Fréttir

Mikið tjón í eldsvoða á Víkum í nótt

Ljóst er að mikið tjón varð er skemma á bænum Víkum á Skaga brann til kaldra kola í eldsvoða í nótt. Skemman stóð skammt frá bænum en ekki var hætta á að eldurinn bærist í aðrar byggingar. Engan sakaði í eldsvoðanum.
Meira

Samskip kynna nýtt siglingakerfi til og frá Íslandi og Færeyjum

Samskip gera stórfelldar breytingar á siglingaleiðum sínum nú í október. Í stað tveggja leiða verður nú siglt á þremur þar sem tvær, Norðurleið og Suðurleið, fara til Evrópu og ein, Strandleið, þjónar millilandaflutningum frá höfnum á Norður- og Austurlandi um Færeyjar til Evrópu. Við þessar breytingar bætist eitt skip í flotann.
Meira

Áskell Heiðar framkvæmdastjóri 1238, The Battle of Iceland

Áskell Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fræðslu- og upplifunarmiðstöðvar um Sturlungaöldina sem opnar á Sauðárkróki síðar á árinu. Miðstöðin hefur fengið nafnið 1238, The Battle of Iceland.
Meira

Trölli að hefja starfssemi

Unglingadeildin Trölli er að hefja störf aftur eftir sumarfrí en deildin er undirdeild Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit á Sauðárkróki og ætluð krökkum á aldrinum 15 - 18 ára. Þeir sem komnir eru í framhaldsskóla hafa einnig kost á að starfa með eldri deildinni samhliða unglingadeildarstarfinu.
Meira

Skemmtilegar nýjungar á Héraðsbókasafni Austur-Húnvetninga

Á Héraðsbókasafni Austur-Húnvetninga hafa skemmtilegar nýjungar bæst við upp á síðkastið eins og vakin er athygli á á Facebooksíðu safnsins. Þar hefur nú verið innréttað nýtt lesherbergi fyrir unglinga í því herbergi sem Upplýsingamiðstöðin var áður til húsa. Einnig er þar kominn nýr sófi í glaðleglum lit og nýjar bókahillur.
Meira

Tóm stund? - Áskorandapenninn, Hrefna Jóhannesdóttir Silfrastöððum

Ég er fædd og uppalin á Silfrastöðum til fimm ára aldurs en hafði svo ekki fasta búsetu aftur þar fyrr en haustið 2015. Í millitíðinni hef ég búið víða og kynnst mörgum. Þá hefur oft komið til tals hvað maður sé nú óskaplega upptekinn. Ég áttaði mig samt fljótlega á því að það væri óviðeigandi að kvarta yfir því við sveitunga mína. Þeir eru nefnilega upp til hópa afskaplega duglegir og bóngóðir og langt frá því að vera kvartsárir. Og það sem betra er, þeir eru alltaf til í að lyfta sér aðeins upp í góðra vina hópi.
Meira

Danero ekki með landsliðinu vegna mistaka

Morgunblaðið greinir frá því í dag að óvissa ríki með framtíð Daneros Axels Thomas, leikmann Tindastóls í körfunn, með íslenska körfuboltalandsliðinu. Danero lék sína fyrstu leiki fyrir fyrir Íslands hönd gegn Norðmönnum í vináttuleikjum í byrjun mánaðar. Daniero fæddist í New Orleans í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir sex árum og fékk íslenskt ríkisfang fyrr á árinu og varð því gjaldgengur með landsliðinu.
Meira

Siggi, Jónsi og Guðni klára tímabilið með mfl. karla

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls ákvað í gær að segja upp samningi Bjarka Más Árnasonar sem þjálfað hefur meistaraflokk karla á þessu tímabili. Komu fréttirnar á óvart eftir ágætan leik og sigur Stólanna á móti Fjarðabyggð á heimavelli. Stjórn knattspyrnudeildar sendi út fréttatilkynningu í dag þar sem Bjarka er þakkað framlag hans til félagsins.
Meira

Sjaldséður ferðalangur í heimsókn - Gráhegri við Lón

Af og til kemur það fyrir að gráhegrar láti sjá sig víða um Ísland. Einn slíkur var staddur í síðustu viku við austari Héraðsvötn neðan Lóns og eigi langt frá Hegranesi í Skagafirði. Blaðamaður náði að fanga hegrann á mynd en styggur var hann og flaug lengra á leirurnar er ágengur papparassinn nálgaðist.
Meira

Baby born kjóllinn breyttist í skírnarkjól

Ragnheiður Sveinsdóttir grunnskólakennari á Hvammstanga er mikil prjónakona, þrátt fyrir að mamma hennar hafi gefið prjónakennsluna upp á bátinn þegar hún var krakki. En eftir að hún komst á bragðið með prjónaskapinn hefur hún varla stoppað og liggja ófá verkin eftir hana. Ekki skemmir það ánægjuna þegar flíkurnar skipta skyndilega um hlutverk eins og gerðist með dúkkukjólinn sem breyttist í skírnarkjól. Ragnheiður sagði lesendum Feykis frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í 38. tbl. Feykis á síðasta ári.
Meira