Fréttir

10 ára afmælishátíð Nes listamiðstöðvar

Um síðustu helgi var haldið upp á 10 ára afmæli Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd. Á hátíðinni voru sýnd verk fjölmargra listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð, bæði innsetningar og gjörningur ásamt nýjum verkum þeirra listamanna sem nú dvelja á Skagaströnd.
Meira

Sýning Söguseturs íslenska hestsins á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2018.

Í ár fögnum við Íslendingar 100 ára afmæli fullveldisins en það fengum við með formlegum hætti frá Dönum 1. desember 1918. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast þessa áfanga og sérstök afmælisnefnd er að störfum, sjá nánar: https://www.fullveldi1918.is/ Afmælisnefnd fullveldisins auglýsti eftir verkefnum af þessu tilefni og urðu 100 verkefni fyrir valinu; þannig séð eitt fyrir hvert ár fullveldisaldarinnar og hlutu þau styrk úr framkvæmdasjóði fullveldisafmælisins. Sögusetur íslenska hestsins var einn þeirra aðila er styrk fékk. Inntakið í verkefni SÍH, er að setja upp sýningu um íslenska hestinn og stöðu hestamennsku og hrossaræktar um fullveldið og framfarasóknina á fullveldistímanum. Sýningin yrði sett upp á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík, 1. til 8. júlí 2018 og myndi þar kristallast hvernig frjáls og fullvalda þjóð hefur tryggt vöxt og viðgang síns þjóðarhests og komið honum á framfæri við heimsbyggðina og skapað honum, í samstarfi við aðrar þjóðir, þar sem áhugi hefur verið til staðar, viðgang og virðingu. Að loknu landsmótinu yrði sýningin sett varanlega upp í Skagafirði og gerð aðgengileg á heimasíðu SÍH: www.sogusetur.is
Meira

Bæjarhátíðin Hofsós heim um helgina

Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin á Hofsósi nú um helgina og er dagskráin stútfull af skemmtilegum uppákomum sem ættu að höfða til flestra, ungra jafnt sem aldinna og allra þar á milli.
Meira

Jazztónleikar í Félagsheimilinu á Blönduósi

Föstudagskvöldið, 29. júní kl. 20:30, verða jazztónleikar með Haraldi Ægi Guðmundssyni og austurríska jazzpíanistanum Lukas Kletzander, í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Meira

Staða sveitarstjóra á Skagaströnd laus til umsóknar

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Í auglýsingu um starfið segir að leitað sé að sjálfstæðum einstaklingi með leiðtogahæfni og frumkvæði til framkvæmda auk hæfni í mannlegum samskiptum.
Meira

Ótrúlegur áhugi á hestaferðum um söguslóðir

Fyrr í sumar auglýsti Magnús Ólafsson frá Sveinstöðum, hestaferð um söguslóðir morðanna á Illugastöðum og síðustu aftöku á Íslandi í janúar 1830. Í upphafi voru auglýstar tvær, fimm daga ferðir en vegna mikils áhuga hefur hann nú bætt þeirri þriðju við. Það þýðir að nokkrir sem ætluðu í fyrri tvær ferðirnar hafa nú fært sig og bókað í þá síðustu. Þess vegna er nú möguleiki á því að bæta við fólki í hverja af þessum ferðum. Hægt er að vera einungis með hluta af ferðinni ef það hentar fólki.
Meira

Fyrsti bændamarkaður sumarsins á Hofsósi á laugardaginn

Á laugardögum í sumar verða haldnir bændamarkaðir í pakkhúsinu á Hofsósi. Það er Matís sem stendur að verkefninu í samstarfi við skagfirska framleiðendur og er Rakel Halldórsdóttir, starfsmaður Matís sem búsett er á Hofsósi, hvatamaðurinn að þeim.
Meira

Nýr valkostur í hestaflutningum

Nýstofnað fyrirtæki, Sleipnir hestaflutningar ehf., hefur hafið starfsemi í Skagafirði. Fyrirtækið býður upp á flutning um allt land og er á hersla lögð á velferð og öryggi hesta í flutningi en allir hestar eru fluttir í einstaklingsrýmum. Milliverk eru lokuð niður í gólf og hægt er að opna milli hólfa svo folaldshryssur hafi tveggja hesta pláss. Myndavélakerfi er í vagninum svo stöðugt eftirlit er með hrossunum meðan á flutningi stendur.
Meira

Málverka- og ljósmyndasýning á Maríudögum

Helgina 30. júní - 1.júlí verða Maríudagar haldnir á Hvoli í Vesturhópi kl 13.-18 báða dagana. Maríudagar hafa verið haldnir undanfarin ár í minningu Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í boði stórfjölskyldunnar frá Hvoli. Að þessu sinni verður boðið upp á málverkasýningu með verkum eftir systurdóttur Maríu, Ástu Björgu Björnsdóttur og ljósmyndasýningu á myndum Andrésar Þórarinssonar, eiginmanns Ástu. Ljósmyndirnar eru teknar á þessu ári í héraðinu og má þar líta mörg kunnugleg andlit.
Meira

Skipulagslýsing fyrir nýjan selaskoðunarstað á Vatnsnesi

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að leita umsagnar á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag í landi Flatnefsstaða í Húnaþingi vestra skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið með fyrirhuguðu deiliskipulagi er uppbygging á nýjum sela- og náttúruskoðunarstað á Vatnsnesi til að dreifa álagi ferðaþjónustu á náttúruna.
Meira