Hákarlinn í hávegum á fundaröð í Húnabúð
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.03.2019
kl. 11.45
Byggðasafnsnefnd Húnvetningafélagsins í Reykjavík stendur fyrir fyrirlestraröð í Húnabúð í Reykjavík dagana 19., 21., og 28. mars og hefjast allir fundirnir klukkan 17. Allir tengjast fundirnir hákarli með einhverjum hætti. Vill Húnvetningafélagið með þeim reyna að breyta kuldalegu viðmóti Íslendinga til hákarlsins og vingast við hann og rétta hlut hans, að því er segir í tilkynningu á fréttavefnum Húna.is.
Meira