Vilja virkja samfélagið betur í aðkomu að Húnavöku
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
31.01.2019
kl. 11.56
Menningar-, íþrótta- og tómstundanefnd Blönduósbæjar kom saman til fundar sl. þriðjudag. Gestur fundarins var Kristín Ingibjörg Lárusdóttir sem séð hefur um framkvæmd Húnavöku undanfarin ár. Á fundinum tilkynnti Kristín formlega að hún hygðist ekki taka að sé umsjón með hátíðinni í ár og þakkaði nefndin henni kærlega fyrir vel unnin störf við Húnavöku en hún þykir hafa staðið sig með prýði.
Meira