Fréttir

Eyrarrósarlistinn 2019 opinberaður

Frá árinu 2005 hafa Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík veitt viðurkenningu í nafni Eyrarrósarinnar til afburða menningarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins. Eyrarrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Alls bárust 30 umsóknir um Eyrarrósina 2019 hvaðanæva af landinu en sex þeirra hafa nú verið valin á Eyrarrósarlistann og eiga þar með möguleika á að hljóta tilnefningu til sjálfra verðlaunanna í ár.
Meira

Vegna fréttaflutnings af fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

Þingflokksformenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun þar sem deilur urðu vegna formanns nefndarinnar, Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins. Nokkrir nefndarmenn vildu að hann viki sæti en tillaga þess efnis var vísað frá.
Meira

Bilun í heitavatnslögn á Laugarbakka

Vegna bilunar snemma í morgun á lögn frá borholu á Laugarbakka verður vatnslaust á Hvammstanga, í Víðidal og í Miðfirði fram eftir degi. Unnið er að viðgerð en fólk á þessu svæði er hvatt til að fylgist vel með heimasíðu Húnaþings vestra varðandi framgang viðgerðarinnar.
Meira

Janúarlömb á Óslandi

Það er ekki óalgengt að lömb komi í heiminn mun fyrr en ætlast er til en að þau komi í janúar er kannski heldur snemmt að mati margra. Á Óslandi í Skagafirði fæddust tvö lömb í gærmorgun, hrútur og gimbur, sem ekki hafa enn fengið nöfn, og það sem meira er, þriðja árið í röð sem lömb fæðast í upphafi þorra.
Meira

María Finnboga á heimsmeistaramót í alpagreinum

María Finnbogadóttir, skíðakona í Tindastól, verður meðal keppenda Skíðasambands Íslands á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fram fer í Åre í Svíþjóð dagana 5.-17. febrúar nk. Allir íslensku keppendurnir munu taka þátt í undankeppnum fyrir svig og stórsvig. Úr undankeppni komast 25 efstu keppendurnir áfram í aðalkeppni.
Meira

Ræsing Skagafjarðar og Ratsjáin

Kynningarfundur um Ræsingu Skagafjarðar og Ratsjána verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 29. janúar á Kaffi Krók kl. 17:00. Þátttakendum er boðið upp á súpu og brauð. Leitað er að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs í Skagafirði og fær besta viðskiptahugmyndin allt að 1.000.000 kr. í verðlaun.
Meira

Tvö skemmtiferðaskip til Sauðárkrókshafnar

Það verður skemmtilegt að fylgjast með þróun ferðamannafjölda næstu árin á Sauðárkróki þar sem margt bendir til að hann eigi eftir að aukast. Nú hafa tvö skemmtiferðaskip boðað komu sína til Sauðárkrókshafnar árið 2021. Skipin eru Azamara Journey og Azamara Quest sem bæði eru um 181 metra löng og 30.277 brt. Skipin munu liggja á akkeri og koma með farþega í land með léttabátum.
Meira

Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu

Leikhópurinn Lotta er nú á ferð um Norðurland með söngleikinn Rauðhettu sem frumsýndur var í Tjarnarbíói í byrjun janúar. Þetta er annar veturinn í röð sem Leikhópurinn Lotta, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, setur upp sýningar í Tjarnarbíói og ferðast í framhaldi af því með sýninguna vítt og breitt um landið.
Meira

Skattaafsláttur til þriðja geirans

Frumvarp til laga liggur nú fyrir á Alþingi um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, og mælti hann fyrir frumvarpinu á Alþingi fyrir helgi. Lögunum er ætlað að styðja við mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir félagasamtaka sem heyra til þriðja geirans svokallaða, s.s. björgunarsveitir og íþróttafélög, og hvetja til þess að félögin efli starfsemi sína eða bæti aðstöðu.
Meira

Af hverju er alltaf verið að púkka upp á þessa Blönduósinga?

Herjólfur Jónsson, sjómaður, hafði samband við Dreifarann um helgina. Hann segir rólegt hjá trillusjómönnum þessa dagana og tíminn helst notaður í að ditta að og hella upp á kaffibolla og þess háttar. „Já, og skutla börnunum í sportið. Eitt skil ég samt ekki sko og það er hérna af hverju alltaf er verið að púkka upp á þessa Blönduósinga, ha?“
Meira