Fréttir

Vilja virkja samfélagið betur í aðkomu að Húnavöku

Menningar-, íþrótta- og tómstundanefnd Blönduósbæjar kom saman til fundar sl. þriðjudag. Gestur fundarins var Kristín Ingibjörg Lárusdóttir sem séð hefur um framkvæmd Húnavöku undanfarin ár. Á fundinum tilkynnti Kristín formlega að hún hygðist ekki taka að sé umsjón með hátíðinni í ár og þakkaði nefndin henni kærlega fyrir vel unnin störf við Húnavöku en hún þykir hafa staðið sig með prýði.
Meira

Ný útgáfa af íslenskum vegabréfum

Framleiðsla nýrra vegabréfa hefst hjá Þjóðskrá Íslands á morgun 1. febrúar en samkvæmt tilkynningu halda eldri vegabréf gildi sínu þar til þau renna út. Handhafar þeirra þurfa því ekki að sækja um ný fyrr en eldri vegabréf eru runnin út. Ný útgáfa vegabréfa hefur verið í undirbúningi síðan 2015. Stofnkostnaður er um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands.
Meira

Greiddu 12 milljónir með sjúkraflutningum á síðasta ári

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sagt upp samningi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um sjúkraflutninga á svæði stofnunarinnar, með árs fyrirvara. Byggðarráð samþykkti uppsögnina með tölvupóstum fyrir 31. desember 2018 en á síðasta sveitarstjórnarfundi kom fram að sveitarfélagið sé reiðbúið til viðræðna um gerð nýs samnings.
Meira

Murr verður með Stólunum í sumar

Fyrr í kvöld skrifaði Murielle Tiernan, eða bara Murr eins og flestir þekkja hana, undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls um að spila með liðinu næsta sumar. Miklar vonir voru bundnar við endurkomu hennar á Krókinn en Murr lék við góðan orðstír með Stólunum síðasta sumar.
Meira

Nýr slökkviliðsstjóri ráðinn til Brunavarna A-Húnavatnssýslu

Stjórn Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu hefur ráðið Ingvar Sigurðsson sem slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu og mun hann hefja störf, í fullu starfi, eigi síðar en 1. maí 2019. Ingvar er löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur starfað í tæp tíu ár sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu, eða frá árinu 2009, en starfar núna sem einn af fjórum vakthafandi varðstjórum slökkviliðsins og sinnir þar bakvöktum og þjálfun. Einnig hefur hann starfað við sjúkraflutninga hjá HSu á árinu 2015.
Meira

80 ára afmæli Sveitarfélagsins Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd, sem áður hét Höfðahreppur, fagnar 80 ára afmæli um þessar mundir en það var um áramótin 1938-1938 sem Vindhælishreppi hinum forna var skipt upp í þrjú sveitarfélög og var Höfðahreppur eitt þeirra. Hin tvö voru Vindhælishreppur og Skagahreppur. Magnús B. Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri á Skagaströnd, segir frá tildrögunum að skiptingu þessari í fróðlegum pistli á vef Skagastrandar.
Meira

Rabb-a-babb 172: Regína Valdimars

Nafn: Regína Valdimarsdóttir. Árgangur: 1986. Starf / nám: Lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Það verður víst að vera Liverpool maður – Mohamed Salah. Hvernig er eggið best? Sunny side up – má ekki sprengja rauðuna!
Meira

Lausn fundin í geymslumálum Byggðasafnsins

Nú fer að sjá fyrir endann á óvissu geymsluhúsnæðis sem ætlað er tímabundið undir gripi Byggðasafns Skagafjarðar. Eins og Feykir greindi frá í október kom babb í bátinn með húsnæðið þar sem Safnaráð gerði athugasemd hvað varðar eldvarnir, mögulegt vatnstjón og mengunarhættu, einkum vegna bifreiðaverkstæðis sem staðsett var við hliðina á varðveislurýminu.
Meira

Til sjávar og sveita - Viðskiptahraðall fyrir sjávarútveg og landbúnað

Til sjávar og sveita heldur opinn kynningarfund á morgun, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 12:00 í húsnæði Farskólans við Faxatorg og eru allir velkomnir til fundarins. Hér er um að ræða viðskiptahraðal sem ætlað er að aðstoða frumkvöðla við að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja sem koma til með að vera í fremsta flokki innan landbúnaðar og sjávarútvegs.
Meira

Ásgeir Bragi, Ouse, gerir það gott í músíkinni

Fyrir um ári síðan sagði Feykir frá ungum tónlistarmanni á Sauðárkróki sem væri að gera góða hluti á netinu, með flutningi laga sinna ekki síst á YouTube rás sinni Ouse. Vinsældir hans hafa aukist svo um munar og lögin hans spiluð svo oft að talið er í miljónum í heildina. Þessi ungi snillingur heitir Ásgeir Bragi Ægisson, Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar og Guðbjargar Bjarnadóttur.
Meira