Ganga Ferðafélags Skagfirðinga á Kaldbak
feykir.is
Skagafjörður
26.07.2018
kl. 11.04
Ferðafélag Skagfirðinga stendur fyrir gönguferð á fjallið Kaldbak á laugardaginn kemur, 28. júlí, ef veður leyfir. Fjallið Kaldbakur er í landi Sólheima í Sæmundarhlíð og er hæsta fjallið á því svæði. Gangan er frekar erfið og fjallið grýtt. Því eru góðir gönguskór nauðsynlegir.
Meira