Ótrúlegur sigur Stólastúlkna á Seltjarnarnesinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
28.07.2018
kl. 01.43
Kvennalið Tindastóls spilaði sennilega einn magnaðasta leik í sögu sinni í gærkvöldi þegar liðið sótti heim Gróttu á Seltjarnarnesið í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þegar upp var staðið voru gerð ellefu mörk í leiknum og þrátt fyrir að hafa verið undir, 5-2, þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum þá bættu stelpurnar við fjórum mörkum á lokakaflanum og tryggðu sér þrjú frábær stig í toppbaráttu deildarinnar. Lokatölur 5-6 fyrir Tindastól.
Meira