Fréttir

Krækjur í fyrstu deild

Deildarkeppni neðri deilda í blaki lauk sl. sunnudag en leikið var á Flúðum, á Álftanesi og í Kórnum í Kópavogi. Krækjurnar, sem keppa undir merkjum Umf. Hjalta, gerðu sér lítið fyrir og urðu deildarmeistarar í 2. deild eftir sigur í öllum leikjum vetrarins.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir breytingar á skipulagi

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 14. mars sl. var samþykkt að að leita umsagnar á sameiginlegri skipulagslýsingu fyrir nýtt skipulag. Skipulagslýsingin nær annars vegar til nýs deiliskipulags fyrir skólasvæði Hvammstanga og hins vegar breytingar á deiliskipulagi austan Norðurbrautar til samræmis við nýtt deiliskipulag.
Meira

Fisk Seafood fagnar rofi á 6.000 tonna múrnum

Vel hefur gengið hjá Fisk Seafood að draga fisk að landi og vinna í landvinnslu fyrirtækisins á Sauðárkróki en haldin veisla síðastliðinn föstudag af því tilefni. Fagnað var að búið er að vinna úr 6.000 tonnum af hráefni á kvótaárinu eða frá 1. september 2018. Á Facebooksíðu Fisk Seafood kemur fram að Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Þórólfur Gíslason stjórnarformaður fyrirtækisins hafi haldið stuttar tölur og færði Þórólfur svo fulltrúum starfsmannafélagsins þrjár milljónir króna að gjöf frá stjórn fyrirtækisins.
Meira

26,5 milljónir í styrki á Norðurland vestra úr Húsafriðunarsjóði

Á dögunum var tilkynnt um úthlutun styrkja úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2019. Alls bárust 267 umsóknir en 202 verkefnum voru veittir styrkir, alls 301.499.000 kr. en sótt var um tæplega einn milljarð króna. Heildarúthlutun fyrir Norðurland vestra, var 26,5 milljónir. Styrkirnir eru í nokkrum flokkum og skiptist þannig á Norðurlandi vestra í þúsundum króna: Friðlýstar kirkjur 9.500, friðlýst hús og mannvirki 1.200, friðuð hús og mannvirki 12.700, önnur hús og mannvirki 350, rannsóknir 0 og loks verndarsvæði í byggð 2.750.
Meira

Góður árangur nemenda FNV í Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Helgina 14.-16. mars fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina ásamt framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll. Fjöldi nemenda tók þátt en keppnisgreinar voru hátt í þrjátíu. Keppendur tókust á við krefjandi og raunveruleg verkefni sem reyndu á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. „Keppnin er liður í því að kynna iðn- og verknám fyrir grunnskólanemum og starfsmöguleikum í spennandi greinum. Gaman var að fylgjast með unga fólkinu sýna rétt handbrögð og tækni í sinni grein ásamt því að takast á við spennuna sem fylgir því að keppa,“ segir í tilkynningu frá FNV.
Meira

Vel heppnuð söngferð Heimis suður yfir heiðar

Karlakórinn Heimir brá sér í söngtúr um helgina og stóð fyrir þrennum tónleikum sunnan heiða. Á föstudagskvöldinu söng kórinn í Langholtskirkju í Reykjavík en daginn eftir skálmaði hann í Skálholtskirkju og hóf upp raust sína og síðar sama dag í Selfosskirkju. Tenórsöngvarinn Elmar Gilbertsson var gestur Heimis á tónleikunum í Langholtskirkju og heillaði tónleikagesti með sinni miklu og fallegu rödd.
Meira

Hákarlinn í hávegum á fundaröð í Húnabúð

Byggðasafnsnefnd Húnvetningafélagsins í Reykjavík stendur fyrir fyrirlestraröð í Húnabúð í Reykjavík dagana 19., 21., og 28. mars og hefjast allir fundirnir klukkan 17. Allir tengjast fundirnir hákarli með einhverjum hætti. Vill Húnvetningafélagið með þeim reyna að breyta kuldalegu viðmóti Íslendinga til hákarlsins og vingast við hann og rétta hlut hans, að því er segir í tilkynningu á fréttavefnum Húna.is.
Meira

Skagfirðingar með fallegasta básinn á Local Food Akureyri

Local Food matarhátíðin var haldin á Akureyri sl. laugardag þar sem fjöldinn allur af fyrirtækjum voru með kynningar á sínum vörum. Markaðstorg var á svæðinu, glæsilegt vínsvæði og æsispennandi kokkakeppni eins og sagði í tilkynningu fyrir helgina. Matarkistan Skagafjörður mætti einnig á svæðið með fjölbreytt úrval matvöru og fékk verðlaun fyrir fallegasta básinn 2019.
Meira

Júdókappar Norðurlands vestra stóðu sig vel á vormóti JSÍ

Vormót Júdósambands Íslands fyrir yngri flokka, frá 11 ára til 20 ára var haldið á Akureyri í gær og kepptu alls 84 keppendur frá tíu júdófélögum. Sex voru skráðir til leiks frá júdódeild Tindastóls en Steinn Gunnar Runólfsson neyddist til að hætta við vegna veikinda og því kepptu fimm fulltrúar deildarinnar á mótinu. Tveir kepptu fyrir hönd Pardusar á Blönduósi.
Meira

Vöktun og mat ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins

Árið 2017 hófst samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslunnar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Verkefnið fékk nafnið GróLind og er markmið þess að gera reglulega heildarmat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.
Meira