Fréttir

Staðreyndir um mislinga á heimsvísu

Dauðsföllum af völdum mislinga á heimsvísu fækkaði um 80% milli áranna 2000 og 2017 vegna aukinnar áherslu á bólusetningu, segir á ​ vef heilbrigðisráðuneytisins en þar er staðreyndum um mislinga á heimsvísu komið á framfæri. Áætlað er að bólusetning fyrir mislingum hafi komið í veg fyrir 21,1 milljón dauðsfalla á þessu árabili. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið saman staðreyndir um mislinga og bólusetningu við þeim og segir stofnunin bólusetningu við sjúkdómnum með ábatasömustu fjárfestingum til að efla lýðheilsu.
Meira

Tuttugu verkefni í gangi í Ræsingu á Norðurlandi vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi vestra, efndi í upphafi ársins til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir. Verkefnið ber nafnið Ræsing og var einstaklingum, hópum og fyrirtækjum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu. Verkefnið er nú hálfnað og eru átta verkefni í gangi í Skagafirði og tólf í Húnavatnssýslum. Sagt er frá þessu á vef SSNV í dag.
Meira

Rúmlega átta og hálf milljón í söfn á Norðurlandi vestra

Á dögunum úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra, að fenginni umsögn safnaráðs alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði. Þar af voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr. auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna. Alls bárust 142 verkefnaumsóknir og voru veittir styrkir á bilinu frá 300.000 kr. til 2,5 milljónir króna. Rúmlega átta og hálf milljón kom í hlut safna á Norðurlandi vestra.
Meira

Textílmiðstöðin hlýtur styrk

Textílmiðstöð Íslands og Myndlistaskólinn í Reykjavík hlutu nýverið styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Styrknum, sem nemur 2,4 milljónum króna, er úthlutað vegna verkefnsins Nývinnsla í textílhönnun sem felur það í sér að núverandi og útskrifaðir nemendur úr textíldeild Myndlistaskólans, fjórir samtals, vinna saman að hönnun og rannsókn á textíl á Blönduósi sumarið 2019 og hanna úr því nýja vöru. Frá þessu er greint á vef Textílmiðstöðvarinnar.
Meira

Sveiflukennt í Fjósinu

Tindastóll heimsótti nýfallið lið Skallagríms í gærkvöldi í 21. umferð Dominos-deildarinnar og var leikið í Fjósi þeirra Borgnesinga. Leikurinn var sveiflukenndur í meira lagi en heimamenn spiluðu líkt og topplið í fyrri hálfleik, léku Stólana grátt og leiddu 45-30 í leikhléi. Í síðari hálfleik snérist dæmið við en þá gerðu Tindastólsmenn 60 stig og sigruðu að lokum 82-90.
Meira

Á sjötta tug júdóiðkenda á æfingabúðum á Sauðárkróki

Það var heilmikið um að vera hjá ungum júdóiðkendum um helgina þar sem æfingabúðir voru haldnar á Sauðárkróki. Iðkendur frá júdódeild UMF Selfoss og júdófélaginu Pardus á Blönduósi mættu á Krókinn og áttu skemmtilega stund með félögum sínum í júdódeild Tindastóls. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að undanfarin tvö ár, 2017 og 2018, hafi júdófélagið Pardus haldið æfingabúðir með svipuðu sniði þar sem þessi þrjú júdófélög hafa komið saman og æft en að þessu sinni var skipt um staðsetningu og júdódeild Tindastóls tekið á móti hópnum.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Flaga í Vatnsdal

Engin tvímæli hafa leikið á því, að nafnið sje upprunalegt og óbrjálað. Þó finst ritað „Ftaugu“ í Auðunarmáldögum 1318 (DI, ll, 476. Þar eru Hvammskirkju „áskilin ítök í Flaugu í Vatnsdal“) og „Flagha“ í óvandaðri afskrift frá 1500. (DI. II. 330). Allstaðar annarsstaðar í fornbrjefum er ritað Flaga. (DI. IV. 7ll o. m. v. Sömuleiðis jarðabækurnar). Flögubæir eru 8 á landinu og hvergi hefir nafnið breyzt frá, uppruna. Flaga stendur að vestanverðu í Vatnsdal eins og menn vita. Landi þar er svo háttað, að fyrir utan og sunnan bæinn eru valllendisleiti með dældum á milli. Það eru auðsjáanlega uppgrónar skriður. Þessar öldumynduðu skriður eru hvað mestar yzt og syðst í túninu og liggja framundan allstórum giljum í hálsinum eða fellinu ofan við bæinn. Nokkuð sama má segja um Flögu í Hörgárdal.
Meira

Flottur sigur hjá fótboltastelpunum

Það er talsverð eftirvænting fyrir komandi knattspyrnusumri hjá kvennaliði Tindastóls í fótboltanum en þær munu taka þátt í Inkasso-deildinni í sumar. Líkt og strákarnir þá taka stelpurnar nú þátt í Lengjubikarnum, leika þar í riðli 1 í C-deild kvenna, og þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sameinað lið Aftureldingar/Fram í sínum fyrsta leik í gær. Lokatölur 1-3. Daginn áður laut karlalið Tindastóls í gervigras gegn Skallagrími, 2-1.
Meira

Tap í síðasta leik vetrarins hjá Stólastúlkum

Lið Tindastóls sótti Þórs-stúlkur heim í Höllina á Akureyri í gær í síðasta leik liðsins í 1. deild kvenna þennan veturinn. Stólastúlkur höfðu tapað fyrri tveimur leikjum liðanna í vetur en báðir voru þeir jafnir og spennandi en í gær náði lið Þórs upp mikilli baráttu og tóku völdin snemma leiks. Á enda hömpuðu þær 28 stiga sigri, lokatölur 86-58, og náðu því þrennunni gegn nýliðum Tindastóls í vetur.
Meira

Gullregn á fjölunum í lok mars

Æfingar standa nú yfir hjá Leikfélagi Hofsóss á leikritinu Gullregni eftir Ragnar Bragason og er áætlað að frumsýna í lok mars. Leikritið segir frá Indíönu Jónsdóttur sem býr í blokk í Breiðholtinu og er umkringd fólki af erlendum uppruna sem hún fyrirlítur. Indíana er svokallaður kerfisfræðingur, hún lifir á bótum frá hinu opinbera þótt hún sé fullkomlega heilbrigð. Stolt Indíönu er planta, fjallagullregn, sem hún hefur ræktað og sinnt af alúð.
Meira