Fréttir

Norðanáhlaup á miðvikudag

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir landið allt enda búist við norðan hvassviðri eða stormi með rigningu eða snjókomu norðan- og austanlands á miðvikudag. Snemma á miðvikudag gengur í norðan 15-23 m/s, hvassast austast á landinu.
Meira

Íbúafundur á Hofsósi um verndarsvæði í byggð

Í dag, mánudaginn 17. september, klukkan 17:00 er boðað til íbúafundar í Höfðaborg á Hofsósi um verndarsvæði í byggð. Farið verður yfir stöðu verkefnisins og í framhaldi óskað eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum varðandi það. Eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta til fundarins og leggja sitt af mörkum til að móta verkefnið svo svæðið megi þróast í sátt við íbúa og umhverfi.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Skagafirði

Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar fór fram í fjórtánda sinn sl. fimmtudag, en það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Sveitarfélagið. Í ár voru veittar viðurkenningar í fimm flokkum, en þá hafa verið veittar 87 viðurkenningar á 14 árum.
Meira

Stólarnir bættu stöðu sína fyrir lokaumferðina með risa 0-1 sigri

Það er bullandi líf á báðum vígstöðvum í 2. deild karla í knattspyrnu. Þrjú lið berjast um toppsætin tvö sem tryggja sæti í Inkasso-deildinni næsta sumar og þrjú lið berjast um að forða sér frá því að enda í ellefta sæti 2. deildar og falla ásamt Seyðfirðingum í 3. deildina. Í gær fóru Tindastólsmenn austur og léku við lið Hugins frá Seyðisfirði og gerðu það sem þurfti. Lokatölur 0-1 og lið Tindastóls því í 10. sæti fyrir lokaumferðina.
Meira

Sjókvíaeldi – Náttúruógn eða vistvæn matvælaframleiðsla

Mikil umræða skapaðist á dögunum í kjölfar þess að allir landsliðsmenn íslenska kokkalandsliðsins drógu sig út úr liðinu eftir að Klúbbur matreiðslumanna hafði samið við Arnarlax um að fyrirtækið yrði bakhjarl liðsins en samningur þess efnis var undirritaður í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Með aðgerðum sínum vildu landliðskokkarnir mótmæla þeirri ákvörðun þar sem Arnarlax framleiðir lax í opnu sjókvíaeldi.
Meira

Fleiri gæðastundir – Áskorendapenninn Halldór Ólafsson, Skagaströnd

Árin færast yfir. Komin 46 ár í safnið en samt er bara einn afmælisdagur á ári. Það er bara eins og það sé alltaf að styttast á milli þessara daga. Margt gefur til kynna að ég verði að sætta mig við að vera orðinn miðaldra karlmaður. Aukinn hárvöxtur á hinum ýmsu líkamshlutum. Börnin allt í einu öll farin að stunda skólagöngu fjarri heimahögum. Tuttugu ár frá útskrift í Háskólanum á Akureyri aðra helgina í júní og beint í kjölfarið mjög svo ánægjulegir dagar á Akureyri þar sem að fagnað er tuttugu og fimm ára stúdentsafmæli frá M.A. Merkilegt hvernig tíminn getur læðst svona aftan að manni án þess að maður veiti því athygli. Ég er að sjálfsögðu bara tuttugu og fimm ára í huganum og ætla að vera það áfram þrátt fyrir öll áþreifanleg merki um annað.
Meira

Gómsætt fyrir gangnamenn - Ekta íslensk kjötsúpa og rúgbrauð

Á haustdögum þegar göngur og réttir eru í aðalhlutverki er fátt betra en sjóðheitar og saðsamar súpur. Þar er íslenska kjötsúpan í öndvegi. Feykir gerði óformlega og óvísindalega rannsókn á því hver væri hin eina sanna íslenska kjötsúpa. Skemmst er frá að segja að hún er vandfundin, enda er það með kjötsúpu eins og góða kjaftasögu að hún breytist í meðförum manna. Því var ákveðið að láta gilda uppskrift sem gerð er opinber á vefsíðunni lambakjöt.is.
Meira

STÍFLUEYÐIR - Veistu hvað innihaldið er eitrað?

Með þessum skrifum langar mig að minna fólk á þá slysahættu sem fylgir oft notkun hreinsiefna. Við notum þau oft daglega án þess að spá mikið í hvernig réttast sé að meðhöndla efnin. Ég vona að með þessum pistli geti ég komið í veg fyrir slys, því það var einmitt það sem henti mig þegar ég var að nota One Shot stíflueyðir, tegundin skiptir svo sem ekki miklu máli, þar sem stíflueyðir inniheldur alltaf hættuleg efni.
Meira

Króksbrautarhlaupið á morgun

Hið árlega Króksbrautarhlaup verður háð á morgun 15. september. Rúta fer með þátttakendur frá Sundlaug Sauðárkróks kl. 9:00 og hleypt verður út úr rútu á fjórum stöðum á Sauðárkróksrbraut. Stefnt er að því að allir séu komnir heim klukkan 11:30 - 12:00.
Meira

Riða greinist aftur í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Vallanesi í Varmahlíð í Skagafirði. Síðast greindist riða á þessu svæði árið 2016 á bæjunum Brautarholti og Stóru-Gröf ytri. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Meira