fullyrða má að sé sannkallað ævintýri í íslenskri bókmenntasögu. Sýningin hefur farið víða en áður hefur hún verið sett upp á Sauðárkróki, Borgarbókasafni í Grófinni, Bókasafni Akraness og Amtsbókasafni á Akureyri.
Meira

Grunur um íkveikju á Illugastöðum

Einn maður var handtekinn af lögreglunni á Norðurlandi vestra grunaður um íkveikju að eyðibýlinu Illugastöðum í Laxárdal í Skagafirði í gær. Eftir að lögreglan fékk tilkynningu um eld í húsinu, vaknaði strax grunur um að eitthvað óhreint væri í pokahorninu og var hinn grunaði gripinn á leið af vettvangi. Var maðurinn handtekinn og færður til yfirheyrslu áður en honum var gefið frelsi á ný. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn.
Meira

Bændamarkaður um Laufskálaréttarhelgi

Bændamarkaður á Hofsósi verður haldinn um Laufskálaréttarhelgina, nánar tiltekið næstkomandi sunnudag, þann 30. september klukkan 12-15 í gamla pakkhúsinu á Hofsósi. Markaðurinn, sem var haldinn í nokkur skipti í sumar, mæltist mjög vel fyrir og óhætt er að segja að plássið á Hofsósi hafi iðað af lífi þessa daga.
Meira

Vísindakaffi á Skagaströnd

Næstkomandi laugardag ætlar Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra að bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og meðlæti í húsakynnum setursins að Einbúastíg 2 á Skagaströnd. Forstöðumaður setursins, dr. Vilhelm Vilhelmsson, mun taka á móti gestum og kynna það sem er á döfinni hjá setrinu.
Meira

Eldur logaði á Illugastöðum

Klukkan 17:22 í dag var slökkvilið Brunavarna Skagafjarðar kallað út að eyðibýlinu Illugastöðum í Laxárdal í Skagafirði en þar logaði eldur í gömlu íbúðarhúsi. Húsið er steinsteypt, byggt 1928 en síðast notað sem sumarbústaður.
Meira