Fréttir

Rabb-a-babb 167: Ólafur Bjarni

Nafn: Ólafur Bjarni Haraldsson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Foreldrar mínir eru Ragnheiður og Haraldur í Brautarholti, sem er sveitabær stutt frá Varmahlíð, en þar er ég einmitt uppalinn. Starf / nám: Ég er stýrimaður á Málmey SK 1, lærði Húsasmíði frá FNV, og svo er ég sveitarstjórnar fulltrúi í sveitarfélaginu Skagafjörður. Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Bangsinn Bubbi þegar ég var mjög lítill. Svo var það Lego þegar ég varð aðeins eldri, svo átti ég Stiga sleða sem var einnig í miklu uppáhaldi yfir vetrartímann. Hættulegasta helgarnammið? Einusinni var það Thule, núna er það súkkulaði
Meira

Af fornum ferðaleiðum – dýrmætum menningararfi og hindrun af mannavöldum á Kjalvegi hinum forna

Fornar ferðaleiðir og vörður sem vegvísar eru merkur minnisvarði um ferðamáta og erfið lífsskilyrði fyrri kynslóða. Fornar alfaraleiðir, svonefndar þjóðleiðir, teljast nú með okkar dýrmætustu menningarminjum og heyra undir lög um minjavernd og óheimilt er að hindra för um þær. Benda má á Kjalveg hinn forna sem magnað dæmi en þar má enn sjá samfelldar og skýrar reiðgötur og þar standa geysimiklar vörður enn, hvorutveggja áhrifamiklir minnisvarðar um fyrri tíma - og rekja ferðaleiðina, nánast óslitið milli byggða, norðanlands og sunnan.
Meira

Stóðsmölun í Laxárdal - Myndir

Síðastliðinn laugardag var hátíð í Austur-Húnavatnssýslu en þá fór fram stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Líkt og áður var fjölmennt í dalnum og góð stemning. Fjallkóngur var Skarphéðinn Einarsson, kórstjóri karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps með meiru, og sá hann um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni.
Meira

Prufudælt úr Nafarholunni á næstu dögum

Boruð var könnunarhola fyrir kalt vatn á Nafabrúnum á Sauðarkróki fyrir og um síðustu helgi en borun lauk á sunnudaginn. Holan verður prufudæld til að sjá hvort nægjanlegt vatn sé í henni. Staðsetning holunnar er beint fyrir ofan vatnslind í Lindargötu.
Meira

FISK-Seafood eignast hlut í Vinnslustöðinni

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungs hlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni. Kaupverðið er kr. níu milljarðar og fjögurhundruð milljónir. Samningurinn verður sendur Samkeppniseftirlitinu.
Meira

Síðasti kappinn á rússnesku kvikmyndahátíðinni í Króksbíói

Sjötta rússneska kvikmyndavikan á Íslandi stendur nú yfir og hafa rússneskar myndir verið í sýningu í nokkrum kvikmyndahúsum í Reykjavík. Farið verður með hátíðina út á land og verður hin vinsæla barna-ævintýramynd The Last Warrior eða Síðasti kappinn sýnd í Króksbíói nk. laugardag 22. sept. kl:17. Að sögn Báru Jónsdóttur hjá Króksbíó er um ævintýra-, gaman-, spennu- og fjölskyldumynd að ræða sem hlaut 2. verðlaun á Gullna Erninum, fyrir förðun og tæknibrellur. Myndin er með rússnesku tali og enskum texta.
Meira

Tap hjá Vinstri grænum

Vinstri Græn hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2017 til Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að tap af rekstri flokksins nam 13,7 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 17,9 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi.
Meira

Stefnir í verulega skrautlega lokaumferð í 2. deildinni

Í gær sagði Feykir frá sigri Tindastóls á liði Hugins Seyðisfirði og útskýrði fyrir lesendum hver staða liðsins væri fyrir lokaumferðina sem fram á að fara næstkomandi laugardag. Andstæðingar Tindastóls í síðustu umferðinni er lið Völsungs frá Húsavík sem átti ekki lengur séns á sæti í Inkasso-deildinni að ári eftir úrslit leikja nú um helgina. Það hefur hins vegar breyst eftir úrskurð áfrýjunardómstóls KSÍ í gær sem úrskurðaði að spila skildi leik Hugins og Völsungs aftur.
Meira

Leikfélagið komið með varanlegt húsnæði

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar fyrir helgi var lagður fram kaupsamningur á milli Leikfélags Sauðárkróks sveitarfélagsins sem selur leikfélaginu 50% óskiptan eignarhlut í fasteigninni Borgarflöt 17E, Sauðárkróki. Söluverð er 7.500.000 kr. Byggðarráðið samþykkti framlagðan kaupsamning sem undirritaður var daginn eftir af Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra og Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, formanns LS.
Meira

Frjálsa kótelettufélagið fagnar fjögurra ára afmæli

Í Austur-Húnavatnssýslu starfar félagsskapurinn Frjálsa kótelettufélagið og mun það fagna fjögurra ára afmæli þann 26. september næstkomandi. Félagið hefur á þessum árum verið mjög öflugt og hefur haldið um 20 kótelettukvöld í Eyvindarstofu á Blönduósi við miklar vinsældir. Húni.is segir frá því að til standi að halda eitt slíkt laugardagskvöldið 29. september klukkan 19:30 og hafa margir skráð sig til þátttöku nú þegar.
Meira