Rabb-a-babb 167: Ólafur Bjarni
feykir.is
Rabb-a-babb
19.09.2018
kl. 13.19
Nafn: Ólafur Bjarni Haraldsson.
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Foreldrar mínir eru Ragnheiður og Haraldur í Brautarholti, sem er sveitabær stutt frá Varmahlíð, en þar er ég einmitt uppalinn.
Starf / nám: Ég er stýrimaður á Málmey SK 1, lærði Húsasmíði frá FNV, og svo er ég sveitarstjórnar fulltrúi í sveitarfélaginu Skagafjörður.
Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Bangsinn Bubbi þegar ég var mjög lítill. Svo var það Lego þegar ég varð aðeins eldri, svo átti ég Stiga sleða sem var einnig í miklu uppáhaldi yfir vetrartímann.
Hættulegasta helgarnammið? Einusinni var það Thule, núna er það súkkulaði
Meira