Fréttir

Þarf heilt þorp til að ala upp barn

Kæru foreldrar barna í yngri flokkum Tindastóls. Að eiga barn í yngri flokkum er ábyrgðarhlutverk. Með því að skrá barn í yngri flokka skuldbindur maður sig til þess að taka þátt í barna- og unglingastarfi félagsins. Flestir líta á þá skuldbindingu sem gleðiefni enda fátt meira gefandi en að eyða tíma í börnin sín. Um leið vil ég auðvitað taka fram að ég geri mér grein fyrir að við höfum misjafnlega mikinn tíma og tækifæri til þess að eyða með börnum okkar.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ - hæglætis veður áfram út mánuðinn

Þriðjudaginn 4. september komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í septembermánuði. Fundurinn hófst kl. 13:10 og voru fundarmenn níu talsins. Farið var yfir sumarmánuðina og veðurfar þessa mánuði sem veðurklúbburinn var í frí frá spádómi og fundum – þó svo alltaf spái menn í veðrið.
Meira

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags í Kálfshamarsvík

Unnin hefur verið skipulagslýsing vegna deiliskipulags í Kálfshamarsvík en Sveitarfélagið Skagabyggð fékk á árinu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna vinnu við deiliskipulag og hönnun til uppbyggingar göngustíga en staðurinn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem um svæðið fara.
Meira

Formleg lyklaskipti í Ráðhúsinu á Sauðárkróki

Formleg lyklaskipti fóru fram í Ráðhúsinu á Sauðárkróki sl. mánudag þegar Ásta Pálmadóttir, fráfarandi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, afhenti nýjum sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni lyklana.
Meira

Stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt

Helgina 14. -16. september næstkomandi fer fram stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Líkt og síðustu ár eru allir hjartanlega velkomnir en helgin er svo sannarlega stórhátíð heimamanna þar sem reiðmenn og aðrir gestir skemmta sér eins og þeim einum er lagið!
Meira

Hefur Guð ekkert brýnna að gera?

Aðeins hefur verið rætt og ritað um heppnisskot og/eða hæfileika séra Hjálmars Jónssonar á grænum golfgrundum landsins. Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að sérann væri nú þrisvar sinnum búinn að fara holu í höggi, sem þykja nú vanalega töluverð tíðindi í golfheimum. Þó svo að það að fara holu í höggi sé kannski algengara en margan grunar þá eru örugglega einhverjir, jafnvel fjölmargir, kylfingar sem hafa beðið Guð að hjálpa sér við þessi afreksverk í gegnum tíðina en ekki verið bænheyrðir.
Meira

Töskur til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar

Handverksfyrirtækið Skrautmen hóf nú í sumar sölu á töskum til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar og hafa viðtökurnar verið mjög góðar að sögn Lilju Gunnlaugsdóttur sem rekur fyrirtækið. Í septemberbyrjun var söfnunin komin í 83.000 kr. sem Lilja lagði inn á félagið og vonar hún að peningarnir muni nýtast vel. Töskurnar eru enn til sölu og verða áfram, á Eftirlæti í Aðalgötu 4 á Sauðárkróki og í netverslun Skrautmena á www.skrautmen.com
Meira

Laxinn var eldislax

Rannsókn á laxinum sem veiddist í Vatnsdalsá sl. föstudag, og sagt var frá á Feyki.is á á mánudag, leiddi í ljós að hér var um eldislax að ræða. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. Komið var með laxinn á Hafrannsóknastofnun til skoðunar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís.
Meira

Slys við uppsetningu skíðalyftu í Tindastól

Maður var fluttur með sjúkraflugi á bráðamóttökuna við Fossvog í gær eftir að hafa lent í slysi við uppsetningu skíðalyftu í Tindastól. Verið var að koma endahjóli fyrir á endamastur, gírnum á drifstöðina, þegar spotti slitnaði með þeim afleiðingum að hjólið féll ofan á manninn.
Meira

Fiskmarkaður Íslands opnaði á Króknum á mánudaginn

Fiskmarkaður Íslands hf. opnaði starfsstöð á Sauðárkróki sl. mánudag til viðbótar við þær átta sem félagið hefur rekið víða um land. Til þessa hefur ekki verið aðgengilegt að selja afla frá Sauðárkróki með endurvigt og verður það stærsta breytingin, að sögn Arons Baldurssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Meira