Fréttir

Ganga Ferðafélags Skagfirðinga á Kaldbak

Ferðafélag Skagfirðinga stendur fyrir gönguferð á fjallið Kaldbak á laugardaginn kemur, 28. júlí, ef veður leyfir. Fjallið Kaldbakur er í landi Sólheima í Sæmundarhlíð og er hæsta fjallið á því svæði. Gangan er frekar erfið og fjallið grýtt. Því eru góðir gönguskór nauðsynlegir.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Opið hús verður í Nes listamiðstöð á Skagaströnd, laugardaginn 28. júlí frá kl. 16:30 til 18:30. Þar munu listamenn sem dvalist hafa í listamiðstöðinni í júlí sýna afrakstur vinnu sinnar.
Meira

Jón Gísli Eyland Gíslason í hópi U16 landsliðs karla

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U16 landsliðs karla, hefur valið Jón Gísla Eyland Gíslason leikmann Tindastóls í hóp Íslands fyrir Norðurlandamótið í knattspyrnu. Leikmannahópinn skipa átján leik menn frá tólf félagsliðum.
Meira

Sigur hjá Martin og félögum í lokaleiknum

Það var mest allt á brattann hjá Israel Martin og lærisveinum hans í U20 ára liði Íslands sem hefur undanfarna daga tekið þátt í A-deild Evrópumótsins sem spiluð var í Þýskalandi. Allir leikir liðsins í riðlakeppninni og síðan þrír til viðbótar í keppni um sæti töpuðust, en síðasti leikurinn, gegn Rúmeníu þar sem spilað var um 15. sætið, vannst örugglega.
Meira

Eldurinn hefst í kvöld

Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður formlega sett í dag með opnunarhátíð sem hefst klukkan 18:00 við Félagsheimilið á Hvammstanga. Þetta er í 16. sinn sem hátíðin er haldin og fjölmargir skemmtilegir viðburðir verða á dagskránni fyrir fólk á öllum aldri. Á opnunarhátíðinni í kvöld verður boðið upp á súpu til að næra líkamann, kjötkveðjuhátíðarbrúður og sýnisgripir verða á staðnum og tónlistarfólk kemur fram. Að því loknu mun hið margverðlaunaða danska tónlistartríó, Body Rhythm Factory, bjóða upp á sýningu fyrir alla aldurshópa. Loks mætir hljómsveitin Sérfræðingar að sunnan í Sjávarborg og spilar aðallega geðgóða hippatónlist frá gullaldarárunum í kringum 1970.
Meira

Rabb-a-babb 164: Friðrik Már

Nafn: Friðrik Már Sigurðsson. Búseta: Lækjamót í Víðidal, Húnaþingi vestra. Hvað er í deiglunni: Taka sæti í sveitarstjórn og byggðaráði í Húnaþingi vestra. Næstu fjögur ár verða bæði spennandi og krefjandi. Ég hlakka mikið til. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Myndi bjóða Trump, Pútín og Kim Jong Un, en hef ekki hugmynd af hverju. Ætli ég myndi ekki grilla fyrir þá folaldakjöt. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Aftur á bak.
Meira

Sveitarstjórn Skagastrandar auglýsir aftur eftir sveitarstjóra

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur tekið ákvörðun um að auglýsa aftur eftir sveitarstjóra. Í fundargerð sveitarstjórnar frá 20. júlí síðastliðnum kemur fram að fyrir fundinn hafði sveitarstjórn tekið viðtöl við tvo af þremur umsækjendum sem boðaðir voru í viðtal. Einn umsækjandi hafi dregið umsókn sína til baka.
Meira

Opið bréf til umsjónarmanns íþróttavallanna okkar

Eins og margir vita er búseta mín að Víðigrund 14 og hef ég úr íbúð minni útsýni aðeins í vestur og við mér blasa tveir vellir, nýi gerfi-grasvöllurinn okkar og fyrir sunnan hann er grasvöllur. Vellir þessir eru vel girtir af og er það gott, vegna bolta sem sparkað er í allar áttir. Á þessari víggirðingu eru tvö hlið og þau bæði læst. Nokkuð langt er því að næstu inn- og útgöngum á vellina, er það nokkuð bagalegt þegar bolti fer út fyrir víggirðinguna og þegar börn koma að völlunum, töluverð leið er að næsta hliði.
Meira

Vel heppnaður opinn dagur hjá Markviss

Skotfélagið Markviss á Blönduósi hélt að vanda opinn dag á Húnavöku þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér starfsemi félagsins. Margir litu við og segir á Facebooksíðu Markviss að á annað hundrað manns hafi sótt félagið heim.
Meira

Rúnar Már fyrirliði hjá Grasshoppers

Það fór svo í sumar að Króksarinn Rúnar Már Sigurjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, var ekki valinn í íslenska landsliðið sem tók þátt í HM sem fram fór í Rússlandi. Í fyrravetur var hann lánaður frá Grasshoppers í Sviss til St. Gallen en hagur hans virðist þó hafa vænkast að nýju því nú er kappinn orðinn fyrirliði hjá Grasshoppers samkvæmt frétt á Fótbolti.net.
Meira