Fréttir

Völvuspá 2019 – Frá Spákonuhofinu á Skagaströnd

Enn á ný lögðust spákonurnar í Spákonuhofinu undir feld og kíktu í spil, köstuðu völum, rýndu í rúnir og kaffibolla. Spáin fyrir árið 2018 gekk að nokkru leiti eftir, og eru varnarorð þau er höfð voru um að menn ættu að gæta orða sinna svo sannarlega í hámæli þessa dagana. Ríkisstjórnin hélt velli, eins og spáð var en mikill gustur var um menn og málefni.
Meira

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Feykir óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það liðna.
Meira

Björgunarsveitir kallaðar út í morgun

Í morgun voru björgunarsveitirnar Húnar, Heiðar og Blanda kallaðar út vegna ferðalanga sem voru í vandræðum á Holtavörðuheiði. Um var að ræða erlenda ferðamenn sem voru á suðurleið. Á Facebooksíðu Húna kemur fram að vel hafi gengið að hjálpa þeim niður en veðrið var kolvitlaust um tíma.
Meira

Hugum vel að dýrunum um áramót

Í tilefni áramótanna minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur þar sem slíkar sprengingar geta valdið dýrunum ofsahræðslu þannig að dýrin geti orðið sjálfum sér og öðrum til tjóns. Slys má fyrirbyggja með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana á gamlárskvöld og á þrettándanum. Matvælastofnun segir í tilkynningu sinni:
Meira

Góð ákvörðun að fara í Hússtjórnarskólann - Áskorandinn Bríet Guðmundsdóttir Sauðárkróki

Þyrey frænka mín skoraði á mig að taka við pennanum og ákvað ég að skorast ekki undan því. Ákvörðunin um hvað eigi að gera eftir mennta- eða framhaldsskóla getur verið erfið. Mér fannst það allavega. Að vera ekki ákveðin um hvað maður ætlar að verða „þegar maður verður stór“.
Meira

Gamlárshlaup frestast um sólarhring

Ákveðið hefur verið að fresta hinu árlega gamlárshlaupi sem vera átti í dag á Sauðárkróki um sólarhring. Verður því ræst í hlaupið kl. 13 á fyrsta degi nýs árs.
Meira

Skagfirðingur í húð og hár – Séra Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtogi

Á þessu ári eru liðin 150 ár frá því að hinn mikli æskulýðsleiðtogi Íslendinga, séra Friðrik Friðriksson, fæddist en það átti sér stað þann 25. maí 1868 að Hálsi í Svarfaðardal. Í samtalsbók Valtýs Stefánssonar Friðrik segir frá kemur fram að naflastrengurinn hafi verið þrívafinn um hálsinn á honum og töldu viðstaddir að hann væri dáinn. Nafni Friðriks er oftast tengt KFUM og KFUK sem stofnað var 1899 en einnig gera Valsmenn nafni hans hátt undir höfði þar sem hann átti aðild að stofnun Knattspyrnufélagsins Vals 1911. Karlakór KFUM (sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður) var svo komið á legg 1911, skátafélagið Væringjar 1913 og einnig átti Friðrik aðild að stofnun Knattspyrnufélagsins Hauka 1931. Friðrik lést í hárri elli í Reykjavík, árið 1961, rúmlega níræður að aldri.
Meira

Bríet er skref í rétta átt á landsbyggðinn

Víða þar sem ég hef komið um landið síðustu vikur og mánuði hefur eitt mál brunnið á öllum þeim sveitarstjórnarmönnum, atvinnurekendum og íbúum almennt sem ég hef rætt við á þessum svæðum. Það eru húsnæðismálin. Mikill húsnæðisskortur hefur hamlað vexti og viðgangi þessara sveitarfélaga þar sem lítið sem ekkert hefur verið byggt á landsbyggðinni undanfarinn áratug. Fyrirtæki hafa ekki getað stækkað eins mikið og aukin eftirspurn hefur kallað á og sjálfur hef ég heyrt um fjölmörg dæmi þess fólk vilji flytja út á land en geti það ekki þar sem viðunandi húsnæði sé ekki í boði. Það er því þarft að bregðast við af krafti.
Meira

Gul viðvörun í gangi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs: Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á morgun.
Meira

Flugeldasýningar og áramótabrennur

Áramótin eru framundan með öllum sínum gleðskap, brennum og skoteldum. Feyki telst svo til að auglýstar flugeldasýningar og brennur verði haldnar á sjö stöðum á Norðurlandi vestra að þessu sinni, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hólum og á Hofsósi.
Meira