Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga flutt í nýtt húsnæði
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
02.07.2018
kl. 14.23
Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga flutti í liðinni viku í nýtt húsnæði á þriðju hæð að Höfðabraut 6. Í húsinu eru fyrir ýmis þjónustufyrirtæki og opinberir aðilar sem hafa starfsemi í húsinu. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að með flutningnum batni aðstaða starfsfólks hjá starfsstöðinni frá því sem áður var og möguleikar á samstarfi og samskiptum aukist.
Meira