Iðandi líf á Alexandersflugvelli - Myndband
feykir.is
Skagafjörður
10.03.2019
kl. 08.06
Skrifað var undir samstarfssamning milli Flugakademíu Keilis og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sl. fimmtudag en þá opnaði flugskólinn starfsstöð fyrir nemendur í verklegu atvinnuflugnámi á Alexandersflugvelli í Skagafirði. Í tilefni dagsins mætti skólinn með þriðjung flugvéla sinna, þar af stolt flotans DA42 NG New Generation, fjögurra sæta kennslu- og einkaflugvél en sú kennsluvél er hin fullkomnasta á landinu og eina vélin í þeim flokki sem hefur vottun til flugs í ísingarskilyrðum. Gestir og gangandi var boðið að skoða vélarnar og flugnámið kynnt fyrir áhugasömum. Veðurguðirnir voru í sínu besta skapi því sólin skein glatt og veðrið stillt.
Meira