Hugsanlegar leiðir til öflunar á heitu vatni fyrir Hjaltadal, Óslandshlíð og Viðvíkursveit skoðaðar
feykir.is
Skagafjörður
25.07.2018
kl. 08.03
Samkvæmt fimm ára framkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna, sem samþykkt var í maí 2014, átti að ráðast í hitaveitu í Óslandshlíð og Viðvíkursveit á árunum 2018 og 2019. Þeim hefur hins vegar verið frestað ásamt fyrirhuguðum framkvæmdum í Hjaltadal en farið var yfir ástæður þess á fyrsta fundi nýrrar veitunefndar Svf. Skagafjarðar þann 5. júlí sl. og kynntar mögulegar útfærslur á hitaveitu um svæðið.
Meira