Fréttir

Ótrúlegur sigur Stólastúlkna á Seltjarnarnesinu

Kvennalið Tindastóls spilaði sennilega einn magnaðasta leik í sögu sinni í gærkvöldi þegar liðið sótti heim Gróttu á Seltjarnarnesið í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þegar upp var staðið voru gerð ellefu mörk í leiknum og þrátt fyrir að hafa verið undir, 5-2, þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum þá bættu stelpurnar við fjórum mörkum á lokakaflanum og tryggðu sér þrjú frábær stig í toppbaráttu deildarinnar. Lokatölur 5-6 fyrir Tindastól.
Meira

Vegleg dagskrá á Eldi í Húnaþingi

Á dagskránni í dag, föstudag, má meðal annars finna bjórjóga sem verður í Félagsheimilinu kl. 16:00, heimsmeistarakeppnin í Kleppara fer fram í Grunnskóla Húnaþings vestra kl. 16:00 og hið árlega Flemmingpútt fer fram við heilsugæsluna kl. 17:00.
Meira

Bændamarkaður á morgun

Næsti Bændamarkaður á Hofsósi verður haldinn á morgun, laugardaginn 28. júlí, klukkan 13-16. Verður þetta í þriðja sinn sem markaðurinn er haldinn í sumar og er óhætt að segja að hann hafi fengið góðar viðtökur og hafa fjölmargir lagt leið sína í „Plássið" á Hofsósi þessa daga. Markaðurinn er haldinn í gamla pakkhúsinu sem er talið byggt árið 1777 og er eitt af elstu timburhúsum landsins, flutt hingað til lands á vegum dansks verslunarfélags. Húsið og umhverfi þess í gamla þorpskjarnanum á Hofsósi skapar virkilega skemmtilega umgjörð um þá skemmtilegu nýjung sem Bændamarkaðurinn er.
Meira

Golfmaraþon barna og unglinga í Golfklúbbi Sauðárkróks

Börn og unglingar í Golfklúbbi Sauðárkróks héldu golfmaraþon, fimmtudaginn 19. júlí síðastliðinn. Þau hófu daginn kl. 9 og var markmiðið að spila að minnsta kosti 1.000 holur.
Meira

Laxveiði dræmari en í fyrra

Veiði í húnvetnskum laxveiðiám hefur verið heldur dræm það sem af er sumri sé miðað við veiðitölur undanfarinna tveggja ára. Á lista sem birtur var á fimmtudag má sjá að Miðfjarðará er nú í fimmta sæti yfir aflahæstu ár landsins með 1058 laxa en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 1458 laxar. Blanda situr í níunda sætinu þar sem veiðin er 668 laxar en sambærileg tala í fyrra var 913.
Meira

Grundfirðingar áhyggjufullir vegna lokunar rækjuvinnslu FISK Seafood

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir þungum áhyggjum af lokun rækjuvinnslu FISK Seafood í Grundarfirði en þar var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á dögunum en tveimur var boðin áframhaldandi vinna við frágang og undirbúning sölu og búnaðar. Á fundi ráðsins þann 19. júlí lýsti ráðið yfir vilja til góðs samstarfs við fyrirtækið og kallaði eftir mótvægisaðgerðum af hálfu þess til að lágmarka skaða samfélagsins vegna þessara aðgerða.
Meira

Bilað í bíó

Einhverjir hafa sennilega hugsað sér gott til glóðarinnar á köldu og blauti sumri og ætlað að skella sér í Króksbíó til að sjá sjóðheita nýja ABBA-mynd eða Antman eða einhverja aðra magnaða ræmu og maula popp. Einhver máttarvöld virðast þó hafa gripið inn í og stoppað þessa drauma í fæðingu því fyrir nokkru bilaði sýningarvélin í Króksbíói og útlit fyrir að einhver bið verði á bótum.
Meira

Ljómarall í Skagafirði

23 áhafnir eru skráðar til leiks í Ljómaralli sem fram fer í Skagafirði laugardaginn 28. júlí nk. Keppnin er þriðja keppni sumarsins í Íslandsmeistaramótinu í ralli og óhætt er að segja að staðan sé spennandi og barist verði um hvert stig til síðasta metra í keppninni.
Meira

Iðkendur hjá júdófélaginu Pardus safna áheitum í hjólaferð

Iðkendur hjá júdófélaginu Pardus á Blönduósi hjóluðu í gær 15 kílómetra í áheitasöfnun. Þeir hafa safnað áheitum síðustu vikur og í gær var komið að stóra deginum.
Meira

Óskilamunir í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Starfsmenn íþróttahússins á Sauðárkróki höfðu samband við Feyki.is og vildu koma því á framfæri að þar hefur safnast upp mikið safn óskilamuna sem sakna eigenda sinna. Á Facebooksíðu stuðningsmanna knattspyrnudeildar Tindastóls má sjá myndir af safninu og geta eigendur litið við og vitjað eigna sinna.
Meira