Bestu búsetuskilyrðin í Skagafirði - Kynning á niðurstöðum íbúakönnunar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.09.2018
kl. 12.42
Nýlega heimsótti Vífill Karlsson, hagfræðingur, sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra og kynnti fyrir þeim niðurstöður íbúakönnunar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóðu að með Vífil í fararbroddi. Þrjár kynningar voru haldnar, ein á Hvammstanga þar sem fjallað var um niðurstöður könnunarinnar í Vestur-Húnavatnssýslu, á Blönduósi fyrir Austur-Húnavatnssýslu og sú þriðja á Sauðárkróki þar sem niðurstöður fyrir Skagafjörð voru kynntar. Sagt er frá þessu á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira