Fréttir

Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga flutt í nýtt húsnæði

Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga flutti í liðinni viku í nýtt húsnæði á þriðju hæð að Höfðabraut 6. Í húsinu eru fyrir ýmis þjónustufyrirtæki og opinberir aðilar sem hafa starfsemi í húsinu. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að með flutningnum batni aðstaða starfsfólks hjá starfsstöðinni frá því sem áður var og möguleikar á samstarfi og samskiptum aukist.
Meira

Prjónagleði á Stöð 2 í kvöld

Á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, 2. júlí kl. 19:30, er þátturinn Maður er manns gaman í umsjón Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar. Í þættinum verður sýnt frá Prjónagleði.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir sveitarstjóra

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Í auglýsingu um starfið segir að leitað sé eftir einstaklingi sem búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum, hafi leiðtogahæfileika, geti tekið frumkvæði og búi yfir hugmyndaauðgi.
Meira

Notað og nýtt í Hamarsbúð á Vatnsnesi

Húsfreyjurnar bjóða upp á vöfflukaffi í Hamarsbúð, sunnudaginn 8. júlí nk. frá kl. 13 - 17.
Meira

Hofsósskirkja fær góða gjöf

Hofsósskirkju voru nýlega færðar góðar gjafir þegar hjónin Guðrún Elín Björnsdóttir og Guðmundur Kristján Sigurbjörnsson ásamt föður og systkinum Guðrúnar, færðu kirkjunni að gjöf tvo blómavasa til minningar um dóttur Guðrúnar og Guðmundar, Unni Bettý, sem fórst í bílslysi þann 28. ágúst 2006, tæplega 19 ára gömul.
Meira

Sigríður Sigurðardóttir lætur af störfum sem safnstjóri

Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, lét af störfum í gær eftir rúmlega 30 ára farsælt starf hjá safninu. Í tilefni þess lögðu sveitarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins, leið sína í Glaumbæ og færðu Sigríði blómvönd og gjafabréf. Félagsskapurinn Pilsaþytur mætti einnig á svæðið. Frá þessu segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar og eru Sigríði þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Meira

Grillaður humar í skel og uppáhalds gúllassúpan

„Eitt skal taka fram, við erum súpufólk. Súpur eru algjör snilld, sérstaklega þegar þær eru heimagerðar. Við eldum oft stóra skammta af súpum og geymum svo í frysti, því það er svo afskaplega þægilegt að geta bara kippt upp einni dollu af súpu og hitað upp, það sparar okkur bæði tíma og uppvask á pottum, þetta er eiginlega bara svona „win win situation“, eins og maður segir á góðri íslensku,“ sögðu Herdís Harðardóttir og Ævar Marteinsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 26. tbl. FEykis árið 2016.
Meira

Leikmaður Tindastóls valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar hjá U16 karla í knattspyrnu

Landsliðsþjálfararnir, Davíð Snorri Jónasson og Þorvaldur Örlygsson, hafa tilkynnt hópa fyrir úrtaksæfingar U16 og U18, sem fara fram helgina 6. og 7. júlí. Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, hefur verið valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U16.
Meira

Losuðu bíl úr forarpytti

Fréttavefurinn Húni.is segir frá því í morgun að félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu hafi í gær verið kallaðir út vegna erlendra ferðamanna sem fest höfðu bíl sinn í forarpytti á Vesturheiðarvegi á leiðinni í Kerlingafjöll. Á Facebook síðu Blöndu segir að ekki hafi nú forarpytturinn verið neitt sérstaklega stór og hefðu ferðamennirnir betur farið yfir stóra pollinn á veginum þar sem botninn er grjótharður. Vel gekk að losa bílinn og að því loknu var ferðamönnunum fylgt yfir Svörtukvísl og Blönduvað, meðfram Seyðisá og yfir á Kjalveg.
Meira

Háskólinn á Hólum fær styrk úr Innviðasjóði

Nýlega birti stjórn Innviðasjóðs lista yfir þá aðila sem hlutu styrk frá sjóðnum árið 2018. Einn af styrkjum sjóðsins kemur í hlut Háskólans á Hólum, vegna verkefnis á vegum Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar. Frá þessu er sagt á heimasíðu skólans.
Meira