Fréttir

Valgarður Hilmarsson skipaður formaður nýs starfshóps

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur skipað starfshóp sem gera skal tillögur að stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga. Formaður starfshópsins er Valgarður Hilmarsson, fyrrverandi sveitarstjóri Blönduósbæjar og sveitarstjórnarmaður til margra ára.
Meira

Byggðastofnun leitar að sérfræðingi

Á heimasíðu Byggðastofnunar er auglýst laust til umsóknar starf sérfræðings á þróunarsviði stofnunarinnar. Í starfinu felst meðal annars að vinna við undirbúning og gerð byggðaáætlunar og vinna við greiningar á þróun byggðar á lands- og landshlutavísu með tilliti til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta.
Meira

Lífsstílsáskorun Þreksports

Líkamsræktarstöðin Þreksport á Sauðárkróki er nú að hleypa af stokkunum lífsstílsáskorun til tólf vikna þar sem fólki gefst kostur á að stíga fyrstu skrefin í átt að bættum lífsstíl. Þeir sem taka þátt í áskoruninni fá utanumhald og hvatningu hjá þjálfurum Þreksports, ráðgjöf við markmiðasetningu og næringarráðgjöf ásamt mælingum. Áskoruninni lýkur svo með verðlaunaafhendingu á árshátíð Þreksports í lok mars. Á morgun, föstudaginn 4. janúar klukkan 18:00 verður haldinn kynningarfundur og skráning hefst strax að honum loknum. Feykir leitaði frétta af áskoruninni hjá Guðrúnu Helgu Tryggvadóttur og Guðjóni Erni Jóhannssyni.
Meira

Axel Kára tekur skóna fram á ný

Þá er boltinn farinn að rúlla aftur eftir jólafrí og ýmislegt í gangi hjá körfuknattleiksdeild Tidastóls. Á Facebook-síðu deildarinnar kemur fram að Axel Kárason sé aftur kominn í æfingahóp meistaraflokks en eins og kunnugt er hefur Axel verið í pásu frá körfu síðan í haust.
Meira

Áramótabrenna á Króknum - Myndir

Það viðraði vel til loftárása á gamlárskvöld eftir norðanáhlaup sem hafði spillt færð og friðarboðskapinn hafði riðið yfir landið fyrr um daginn. Flugeldasala gekk ágætlega heilt yfir landið, sagði Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdarstjóri Landsbjargar, við Mbl.is.
Meira

Nýtt orgel í Hólaneskirkju á Skagaströnd

Við hátíðamessu í Hólaneskirkju á Skagaströnd á aðfangadagskvöld var vígt og tekið í notkun nýtt orgel í kirkjunni. Það var sóknarpresturinn, Bryndís Valbjarnardóttir, sem vígði orgelið og Sigríður Gestsdóttir, fyrir hönd sóknarnefndar, afhenti Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur, organista og kórstjóra, lyklana að nýja orgelinu.
Meira

Skotfélagið Markviss útnefnir skotíþróttafólk ársins

Skotfélagið Markviss hefur að vanda útnefnt skotíþróttafólk ársins í lok keppnisárs félagsins. Það voru þau Snjólaug M. Jónsdóttir og Jón B. Kristjánsson sem hlutu útnefninguna en auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun til tveggja ungra skotíþróttamanna, þeirra Sigurðar Péturs Stefánssonar og Kristvins Kristóferssonar fyrir góða ástundun og framfarir á æfingum auk þess að stíga sín fyrstu skref í keppni á innanfélagsmótum í sumar. Sagt er frá útnefningunni á vef Skotfélagsins Markviss.
Meira

Hólabraut 11 valið Jólahús ársins 2018 af lesendum Húnahornsins

Húnahornið stóð að vanda fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi meðal lesenda sinna og var þetta 17. árið sem svo er gert eða allt frá árinu 2001. Þátttaka í leiknum var góð og fengu níu hús tilnefningu.
Meira

Æfir mikið og keppir flestar helgar - Íþróttagarpurinn Eva Rún Dagsdóttir

Það má segja að Eva Rún Dagsdóttir á Sauðárkróki sé ein efnilegasta íþróttakonan í röðum Tindastóls, bæði hvað varðar fótbolta sem og körfubolta. Hún er fædd árið 2003, uppalin á Sauðárkróki, utan eitt ár á Akureyri árið 2012, svo framtíðin er ung og björt fyrir Evu í íþróttunum. Foreldrar Evu Rúnar eru þau Þyrey Hlífarsdóttir, kennari í Varmahlíðarskóla og Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Eva Rún er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Heimsókn í félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja á Blönduósi

Áður birt í jólablaði Feykis 2018, 28. nóvember 2018. Í kjallara Hnitbjarga á Blönduósi er rekið blómlegt félags- og tómstundastarf fyrir 6o ára og eldri og öryrkja á Blönduósi og í Húnavatnshreppi. Þar kemur fólk af svæðinu saman tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, og á góða samverustund yfir spilamennsku og margs kyns handavinnu. Feykir kom þar við á dögunum og leit á það sem þar er verið að fást við.
Meira