Fréttir

Konni áfram með Stólunum

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls nú um helgina var tilkynnt að fyrirliði karlaliðsins, Konráð Freyr Sigurðsson, hafi skrifað undir samning við Tindastól um að spila með liðinu nú í sumar. Þetta er hið besta mál enda Konni gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Tindastóls.
Meira

Dráttarvél niður um ís í Laxárvatni

Það er ýmislegt sem gerist í sveitinni, segir á Facebook-síðu Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, en rétt eftir hádegið á föstudag fengu félagar útkall um að dráttarvél hefði fallið niður um ís í Laxárvatni. Til allrar hamingju komst bóndinn út úr vélinni áður en hún sökk niður.
Meira

Á Brúarvöllum - Byggðasögumoli

Á bakkanum austan Grundarstokksbrúar var vorið 1938 reistur lítill timburskúr á varðgirðingunni sem lögð var meðfram Vötnunum til að hefta framgang mæðiveikinnar austur yfir Héraðsvötn. Þar var hlið á þjóðveginum og varsla við hliðið allt að sjö mánuði á ári, frá vori fram á síðhaust. Jónas Jónasson, lengi bóndi á Syðri-Hofdölum, hafði brugðið búi vorið 1936 og fékk nú starf við hliðvörsluna á sumrin. Var hann þar samfleytt í 18 ár, fram til haustsins 1955, en hljóp þó enn í skarðið fyrir eftirmann sinn nokkur ár til viðbótar.
Meira

Tindastóll spældi topplið Njarðvíkur

Í gærkvöldi mættust efstu liðin í Dominos-deildinni í sannkölluðum toppslag og var talsvert undir. Með sigri hefðu Njarðvíkingar náð sex stiga forystu á toppi deildarinnar og því mikilvægt fyrir Stólana að sýna sitt rétta andlit eftir lélega leiki nú í byrjun árs. Sú reyndist raunin því nú könnuðust stuðningsmenn Tindastóls við sína menn sem börðust eins og ljón og voru ekki lengur með hausinn undir hendinni heldur á réttum stað og rétt stilltan. Eftir frábæran háspennuleik sigruðu Stólarnir 75-76 og eru nú vonandi komnir í gírinn á ný.
Meira

Öruggur sigur Stólastúlkna í Síkinu

Lið Hamars úr Hveragerði kom í heimsókn á Krókinn í gær og lék gegn Stólastúlkum í 1. deild kvenna. Leikurinn var aldrei spennandi því lið Tindastóls náði góðri forystu strax í fyrsta leikhluta og þrátt fyrir smá hökt í öðrum leikhluta þá ógnuðu gestirnir aldrei forskoti heimastúlkna sem óx ásmegin í síðari hálfleik. Lokatölur voru 81-49.
Meira

Rausnarleg gjöf til HSN á Blönduósi

Síðastliðinn laugardag afhentu Hollvinasamtök HSN á Blönduósi Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi fullbúna aðstandendaíbúð sem ætluð er sem athvarf fyrir þá aðstandendur sem dvelja þurfa á sjúkrahúsinu um lengri eða skemmri tíma með mikið veikum sjúklingum.
Meira

Þrjár af uppáhaldsuppskriftum fjölskyldunnar

Gígja Hrund Símonardóttir og Helgi Svanur Einarsson á Sauðárkróki voru matgæðingar í 4. tölublaði ársins 2017. „Heiða systir skoraði á okkur að vera næstu matgæðingar Feykis og að sjálfsögðu reynum við að standa undir því. Hér sendum við þrjár uppskriftir sem allar eru í nokkru uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Allt eru þetta tiltölulega fljótlegar og einfaldar uppskriftir sem að okkar mati bragðast bara býsna vel,“ sögðu þau Gígja Hrund og Helgi Svanur sem tóku á móti áskorun alla leið frá Kirkjubæjarklaustri, en þar býr Heiða, systir Gígju.
Meira

Þorrinn hefst í dag

Þorrinn hefst í dag en samkvæmt gamla íslenska tímatalinu er hann fjórði mánuður vetrar. Hefst hann því á tímabilinu frá 19.-25. janúar, alltaf á föstudegi og er sá dagur nefndur bóndadagur. Þorrinn er því eins seint á ferðinni að þessu sinni og hann mögulega getur orðið. Eins og áður hefur komið fram í frétt á Feyki.is gætti þess misskilnings á mörgum dagatölum þetta árið að bóndadagur væri þann 18. janúar og því er eitthvað um að tímasetningar á þorrablótum landsmanna hafi skolast til en vonandi kemur það ekki að mikilli sök.
Meira

Bakvörðurinn Michael Ojo til liðs við Tindastól

Samkvæmt upplýsingum Feykis þá hefur Körfuknattleiksdeild Tindastóls samið við bresk/nígeríska bakvörðinn Michael Ojo að spila með liðinu út tímabilið. Harðnað hefur á dalnum hjá liði Tindastóls nú eftir áramótin og flest liðin í deildinni hafa styrkt sig. Meiðsli hafa líka sett strik í reikninginn og var ákveðið að bregðast við með því að styrkja hópinn.
Meira

Um hækkun hvatapeninga í Sveitarfélaginu Skagafirði

Nú á haustmánuðum samþykkti Félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tillögu meirihlutans um hækkun á hvatapeningum sem ætlaðir eru til að auðvelda börnum að stunda íþróttir og tómstundastarf. Nam hækkunin 17.000 kr. á hvert barn sem verður að teljast rausnarleg hækkun, en styrkurinn fór úr átta þúsund krónum í tuttugu og fimm. Hækkun hvatapeninga höfðu allir flokkar á sinni stefnuskrá í vor, enda löngu orðið tímabært, þó upphæðir og útfærslur væru mismunandi.
Meira