Fréttir

Iðandi líf á Alexandersflugvelli - Myndband

Skrifað var undir samstarfssamning milli Flugakademíu Keilis og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sl. fimmtudag en þá opnaði flugskólinn starfsstöð fyrir nemendur í verklegu atvinnuflugnámi á Alexandersflugvelli í Skagafirði. Í tilefni dagsins mætti skólinn með þriðjung flugvéla sinna, þar af stolt flotans DA42 NG New Generation, fjögurra sæta kennslu- og einkaflugvél en sú kennsluvél er hin fullkomnasta á landinu og eina vélin í þeim flokki sem hefur vottun til flugs í ísingarskilyrðum. Gestir og gangandi var boðið að skoða vélarnar og flugnámið kynnt fyrir áhugasömum. Veðurguðirnir voru í sínu besta skapi því sólin skein glatt og veðrið stillt.
Meira

Margir tónleikar framundan hjá Karlakórnum Heimi

Karlakórinn Heimir er á faraldsfæti um þessar mundir. Á sunnudaginn var hélt kórinn tvenna tónleika, í Siglufjarðarkirkju og á Hofsósi og var aðsókn með ágætum. Efnisskrá tónleikanna var að hluta til afmælisdagskrá sem flutt var á síðasta ári í tilefni af 90 ára afmæli kórsins þar sem þeir Agnar Gunnarsson og Björn Björnsson röktu feril kórsins á gamansömum nótum og nokkrir kórfélagar ásamt leikurum úr Leikfélagi Hofsóss túlkuðu nokkur atriði úr sögu hans.
Meira

Orkuskot inn í daginn og besta ídýfan, auðveldur fiskréttur og baunaréttur

Sigfríður Eggertsdóttir og Guðjón Valgeir Guðjónsson á Hvammstanga voru matgæðingar Feykis í 10. tbl. 2017. Þau buðu upp á uppskriftir að orkuskoti inn í daginn og bestu ídýfunni, auðveldum fiskrétti og baunarétti. Það er Sigfríður sem hefur orðið: „Þó ég sé nú stolt bóndadóttir og meiri hluti fjölskyldunnar stundi fjárbúskap, elda ég sjaldan rautt kjöt núorðið. Það er þó ekki gert af ásettu ráði, heldur er nú bara smekkur mannanna misjafn. Fiskur, kjúklingur, grænmetis- og baunaréttir og súpur eru oftast í boði á minu heimili.
Meira

Unga fólkið til varnar jörðinni - Áskorendapenninn Marín Guðrún Hrafnsdóttir frá Skeggsstöðum í Svartárdal

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort unga fólkið sem nær sér ekki í upplýsingar með sama hætti og við, og skilur ekki þessa þörf að hlusta á fréttir á tilteknum tíma dags, sé samt sem áður ekki mun upplýstara og meðvitaðra en við hin sem eldri erum. Ungt fólk mótmælir nú aðgerðarleysi í umhverfismálum og einungis tímaspursmál hvenær slíkt gerist á Íslandi.
Meira

Horfir til betri tíðar hjá knattspyrnudeild Tindastóls

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls var haldinn þann 6. mars sl. Ljóst var að stjórn síðasta árs stóð frammi fyrir miklum vanda vegna tapreksturs fyrri ára en með samstilltu átaki, aðhaldi og mikilli vinnu náði hún að halda útgjöldum í lágmarki. Niðurstaðan var þó tap upp á 1,5 millj. miðað við 10 milljónir árið á undan þó markmiðið hafi verið að halda rekstrinum í kringum núllið en því miður tókst það ekki.
Meira

Keilir opnar starfsstöð á Sauðárkróki

Flugakademía Keilis hefur opnað starfsstöð fyrir nemendur í verklegu atvinnuflugnámi á Alexandersflugvelli í Skagafirði en skrifað var undir samstarfssamning við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Reiknað er með að um tuttugu nemendur og 2-3 kennsluvélar verði að jafnaði á flugvellinum allt árið um kring. Bæði nemendur og kennarar, sem undanfarið hafa verið staðsettir á Sauðárkróki, eru yfir sig ánægðir með bæði innviði og aðstöðu til flugnáms í Skagafirði, en þar eru kjöraðstæður til verklegrar flugkennslu, að sögn Arnbjörns Ólafssonar, markaðsstjóra Keilis.
Meira

Fimmtíu árunum fagnað

Krabbameinsfélag Austur-Húnvetninga hélt veglega afmælisveislu í tilefni af 50 ára afmæli félagsins sl. sunnudag, þann 3. mars. Fjölmargir velunnarar félagsins mættu í Félagsheimilið á Blönduósi og samfögnuðu félaginu sem starfað hefur af miklum krafti í hálfa öld.
Meira

Stólarnir lögðu Blika af öryggi

Lið Tindastóls og Breiðabliks mættust í Síkinu í gærkvöldi í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Blikar voru þegar fallnir og kaninn þeirra, Kofi, búinn að yfirgefa herbúðir þeirra. Það var því reiknað með næsta auðveldum sigri heimamanna en gestirnir komu á óvart og virtust hafa talsvert meiri áhuga á að spila leikinn en Stólarnir framan af leik. Stólarnir sperrtu stél í síðari hálfleik og stungu af án mikillar fyrirhafnar. Lokatölur 94-70.
Meira

Nýir rekstraraðilar hjá Ömmukaffi

Nýir rekstraraðilar hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Ömmukaffis á Blönduósi. Það eru þau Liya Behaga og Guðjón Ebbi Guðjónsson sem tóku við af þeim Bryndísi Sigurðardóttur og Birnu Sigfúsdóttur sem rekið hafa veitingahúsið undanfarin ár.
Meira

Helmingi hjólbarða ábótavant

Meira en helmingur allra bíla er með of lítinn, mikinn eða mismikinn loftþrýsting í dekkjum samkvæmt nýrri könnun sem VÍS gerði á ástandi dekkja um 100 tjónabíla. Þetta verður að teljast áhyggjuefni því loftþrýstingur hefur áhrif á stöðugleika, hemlunarvegalengd og þar af leiðandi almennt öryggi ökutækja.
Meira