Fréttir

Komdu á safn í vetrarfríinu!

Það þarf ekki að fara langt til að hafa það skemmtilegt í vetrarfríinu. Á morgun fimmtudaginn 7. mars verður sannkallað fjölskyldufjör hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði. Farið verður í ratleik um safnasvæðið, völuspá verður í gamla bænum og sýndarveruleikasýningin „Menning, tunga og tímagöng til 1918“ verður í Gilsstofu.
Meira

Drangey og Málmey aflahæstu togarar febrúarmánaðar

Þetta var kannski aldrei spurning, segir á Aflafréttum.is en þar er verið að tala um skagfirsku togarana Drangey og Málmey sem settust á topp lista yfir aflahæstu skip landsins fyrir febrúarmánuð.
Meira

Yfirlýsing vegna starfsloka dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur

KS og Hólmfríður Sveinsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis hafa komist að samkomulagi um starfslok Hólmfríðar. Í nokkurn tíma hefur staðið yfir undirbúningur að samþættingu rannsókna-, nýsköpunar-, markaðs- og sölumála hjá KS samstæðunni, sem til þessa hefur farið fram á nokkrum stöðum. Það er sýn aðila að breytingarnar leiði til markvissara starfs og sé tækifæri til að efla enn frekar þessa starfsþætti til framtíðar. Breytingarnar leiða óhjákvæmilega af sér breytt skipulag þeirra mörgu starfseininga sem undir eru.
Meira

Kristinn Gísli í sigurliði í alþjóðlegri kokkakeppni

Skagfirðingurinn Kristinn Gísli Jónsson og Selfyssingurinn Hinrik Lárusson, tóku þátt í alþjóðlegri matreiðslukeppni sem klúbbur matreiðslumeistara í Norður Grikklandi stóð fyrir og sigruðu með glæsibrag. Yfir 350 keppendur voru skráðir til leiks í mismunandi keppnisgreinum og kepptu þeir Kristinn Gísli og Hinrik í Liði ársins eða „Team of the year“.
Meira

Ók á tvær bifreiðar og stakk svo af

Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að síðastliðinn laugardag hafi alvarlegt atvik átt sér stað í umdæminu þegar ökumaður bifreiðar ók á tvær aðrar bifreiðar og hvarf síðan af vettvangi. Ekki urðu slys á fólki en umtalsvert eignatjón.
Meira

Staða skólastjóra á Skagaströnd laus til umsóknar

Staða skólastjóra við Höfðaskóla á Skagaströnd hefur verið auglýst laus til umsóknar. Í auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu um helgina segir að leitað sér að metnaðarfullum einstaklingi sem búi yfir þekkingu, hæfni og áhuga til að veita faglega forystu í skólastarfi. Mikið og gott starf hafi verið unnið í skólanum síðustu ár og þurfi nýr skólastjóri að hafa áhuga á því að halda þeirri vinnu áfram og þróa enn frekar. Skólinn notar spjaldtölvur í námi og kennslu með markvissum hætti og hafa kennarar sótt fjölmörg námskeið um notkun þessara tækja í skólastarfi.
Meira

Raforkuöryggi, samtal og samráð - Blöndulína 3, tenging á milli Blöndu og Akureyrar

Undanfarið hafa birst greinar um tengingu sem fyrirhuguð er milli Blöndu og Akureyrar, Blöndulínu 3, línu sem ætlað er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi og er mikilvægur hlekkur í framtíðarflutningskerfinu. Fram hefur komið að Blöndulína 3 sé ekki á þriggja ára framkvæmdaáætlun Landsnets og er það rétt en mikilvægt er að átta sig á að Kerfisáætlun Landsnets skiptist í tvennt, þ.e. þriggja ára framkvæmdaáætlun og tíu ára áætlun. Blöndulína 3 er því í Kerfisáætluninni þó hún sé ekki áætluð til framkvæmda innan þriggja ára. Gert er ráð fyrir að línan komi í beinu framhaldi af framkvæmdum við Hólasandslínu 3 sem farið verður í eftir að Kröflulína 3 verður að veruleika á næstu misserum. Kerfisáætlun er endurskoðuð árlega.
Meira

Naglaeyðari í Hellinum

Hann var hreint út sagt ótrúlegur leikur ÍR og Tindastóls sem fram fór í Hertz-hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. Stólarnir höfðu náð 13 stiga forystu í þriðja leikhluta en heimamenn voru snöggir að jafna og áttu síðan sigurinn vísan en þremur stigum yfir klúðruðu þeir fjórum vítaskotum í röð þegar 7-8 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og Stólarnir jöfnuðu með ævintýraþristi Alawoya. Í framlengingunni voru Tindastólsmenn sterkari og fögnuðu sætum sigri um leið og þeir skrúfuðu tappann á leiðinda taphrinu. Lokatölur 85-90.
Meira

Keilir með námskynningu á Sauðárkróki

Í kvöld verður Keilir með opinn kynningarfund um námsframboð skólans en lögð verður áhersla á létt spjall þar sem hver og einn getur fengið upplýsingar um ýmsar leiðir í staðnámi og fjarnámi. Fundurinn hefst kl. 20:00 í Farskólanum á Sauðárkróki.
Meira

Karlar ræða krabbamein í karlaklefanum

Karlaklefinn er fræðsluverkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands þar sem karlmenn ræða heilsu, forvarnir, veikindi og fræðast um reynslu annarra. M.a. er rætt um dæmigerð einkenni en eins og margir vita eru krabbamein mörg og mismunandi. Þá segja karlar frá veikindum sínum og upplifunum af meðferðum. Einn þeirra er Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri í Skagafirði, en hann var greindur með mergæxli og átti það á hættu að beinbrotna við minnstu hreyfingu.
Meira